Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 8
Ávarp Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ
Golfer íþrótt og ástríða
Á fyrstu áratugum síðustu aldar var íþróttaiðkun íslendinga fábrotin ogfámenn. Knattspyma
var stunduð, frjálsar íþróttir, sund og menn voru byrjaðir að þreifafyrir sér með alvöru
skíðakeppni. Fimleikar voru vinsœlir, en var það mikið meir? Ekki handbolti eða karfa, ekki
júdó eða bifhjólakeppni, hestasport né badminton. Iþróttir voru ekki allra, fólk liafði ýmist ekki
tíma, enga aðstöðu, engan áhuga. Lífsbaráttan bauð heldur ekki upp á margar tómstundir og
þess vegna þótti þaðfínna manna sport, þegar sást til einhverra heiðursmanna labba með
kylfur og slá kúlur upp við Öskjuhlið. Sennilega verið taldir eitthvað skrítnir. Eða voru það!
Allavega var golfið ekki almenningsíþrótt í upphafi Golfklúbbs Reykjavíkur, en þó er það
athyglisvert að kylfingar voru vel skipulagðir og Golfssamband íslands varfyrsta sérsambandið
sem stofnað var innan ISI.
Svofékk GR aðstöðu upp í Grafarholti og smám samanfór boltinn að rúlla, meiri frítími,
fleiri aflögufærir, áhuginn jókst og golfið tók kipp ífjölda iðkenda og almennum áhuga. Enda er
auðvelt að skilja þáfreistingu að verða golfbakteriunni að bráð.
Útiveran, hreyfingin, keppnin, félagsskapurinn og þessi erfiða list, aðfinna réttu sveifluna.
Golf er ekki aðeins íþrótt, golfið er ástríða og áskorun fyrir þá sem vilja ná árangn, vilja gera
betur, vilja og skilja að lífið er barátta umforgjöf í hvað mynd sem er.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur verið athvarf og vettvangur þúsunda Reykvíkinga og nýtur nú
(eða geldur) þeirra forréttinda að hafa tvö þúsund meðlimi en hafa þófimm hundruð manns á
biðlista. Það er einsdæmi % íþróttasögunni.
Ég leyfi mér að fullyrða að GR er í hópi best reknu og fagmannlegustu íþróttafélaga í landinu.
Klúbbhúsið til fyrirmyndar, aðstaðan með því besta sem þekkist, röð og regla á hlutunum og
einvalalið við stjómvölinn. Nú sem endranœr.
Það er mér mikil ánœgja og heiður, sem forseti íþrótta- og Ólympíusambands íslands, og sem
óbreyttur en áhugasamur kylfingur, að senda Golfklúbbi Reykjavíkur hamingjuóskir í tilefni
sjötíu ára afmœlisins og þakka GR-ingum fyrir framúrskarandi starf og uppbyggingu í þágu
golfíþróttarinnar.
Megifélagið stækka og dafna um ókomin ár.
6 KYLFINGUR