Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 16

Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 16
kennslu og æfrnga og enn hélt Walter Ameson tryggð við klúbbinn og kom til landsins til að kenna klúbbfélögum. Hvað varðar vallarmálin þá hafði stjóm klúbbsins loks séð land innan landamæra Reykja- víkur sem myndi henta golfíþróttinni. Var bæjatráði skrifað bréf. I bréfínu er farið fram á að Golfklúbbur íslands fái land undir nýjan golfvöll á Bústaðahálsi, sunnan Kringlumýri. I greinargerðinni fyrir landbeiðninni segir meðal annars: „Til þess að golfvöllur komi hér að daglegum notum þarf hann að vera sem næst bænum. Og til þess að hann uppfylli sem best sitt heilsubætandi hlutverk, þarf hann að liggja frjálst og hátt, og auk þess að vera að miklu leyti ræktanlegur og helst mishæðóttur. Öll þessi skilyrði upp- fyllir prýðilega land það sem nefnt er hér að framan og við förum fram á að fá undir golfbrautir.“ Bæjarráð tók rökin til greina og leigði klúbbnum land- ið. Leigusamningurinn var dagsettur 8. júní 1936. Þar kom fram að landið var 37,3 hektarar. Nœstu tvö árin í Laugardalnum Það var mikill hugur í meðlimum Golfklúbbs íslands á öðru ári klúbbsins. Fyrsta mót ársins var haldið 23. apríl 1936 og segir í bókun um mótið: „Þrátt fyrir storminn og nepjuna varð aðsókn sú að hartnær tvær tylftir félaga voru mættir." Eitthvað hefur stjórn klúbbsins farið geyst í framkvæmdir á nýja vellinum. Boðað var til aukaaðalfundar 31. október 1936 þar sem fundarefnið er: „Hlutdeildarláns-heimild fyrir klúbbstjórnina til greiðslu á víxlum og lausa- skuldum er safnast hafa við ræktun og aðrar framkvæmdir á hinum nýja golfvelli klúbbsins.“ Heimild þessi var samþykkt umræðulaust á fundinum. Stjómin fór nú að athuga lántöku og fékk vilyrði hjá dönsku lífsábyrgðarfélagi að því tilskildu að auk veðs í landi og klúbbhúsi yrði Reykjvíkurbær að ábyrgjast lánið. í fyrstu felldi bæjarstjórnin að ábyrgjast lánið. Vöm nú góð ráð dýr og stjómin lagðist undir feld og samdi ítarlega skýrslu um hversu öllum væri hollt að stunda útiveru og þar fram eftir götunum. Fór svo að lokum að bæjarstjórn samþykkti lánið. Sumarið 1937 var erfitt fyrir virka félaga í Golfklúbbi íslands. Klúbburinn hafði átt í smá- Hola '•TU Par. '"í" - u M6I- lclk. Unn- TSt Holn Lcn„d r.,, SJ*lt Mcj>- Efc Mól- lclk. Unn- T2S' 1 230 4 7 10 280 4 2 2 90 3 16 11 190 4 11 3 130 3 13 12 210 4 5 4 280 4 1 13 230 4 9 5 190 4 10 14 90 3 18 6 210 4 4 15 130 3 15 7 230 4 8 16 280 4 3 8 90 3 17 17 190 4 12 9 130 3 14 18 210 4 6 1580 32 1810 34 Á»=- 1580 32 Kyllingur: 3390 66 Staðtest at: Handirnp Dnjtsetninu: Mismunur Skorkortfyrír golfvöllinn í Laugardal. erjum við Einar Eyjólfsson, eiganda landsins í Laugardalnum og 1. júní flutti klúbburinn úr Laugardalnum án þess að tilbúinn væri völlur í Öskjuhlíðinni. Fékkst land til bráðabirgða fyrir 6 holur í Sogamýrinni, skammt fyrir vestan skeiðvöllinn, sem þar var. Ekki gekk greið- lega að halda landinu. Eftir hálfan mánuð hurfu flögg og merki af vellinum í súldarveðri og í staðinn komu 20 kýr sem einnig hafði fengist leyfi fyrir á þessu landi. Var stutt gamanið í Sogamýrinni. Nokkrir klúbbmeðlimir tóku á það ráð að útbúa 9 holu völl á Bessastaðanesi. Þetta var heillöng leið í þá daga og er talið að enginn hafi farið þangað oftar en þrisvar sinn- um. Einnig höfðu einhverjir æft sig á Kjóavöllum, milli Vatnsendastöðvarinnar og Vífilstaða, en eins og segir í Kylfmgi þá voru báðir þessir staðir of fjarri til daglegra leikja, en ágætir fyrir „picnic“, með golfleik inn á milli um helgar. í langri sögu Golfklúbbs Reykjavíkur er tíminn í Laugardalnum ekki fyrirferðarmikill, eða Teikning af Golfvellinum í Laugar- dal. Golfskálinn og teigur fyrstu brautar voru austan megin við Reykjaveg. Flöt brautarinnar og önn- ur brautin voru við Sundlaugarveg þar sem Laugardalslaug er nú. Teikninguna gerði Gísli Halldórsson arkitekt. 14 KYLFINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.