Kylfingur - 01.05.2004, Page 27
CjTOI,FKI,ÚBBUR REYKJAVÍKUR 70 ÁRA
FRAMTÍÐARSTAÐUR í GRAFARHORTINU
GOLFUOLLUR í HEIMS-
KLASSA RÍS í GRÝTTU OG
FALLEGU UMHVERFI
Það kom í ljós fljótlega eftir að samningar náðust um 40 hektara land í Grafarholtinu að Golfklúbbur Reykjavíkur hafði
hugsað smátt þegar kom að vallargerð. Sænski golfvallahönnuðurinn, Nils Skjöld, sem fenginn var til að hanna 18 holu völl
gerði það samviskusamlega. Þegar svo var lagst yfir teikninguna kom í ljós að völlurinn útheimti 65 hektara lands en ekki 40
eins og búið var að semja um. Skiljanlega voru þeir sem höfðu samið fyrir hönd borgarinnar hissa á þessum mikla mun sem
þarna kom fram. Borgaryfirvöld sýndu þó skilning á málinu, sérstaklega borgarstjóri, sem þá var Gunnar Thoroddsen. Hann
beitti sér fyrir því að klúbburinn fengi viðbótarlandið sem fyrst, svo hægt væri að hefja framkvæmdir. Þegar svo farið var að
leggja völlinn kom í ljós að það þurfti tæpa 5 hektara í viðbót. Var fijótt veitt leyfi fyrir þessum viðbótarhekturum. Má leggja
drög að því að reiknilist GR manna hafi ekki verið í hávegum höfð hjá reiknimeisturum Reykjavíkurborgar og þeir séð þann
kost vænstan að vera ekkert að þrefa meira um málið enda ónotað landrými mikið á þessum slóðum.
Fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að flytja úr Öskjuhlíðinni í Grafarholtið var eins og fyrir knatt-
spymulið að flytja af grasi yfir á möl. Klúbburinn var búinn að koma sér ágætlega fyrir á
Bústaðahálsinum og tiltölulega lítið viðhald þurfti til að halda níu holu vellinum leikhæfum.
Grafarholtið var allt annar handleggur. Landslagið var kjörið fyrir golfvöll, hæðir og dalir
gerðu það að verkum að ljóst var að völlurinn yrði fjölbreyttur og mun meira krefjandi en
Öskjuhlíðarvöllurinn. Sjálfsagt hafa forystumenn klúbbsins ekki gert sér grein fyrir hversu
r - ■ .... < . •'
KYLFINGUR 25