Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 40

Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 40
Borgaryfirvöld höfðu einnig látið að því liggja að til greina kæmi að úthluta GR svæði fyrir golfvöll að Keldum og teiknaði Geir Svansson tillögu að golfvelli í landinu. Þetta voru aðeins orðin tóm hjá borgaryfirvöldum enda tilheyrir sú lóð ríkinu og ljóst að aldrei mun rísa golfvöllur þar. Aftur að Korpúlfsstöðum Gamli 9 holu völlurinn á Korpúlfs- stöðum var vestan við Korpúlfsstaði. Myndin er tekin á 1. teig. Til vinstri á myndinni er skúrinn sem iengi þjónaði kylfingum á Korpúlfsstöðum og var þar rekin veitingasala. Þegar ljóst var að Gufuneslandið var fjarlægur möguleiki þá var augunum aftur beint að Korpúlfsstöðum. Nú var allt sett á fullt til að fá þetta ákjósanlega land fyrir 18 holu golfvöll, enda brýn nauðsyn orðin á að fá annan golfvöll til að geta tekið við þeim mörgu sem höfðu áhuga á að ganga í klúbbinn. Borgar- yfirvöld voru nú orðin sveigjanlegri í sambandi við Korpúlfstaðalandið og með hjálp góðra manna hjá borginni gaf borgarstjóm grænt ljós á vallar- gerð, sem átti að hluta til að tengjast byggð sem þar átti að rísa. Héldu menn nú að málið væri í höfn og ríkti mikil bjartsýni hjá GR. Hannes Þorsteinsson var aftur feng- inn til að teikna 18 holu völl, nú á Korpúlfstaðalandi, sem og hann gerði og vakti teikning hans af vellinum núkla athygli, ekki síst fyrir það að innan vallarmarkanna var stór íbúa- byggð. Þegar farið var nánar að fjalla um byggðina í Staðahverfi hjá borgar- yfirvöldum kom í Ijós að landið sem lagt var undir byggðina í skipulaginu var of lítið til þess að geta borið skóla og aðra þjónustu sem fylgir íbúahvei'fi. Það þurfti að breyta teikningu vallarins á síðari stigum hans og var meðal annars svæðið sem golfskálinn átti að rísa tekið fyrir byggð en golfskáli átti í fyrstu að rísa þar sem nú er byggð við 17. og 18. braut. Óvœnt hindrun Nú var búið að teikna glæsilegan golfvöll og ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir þegar óvænt hindrun kom upp. Gefum Garðari Eyland þáverandi formanni GR orðið: „Völl- urinn var síðan hannaður og samræmdur byggð ásamt reiðstígum, göngustígum og fleiru sem átti að koma í landið. Þegar svo allt var komið á fullt, búið að hanna og farið að leggja út völlinn kom bakslagið. Ný borgarstjóm var kosin, borgarstjórn sem var með aðrar áhersl- ur. Við stóðum frammi fyrir því að það átti að fara að stöðva framkvæmdimar. Við vildum ekki gefast upp að svo komnu máli og nú var lagst undir feld til að leita leiða til að völlur- inn yrði að vemleika og finna aðferð til að halda áfram.“ Stjóm GR settist yfir málið með Stefáni Hermannssyni, þáverandi borgarverkfræðingi, sem ávallt hefur reynst klúbbnum vel þegar á reynir. Og það fannst lausn sem borgarstjórn Reykjavíkur gat sætt sig við. Sú lausn fólst í að GR tók að sér framkvæmdir við gerð vallar- ins og útvegaði fé til framkvæmdanna sem borgin endurgreiddi klúbbnum á nokkrum ámm. Hannes Þorsteinsson tók að sér að breyta vellinum til að samræma hann hugmyndum borg- arstjómar að skipulagi svæðisins. Framkvæmdir við Korpúlfsstaðavöllinn hófust svo árið 1993 undir stjóm Margeirs Vil- hjálmssonar, sem þá var nýráðinn vallarstjóri í Grafarholtinu og fékk nú það verkefni, auk þess að sjá um Grafarholtið, að stjóma gerð nýja vallarins í Koipúlfsstaðalandi. Fram- kvæmdir gengu mjög vel og stóðust allar áætlanir. Var fyrst leikið á hluta af nýja vellinum í júní 1996. Ári síðar var farið að leika á honum í heild og hann síðar vígður í upphafi Lands- móts, 22. júlí 1997, en þetta ár hélt GR Landsmótið á Grafarholts- og Korpúlfsstaðavelli. Frœgt klúbbhús og byrjendavöllur Eins og lýst er á öðrum stað í greininni var gert ráð fyrir að GR hefði aðstöðu í Korpúlf- staðalandi í nýju húsi og var gert ráð fyrir því að aðalstöðvar klúbbsins yrðu áfram í Grafar- holtinu. Þegar svo svæðið sem átti að vera fyrir slíkt hús var tekið undir byggð var GR boð- inn austasti hluti af Korpúlfsstöðum, hinu fomfræga óðalssetri. Ástand hússins var bágborið og ljóst að það þurfti mikið að gera til að koma húsinu í stand. Teikningar og áætlanir vom gerðar og var strax settur mikill kraftur í að koma húsinu í það horf að sómi væri af fyrir 3« KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.