Kylfingur - 01.05.2004, Side 51

Kylfingur - 01.05.2004, Side 51
A góðrí stundu með framkvœmdastjóra CR, Margeirí Vilhjálmssyni og Herði Þorsteinssyni framkvœmdastjóra Golfsambands Islands. sumarsólhvörf. Vaktavinnukarlar nota tækifærið og fara út á völl á meðan aðrir sofa.“ - Erum viðfarin að ganga afvöllunum dauðum, efsvo má segja? „Auðvitað væri æskilegt að draga úr álaginu yfir hásumarið. Við erum á mörk- unum hvað þetta snertir. En við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sem flestir geti spilað sem mest við bestu aðstæðumar hér á landi. Við rekum vell- ina með það að markmiði að veita sem flestum ánægjuna af því að spila. Það sem hefur gerst á síðustu ámm er að fjöldi iðkenda hefur ekki aðeins aukist heldur hefur veðurfarið líka batnað til muna frá því sem verið hefur. Það þykir ekki lengur fáránlegt að spila golf á Is- landi allt árið um kring. Ég þekki til karla sem spiluðu yfir 300 daga eitt árið. Það var fært til bókar sem þeir gáfu klúbbn- um. Það má auðvitað hafa sig út í hvaða veður sem er, ef nóg er af áhuga, tíma og heilsu. Fyrir utan einstaka vetrartíð síðustu ára hafa sumrin verið einstaklega hagstæð okkur. Ég nefni síðasta sumar sem dæmi. Þá vora flatimar í Grafarholtinu opnar frá 26. apríl til 27. október, eða í 6 mánuði og einn dag. Á venjulegu sumri hafa þetta verið svona rúmlega fjórir mánuðir. Þetta er engin smá breyting. Hér munar líka um bætta verkkunnáttu vallarstarfsmanna og æ betri tæki til að halda völlunum við. Við eram orðin góðu vön í þessum efnum og menn segja við mig; hvað gerist þegar kalda vorið kem- ur? Þá er hætt við að mörgum kylfmgnum bregði.“ Fjöldatakmarkanir? - Gestur er inntur eftir því hvort ein- hverskonar fjöldatakmarkanir komi til greina á mesta álagstímanum? „Golfvellir era í eðli sínu takmarkandi. Þetta er sama regla og í bíó. Þú hleypir ekki fleiram inn þegar setið er í öllum sætum. Við getum ræst út 24 til 28 kylf- inga á klukkutíma á hvorum velli. Fleiri komast einfaldlega ekki að. Til þess að mæta álaginu og hlífa völlunum er gripið til alls kyns ráða; við reynum að stýra gönguleiðum, við reynum að stækka teig- ana og flatimar og nú síðast eram við að þreifa okkur áfram með því að setja gervi- gras á hluta teiganna til þess að hlífa nátt- úrulega grasinu á viðkvæmasta tíma. Það er því nánast allt gert til að mæta álaginu hverju sinni. Eftir sem áður er það lykil- atriði í umhirðu vallanna að kylfmgamir sjálfir gangi vel um þá og fari nákvæm- lega að settum reglum; setji torfusnepilinn á sinn stað eftir höggið, lagi boltafarið á flötinni og gæti þess að skilja aldrei eftir sig rasl á vellinum..“ - Kemur til greina að loka félagaskrá klúbbsins? „Fjöldi félaga er nú þegar í hámarki. Við eram þeirrar skoðunar að ef við fjölg- um enn frekar í klúbbnum verði aðgengi á völlinn yfir háannatímann ekki viðunandi fyrir félagsmenn. Þegar við verðum búnir að bæta níu holum við Korpuna og ljúka við glæsilega æfingaaðstöðu okkar í Graf- arholti, sem er á við það besta sem þekk- ist í Evrópu, má búast við að hægt verði að fjölga félagsmönnum í 2500 til 2800. Þar með teljum við komið að endimörk- um þess fjölda sem getur verið skráður í klúbbnum.“ - Þarfað bindaforgjöfþeirra sem fá að spila á völlum félagsins við ákveðið mark? „Á ákveðnum tíma dags grípum við til þessa ráðs, já. Það er til þess að halda góðum leikhraða. Ég tel ekki, enn sem komið er, ástæðu til að herða enn frekar á þessum reglum. Eitt stærsta vandamál við reksmr golf- valla þar sem ásóknin er mikil er að tryggja eðlilegan leikhraða. Átján holu hringur á helst ekki að taka meira en 4 tíma. Það er gríðarlega mikið hagsmuna- mál kylfmga að allir leikmenn venji sig við að halda ákveðnum leikhraða - og virði í einu og öllu vallarreglur. Golf- hringurinn er ekkert einkamál manna því þeir sem fylgja í kjölfarið komast ekki hraðar en þeir sem á undan fara.“ - Skaðar það ímynd GR að geta ekki tekið viðfleiri félagsmönnum og vera að því leyti lokaður kúbbur? „Við lítum ekki svo á að GR sé lokaður klúbbur. Hann er í eðli sínu opinn öllum. Það gildir það sama um alla sem vilja ganga í GR; þeir þurfa að skila inn um- sókn og fá þá númer sem sýnir þeim hvar þeir era í röðinni eftir því að komast að. Eins og ég gat um áðan era nú um 500 á biðlistanum og það er hætt við því að hann lengist á næstu áram. Núna er tveggja til þriggja ára bið eftir því að komast inn í félagið og ég tel mig vita að það er ósköp langur tími fyrir óþreyju- fulla kylfmga.“ Þak á biðlistann? - Kemur til greina að setja þak á biðlistann ? „Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað má samt segja að mönnum sé kannski lítill greiði gerður að lengja biðlistann úr hófi fram. Sumsstaðar í löndunum í kringum okkur hefur verið farin sú leið að láta menn borga fyrir númer á biðlistunum. Það er væntanlega gert til að draga úr fjölda fólks á biðlistunum. Við höfum ekki hugleitt slfkt.“ - Dugar að þekkja vel til innan klúbbs- ins til að komastfyrr inn en aðrir? „Það dugar ekki.“ -Hvað með styrkglaða kaupahéðna? „Þeir fara í röðina eins og hinir. Fulltrú- ar styrktaraðila okkar fá rétt til að spila vellina okkar eftir ákveðnu kerfi, en þeir fara ekki fram fyrir í biðröðinni. Það era einungis makar félagsmanna sem hafa forgang í biðröðinni.“ - Það hlýtur samt að vera tuðað í þín eyru á þeim tíma árs þegar vorsólin hcekkar? „Ég neita því ekki. Símtölin eru æði mörg. Menn era að reyna að koma sjálf- um sér, vinum sínum og bömum að en ég segi þeim einfaldlega að sama reglan gildi fyrir alla.“ - Og hvað reyna menn þá? „Stöku menn reyna að tuða enn frekar. KYUINC.UK 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.