Kylfingur - 01.05.2004, Page 52

Kylfingur - 01.05.2004, Page 52
Fyrsta hollið í Opnunarmóti á Korpu að leggja afstað á sumardaginn fyrsta 22. apríl 2004. F.v.: Reynir Jónsson rœsir, Stefán Svavarsson gjald- keri og ritari CR, varaformaðurinn Jón Pétur Jónsson, Stefán GunnarWon formaður vallanefiidar og svo sjálfur formaðurinn Gestur Jónsson. En langflestir skilja að það verður ekki farið framhjá reglunum í þessu efni sem öðru í golfíþróttinm.“ Gestur segir að kylfmgar geti ekki ann- að en horft björtum augum til næstu ára. Uppbyggingin á völlum GR, jafnt sem annarra klúbba á landinu, verði að öllum líkindum hröð og mikil. Og enda þótt golfíþróttin sé í sjálfu sér landfrek í eðli sínu búi íslendingar í landi sem gefí nán- ast endalausa möguleika hvað golfvallai- uppbyggingu snerti. Það sé ekki ónýtt að hugsa til þess að hægt sé að fjölga golf- völlum nánast endalaust hér á landi; ekki skorti landrýmið! „Vöxturinn í golfíþróttinni á næstu árum mun að mestu leyti fara fram í ná- grannabyggðum Reykjavíkur - í þeim byggðakjörnum sem liggja í allt að klukkustundarfjaiiægð frá borginni. Þar vil ég nefna Skagann, Hveragerði, Sel- foss, Þorlákshöfn, Keflavík og Vatnsleys- una. A öllum þessum stöðum eru góðir golfvellir sem ekki eru að fullu nýttir. Þessir vellir verða aðdráttarafl fyrir klúbblausa kylfinga úr Reykjavík og þar með mun fjölga í þessum klúbbum, þeir styrkjast og vellirnir þeirra batna. Svo kemur næsta bylgja,“ bætir Gestur við: „Austan Selfoss og í sveitum Borgar- fjarðar eigum við eftir að sjá frábæra velli innan skamms tíma, velli sem verða í rík- um mæli tengdir sumarhúsabyggðum og þeim lífsstíl æ fleirl kylfinga að verja sumarleyfi sínu í spilamennsku úti á landi á sumrin.“ Samstarfvið aðra - Þarf GR að eignast sinn eigin sveita- völl? „Það kemur til greina. Fram að þessu höfum við þó kosið samstarf fremur en samruna við klúbba úti á landi. Það má segja að við viljum frekar vera gestir góðra húsbænda en stjómendur á staðn- um. Við höfum mjög góða reynslu af samstarfi okkar við golfklúbbinn á Hellu sem varað hefur í fnnm ár. Félagsskírteini okkar klúbbfélaga gilda á vellinum á Hellu en á móti kemur að við styrkjum fé- laga okkar eystra með því að leggja þeim til tæki og fé til að byggja upp völlinn og halda honum við. Þetta er skólabókai'- dæmi um gagnkvæman hag. Félagsmenn okkar eru of margir miðað vellina sem höfum úr að spila. Þeir á Hellu ráða hins- vegar yfir frábærum velli sem er vannýtt- ur, enda eru félagsmenn í klúbbnum þeirra ekki nema rúmlega 100. Auk þessa höfum við verið í góðu samstarfi við Skagamenn og nú síðast við Suðurnesja- menn á Feirunni þannig að það má segja að við horfum til allra átta til að þjóna fé- lagsmönnum okkar. Og svo sem ekki van- þörf á.“ - Verðurframhald á þessu samstaifi við aðra klúbba? „Það hlýtur að vera. Eins og ég segi þá er gagnkvæmur hagur af þessu það mikill að engin spurning er að framhald verður þar á. Það kemur vel til greina að hefja samstarf við fleiri klúbba en þá sem ég hef þegar nefnt.“ ímynd að breytast Gestur er að lokum spurður að því hvoit golfíþróttin líði að einhverju leyti enn fyrir þá ímynd kai'lrembu og rfki- dæmis sem óneitanlega lék um hana á árum áður. Hann segir að enn sé það svo að golfið njóti ekki sannmæhs alls al- mennings: „Ég hef rekið mig á það að enn eimir eftir af þeim skoðunum fólks að golf sé aðeins fyrir valinn hóp manna. Það halda sumir að golf sé ekki á meðal al- menningsíþrótta. Sem betur fer eru svona sjónarmið á hröðu undanhaldi. Golfið er orðið næstfjölmennasta íþróttagreinin innan ISÍ; aðeins knattspyman hefur fleiri iðkendur. Golfið hefur sem íþrótt tekið stakkaskiptum á þeim árum sem ég hef stundað það. Það er orðið eitthvert mesta fjölskyldusport sem stundað er hér á landi og dregur að sér fólk á öllum aldri, af báð- um kynjum, úr öllum störfum, ahsstaðar á landinu. Og golfið er þeirrar náttúru að það getur ekki annað en vaxið að vinsæld- um; það býður upp á allt sem menn mæla með í lífinu, jafnt líkamlega, andlega sem og félagslega...“ - Þó ekki lögfrœðilega, eða livað? „Jújú, reglumar í golfinu eru lögmönn- um rnjög að skapi. Ég féll meira að segja svo gersamlega fyrir þessum reglum að ég tók mig til og varð mér úti um dómara- réttindi í golfinu. Ég er allur annar á vell- inum eftir það,“ segir lögmaðurinn og for- maðurinn Gestur Jónsson að lokum. -SER 50 KYLFINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.