Kylfingur - 01.05.2004, Page 55

Kylfingur - 01.05.2004, Page 55
Nja... konan bíður útií bíí - níu gamansögur úr golfinu og einni betur Eins og kylfingar þekkja þarf ekki að sitja lengi inni á setustofu í klúbbhúsunum áður en sögurnar byrja að glymja í salnum. Margar þeirra eru æði bragðgóðar og kryddaðar að hætti hússins - og lifa lengi í umræðunni. Það lætur nokkuð nærri að hver einasti kylfingur eigi sér sína sögu úr golfinu; sögu sem hann rifjar upp á mannamótum - og bætir nokkrum bragðefnum við í hvert sinn sem sagan er látin flakka. Þetta eru alþýðusögur íþróttarinnar, sagðar í þeim eina til- gangi að gleðja, í versta falli til þess gerðar að atast í meðspilaranum. Kylfingar þurfa ekki að hugsa sig lengi um áður en fyrsta sagan er komin fram á varirnar. Hún gæti verið á þá leið að félaginn standi ábyggilegur í báða fæt- urna á teignum og sveifli ógurlega; kylfan hitti boltann alltof innarlega með þeim afleiðingum að hann skýst af öllu afli í gula netakúlu fremst á teighorninu og þaðan hendist boltinn út á nálæga flöt og alla leið ofan í holu. Hola í höggi, já - loksins... en á rangri braut. Svipuð er sagan af kylfingnum sem átti það til að tía heldur hátt. Einn góðan veðurdaginn var hann staddur á teig og tíaði til himins. Boltinn fór svo á sinn stað og beið átekta; nú skyldi slegið vel á þriðja hundraðið. Og vissulega fór boltinn hátt en það var líka það eina; lengdin var ekki meiri en svo að boltinn skrúfaði sig beinustu leið til himna og hinkraði þar skamma stund áður en hann féll til baka, beinustu leið ofan í golfsettið hjá næsta manni við hliðina á teign- um. Svo var það aðkomumaðurinn í Grafarholtinu sem kom sér fyrir á fyrsta teig og spurði án gríns; slæ ég hérna fram af eða upp í holtið? Hann var sumsé ekki viss hvora leiðina hann átti að fara. Þetta var fyrir tíma húsbygginga norðan við vallarsvæðið, en sagan minnir okkur á að það er ekki alltaf augljóst hvert leiðir liggja í golfinu. Margar sögur eru til af svaðilförum manna í golfinu. Það er enda svo að fáar íþróttir eru torfærari en blessað golfið. Það er jú hluti leiksins að leggja stein í götu þátttakenda - og ekki aðeins stein, heldur og tré og runna og illgresi og allskonar ófærur sem minna jafnvel á litlar eyðimerkur. Glompur heita þessir sanddeplar sem hverfast gjarnan um flatirnar og gera mönnum misjafnlega lífið leitt. Og varla verður það mikið leiðara en hjá manninum sem stóð í miðri glompu og hugðist vippa boltanum sínum af varfærni upp á flötina. Eftir fimm tilraunir dæsti hann ámátlega; aldrei hafði þetta mistekist svona rækilega hjá honum. Eftir aðrar fimm tilraunir var hann byrjaður að þrútna af reiði. Það var sama hvernig hann sveiflaði sandjárninu; helv... kúlan fór aldrei upp fyrir bakk- ann. Það mun hafa verið eftir 17 tilraunir sem maðurinn gekk burt frá kúlu sinni, lagði járnið í poka sinn, gekk af stað upp á bílastæði í fjarska og sást aka burt. Félagar hans í hollinu horfðu forviða á - og sömuleiðis spilararnir í næsta holli á eftir... Menn taka mótlætinu misjafnlega, en golfið er nú einu sinni þeirrar náttúru að hreyfa við blóðinu í mönnum. Önnur ófærusaga er á þá leið að kylfingur einn ætlaði að freista þess að slá bolta sinn sem lá úti í miðju grunnu vatni á einni brautinni, en rétt hjá var allmikið grjót sem stóð upp úr vatninu. Hann var með lítið göngusett á öxlinni og af því hann var ekki viss hvaða járn hann myndi nota úti í vatninni óð hann berfættur með uppbrettar skálmar út í vatnið og skoð- aði aðstæður með settið á öxlinni. Þegar hann var kominn að kúlunni beygði hann sigur niður að henni með þeim afleiðingum að allar kylfurnar sturtuðust í vatnið. í sömu mund var eins og eitthvað brysti í klofinu. Maðurinn reis bölvandi upp með stóra saumsprettu á viðkvæmum stað og allar kylfurnar út um allt. Eins og þetta væri ekki nóg, stundi maðurinn svo gremjulega; nei... og síminn líka ... Hann sparkaði í það sem var honum næst, en það reyndist vera grjót og maðurinn vera berfættur. Það er ýmislegt sem getur dottið úr vösum manns. Heyrst hefur reyndar sú saga af þekktum spilara sem ætlaði að láta boltann finna af alvöru fyrir því á ein- um teignum. Hann missti algerlega marks og barði vindinn hraustlega, en síminn úr brjóstvasanum skutlaðist hinsvegar nokkra metra fram af teignum, félög- um mannsins til brjálæðislegrar skemmtunar. Og talandi um kunna kylfinga. Þekkt er saga af einum gamalgrónum forstjóra og forföllnum golfara. Hann var með félögum sínum í golfi sem oftar, en í þetta skipti á nýjum velli á höfuðborgarsvæðinu sem þá hafði lengi langað að prófa. Eftir að hafa farið fjóra hringi á níu holu vellinum í ágætis veðri spurðu félagar mannsins hvort hollið ætti ekki að skella sér einn hring í viðbót, já bara einn - og svo væri þetta alveg búið. Nja, sagði gamli forstjórinn ... ætli konan sé ekki að verða svolítið pirruð, ég sagði henni nefnilega að ég færi bara einn hring. Hann benti í átt að bílnum sínum; hún bíður þarna eftir mér... Heyrst hafa sögur af því að kylfingar hafi drepið fugla á flugi yfir golfbrautum. Engin ástæða er til að rengja þær sögur, enda rotast menn auðveldlega af því að fá kúlu í hausinn, hvað þá fuglar. Færri sögur eru þó til af því að kylfingar hafi náð að drepa tré á ferðum sínum um völlinn. Það gerðist þó á kunnum velli norður í landi. Einn kylfingur hafði ratað í nokkur vandræði á einni brautinni og var í þann mund að slá út úr mikl- um karga, innikróaður af nokkuð völdugum aspartrjám. Höggið var óhemju fast og tókst ekki betur til en svo að boltinn stóð fastur í einum trjábolnum, í um eins metra hæð. Boltinn var kroppaður með nokkrum tilfæringum úr bolnum, en heimildir nyrðra herma að tréð hafi aldrei náð sér eftir þetta áfall og stendur fremur rytjulegt við hlið annarra aspa í þessum lundi við eina braut vallarins. Svo er það sagan af manninum sem stóð á iðjagrænni flötinni og var hreint alveg óskaplega að vanda sig, enda var púttið fyrir fugli; fimm metrar, bein leið, ekkert brot. Væg sveiflan hitti boltann á hárréttum stað og stefnan virtist í lagi, já... bara í góðu ... allt þar til eitthvað kom af himnum ofan og hægði á boltanum svo hann stoppaði á barmi holunnar, en hefði ella dottið auðveldlega. Þegar að var gáð var ekki um að villast; fugl hafði skitið á flugi yfir flötinni og hitt þetta líka beint á boltann. Það er ekki að sökum að spyrja, en félagar manns lágu máttlausir í grasinu nokkra stund eftir atvikið. Að lokum er hér saga sem sýnir betur en annað hversu miklar sveiflur geta verið í golfinu. Hún gerist á fjórum síðustu holunum í Holtinu og skrifari hennar er enginn annar en kylfingurinn sem gegnir for- mennsku í félaginu um þessar mundir. Félagi hans var í misjöfnu stuði þennan daginn, en viti menn, á teignum á 17. braut tók hann þetta líka draumahögg og fór holu í höggi. Bravó! Þetta var í litlum takti við skorið á næstu holum á undan sem formaðurinn færði samviskusamlega til bókar - og jafnvel í enn minna samhengi við það sem á eftir fór; á síðustu braut vallarins. Það fór enda svo að formaður félagsins brosti út í annað þegar hann skoðaði síðustu fjórar tölurnar á skorkortinu, en þar voru komnar fjórar síðustu tölurnar í kennitölu hans: 7719. KYLFINGUR 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.