Kylfingur - 01.05.2004, Page 75

Kylfingur - 01.05.2004, Page 75
Stefán Svavarsson, Sagan í tölum Því hefur verið haldið fram að stundum sé áreiðanlegri upplýsingar að finna í bókhaldstölum heldur en í öðrum heimildum. Það átti a.m.k. við um bresku hefðarfrúna sem andmælti því forðum daga að hún hefði eignast son á laun, enda þótti það hneisa, en hins vegar komst upp um málið vegna þess að nákvæmur bókhaldari hennar skráði í bókhaldsbækur útgjöld vegna sonarins. Hvað sem þessu líður þá getur verið fróðlegt að fara yfir tölur í safni klúbbsins og rýna í þær um stundarsakir. Skrifarinn ætlaði sér raunar að komast yfir 70 ársreikninga klúbbsins en varð því miður að sætta sig við að finna aðeins reikningsskil klúbbsins fyrir síðastliðin þrjátíu ár. Kannski leynast eldri reikningar í skjalasafni klúbbsins en þeir komu ekki í leitimar í fyrstu atrennu. Engum dylst, sem með hefur fylgst, að gífurleg aukning hefur orðið í fjölda kylfinga á síðustu ámm. í meðfylgjandi töflu kemur fram að fjöldi félaga í GR var um 350 á árinu 1974 en hann var orðinn tæplega 2000 í árslok 2003. Taflan sýnir auk þess að félagafjöldinn eykst hægt og bítandi allt tímabilið en tvisvar varð hlut- fallslega meiri aukning en á öðrum tím- um. Smákippur kom í fjölda félaga undir lok níunda áratugarins en síðan tvöfaldað- ist fjöldinn á nokkrum árum undir lok tíunda áratugarins, þegar félögum í klúbbnum fjölgaði úr 1000 á árinu 1998 í nærfellt 2000 fimm ámm síðar. Stærsti tekjuliður klúbbsins hefur ávallt verið félagsgjöld og nærfellt allt tímabilið em félagsgjöldin rúmlega helmingur allra tekna. Hefur þá litlu skipt hversu há fé- lagsgjöldin em að raungildi. Þetta kemur fram í næstu tveimur myndum. Önnur sýnir meðalfélagsgjöld verðbætt fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga en frá upphafi til loka tímabilsins, þ.e. frá miðju árinu 1974 til miðs árs 2003, 240- faldaðist verðlag. Hin myndin sýnir hvemig tekjur klúbbsins skiptast eftir tegundum og em allar ljárhæðir á verðlagi ársins 2003. Af myndunum má einnig ráða að tekjur vom að raungildi 12 sinnum hærri í lok tíma- bilsins en í upphafi þess, en á sama tíma 6 faldaðist félagafjöldinn. Það sýnir vel hversu mikil aukning hefur orðið á starf- semi klúbbsins. Greining tekna 160 140 120 100 80 60 40 20 0 ■ Félagsgjöld ■ Vallargjöld ■ Kappleikjatekjur ■ Styrkir ■ Auglýsingatekjur ■ Aðrar tekjur M.kr. (-jptvað aetðist d evientki cjewu) dvið 1934 * Adolf Hitler lýsir sig foringja (fiihrer) Þýskalands og „hreinsar" nasistaflokkinn eftir „nótt hinna löngu hnífa". ■ Rauði herinn í Kína hefur „gönguna löngu". Henry Miller sendir frá sér skáldsöguna Tropic of Cancer. Dollfuss myrtur eftir vaidaránstilraun nasista í Austurríki. Robert Graves gefur út skáldsöguna, „Ég, Kládíus". KYLFINCUR 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.