Kylfingur - 01.05.2004, Page 79

Kylfingur - 01.05.2004, Page 79
Vér finnum hvað lífið oss skipar og býður 70 ára vegferð GR og Olís Það eru sannmæli að á áttunda og níunda áratug 20. aldar hafi Golfklúbbur Reykjavíkur komist á legg eftir erfiðleika í kjölfar flutningsins af Bústaðahálsi í Grafarholt. GR varð eitt öflugasta íþróttafélag Reykjavíkur og festi sig rækilega í sessi á tíunda ára- tugnum. Tengslin við Olís á þessum ámm voru mikil og náin eft- ir að Svan Friðgeirsson varð formaður á aðalfundi GR 17. nóv- ember 1969. Fjölmargir Olís-menn komu að starfmu, uppbygg- ingu í Grafarholti og löngum stundum mátti sjá þar tæki og tól merkt British Petroleum. BP var vörumerki Olíuverzlunar ís- lands til 1976 að Olís kom til sögunnar. Golfbakterían heltók BP- menn sem fylgdu foringja sínum úr Laugamesi. Raunar tók Svan við formennsku af Ólafi Bjarka Ragnarssyni 1967-69, sem á formennskuárum sínum var starfsmaður Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og Skeljungs, en hefur helgað Olís krafta sína allar götur síðan 1984. Og Karl Jóhannsson, landskunnur handknattleikskappi úr KR og landsliðsmaður á ámm áður, tók við formennsku af Svan 28. nóvember 1982. Kalli Jóh eins og kylfingar þekkja hann, vann í tæp tuttugu ár hjá Olíuverzlun Is- lands. Stofnun GR, BP og Héðinn Valdimarsson Saga golfs á íslandi á rætur í Golfklúbbi Reykjavíkur sem var stofnaður 14. desember 1934, þá nefndur Golfklúbbur Islands. Menn fengu ást á hinni tignu íþrótt, golfleiknum eins og fram kemur í tveimur síðustu ljóðlínum óþekkts höfundar í Kylfingi árið 1935: Hann færir oss hamingju, fjörvar vort mál, vér finnum hvaö lífið oss skipar og býður. Hinn nýstofnaði klúbbur tók á leigu sex hektara lands með sumarbústað í Austurhlíðarlandi, skammt frá sundlaugunum í Laugardal. Meðal stofnenda var Héðinn Valdimarsson, stofnandi og forstjóri Ol- íuverzlunar Islands. Héðinn var formað- ur Dagsbrúnar um langt árabil, sat í bæj- arstjórn Reykjavíkur og alþingismaður. Þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Gunnar Guðjónsson, stjómarformaður Olíu- verzlunar íslands í rúm 30 ár, var og meðal stofnenda, fyrsti ritari klúbbsins og heiðursfélagi GR. Raunar vann Gunnar fyrstu golfkeppnina sem haldin var sumarið 1935, flaggkeppni. Fyrir sigurinn fékk Gunnar golfkylfu að gjöf. Að loknu fyrsta starfsári voru félagar 88 og þótti mönnum hafa tekist vel til að ýta skútunni úr vör. Olíufélögin tvö, BP og Shell Héðinn Valdimarsson, forstjóri BP, var meðal stofnenda Golfklúbbs Islands. gáfu bikar í fyrsta höggleikinn á f slandi - olíubikarinn sem keppt var um, um langt árabil. Ónefndur kylfingur orti: Hýrum augum höldar renna heiðursbikars til. Ekki munu eldar brenna öllum þó í vil. Viðveran í Laugardalnum var þó stutt og ári síðar fengu menn land fyrir sex holur í Sogamýri, skammt fyrir vestan skeiðvöll- inn, en það reyndist skammgóður vermir, eins og fram kemur í Kylfingi 1937: En ekki gekk greiðlega að halda því landi því eftir hálfan mánuð hurfu flögg og merki af vellinum í súldveðri og í staðinn komu 20 kýr. Úr rættist þó og klúbburinn fékk 37 hektara lands austan Bú- staðaháls í útjaðri Reykjavíkur. Ingiríður prinsessa íslands og Danmerkur tók völlinn og vallarhús í notkun við hátíðlega at- höfn 1. ágúst 1938. Golfíþróttin hafði fengið sinn vettvang. Upp úr stríðinu teygði byggð í Reykjavík sig til austurs, Hlíð- amar teygðu sig að vellinum og Smáíbúða- og Bústaðahverfi risu austan golfvallarins. Vinsældir íþróttarinnar jukust og árið 1947 voru félagar yfir 200. í ört vaxandi höfuðborg þrengdi að reyk- vískum kylfingum við Bústaðaháls og menn litu til Breiðholts. í september 1956 kemur fram í fundargerð GR að fleiri staðir komu til greina: Formaður gat þess að skipulagsnefnd Reykjavíkur hafi veitt kost á því að úthluta til klúbbsins öðru svæði fyrir golfvöll heldur en áður var fyrirhugað í Breiðholtslandi, Við fyrsta golfskálann í Laugardal. Frá vinstri: Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu, Valtýr Albertsson lœknir, ókunnur, Gunnar Guðjóns- son, stjómarformaður OLIS um áratugaskeið og Gunnlaugur Einars- son, fyrsti formaður GI. KYLFINGUIl 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.