Kylfingur - 01.05.2004, Side 80
Golfskálinn í Grafarholti um 1970.
en það er svæði suð-austan við Grafarholt austan Smá-
landa eða á hæðinni norðan Keldna þannig að velja
mætti um þessa þrjá staði. Stjórnarmeðlimir hafa allir
farið og litið á svæði þessi og er það álit þeirra sem þau
hafa séð, það er allra utan Alberts Guðmundssonar
[knattspyrnukappa, síðar alþingismanns og ráðherra],
að svæði það suð-austan Grafarholts sé við lauslega
athugun heppilegast og fjölbreytilegast og með tilliti til
legu ákjósanlegast fyrir vallarstæðið.
Grafarholtið var komið á dagskrá og skipulagsnefnd úthlutaði
GR 40 hekturum lands í janúar 1957. Á haustdögum kom Nils
Skjöld arkitekt til þess að taka út svæðið. Hann teiknaði golfvöll
og sótt var um fjárfestingarleyfi eins og tíðkaðist fyrir daga Við-
reisnar.
„í óvinnanlegu landi vegna stórgrýtis“
Menn voru stórhuga. Það þurfti meira land og í ársbyrjun 1958
fékk GR 25 hektara til viðbótar. Um sumarið hófust fram-
kvæmdir. Hinn nýi golfvöllur var fjarri byggð, hvorki Breiðholt
né Árbær komið til sögu, vegur austan Elliðaáa afleitur og verka-
menn fengu fæðis- og dagpeninga vegna fjarlægðar frá borginni.
Á stundum þótti mönnum þrítugur hamarinn ókleifur og „surnar
brautir í óvinnanlegu landi vegna stórgrýtis á svæðinu“ svo vitn-
að sé í fundargerð.
Golfklúbbur Reykjavíkur var á þessum árum fráleitt stöndug-
ur, en bjartsýni og ást á íþróttinni hvatti menn til dáða. í ágúst
1961 voru lagðar fram teikningar að golfskála. Verkið var mikið
og erfitt. I júlí 1963, fimm árum eftir að menn höfðu hafist
handa, stóðu vonir til þess að fullgera fyrstu 9 holumai':
Áætlun vallarnefndar er að fullgera fyrstu 9 holurnar hið
fyrsta, þannig að byggja 1,3 og 8 flatirnar endanlega,
Ijúka grjóthreinsun og göngustígum, sá í flatir og flög.
Deilur og blaðaskrif settu þó mai'k sitt á starfið. Klúbbur var
stofnaður á Seltjamamesi og ýmsir félagar GR héldu leiðar sinn-
ar vestur á Seltjamarnes. Tillaga kom fram í stjóm GR um að
„Nesvöllurinn verði innan vébanda GR - samþykkt að skrifa
bréf.“ Ekki liðu margar vikur uns afsvar barst vestan af Seltjam-
amesi. Grafarholtið virtist illvinnanlegt vígi og erfiðleikar gengu
næiri mönnum. Félögum fækkaði og í árslok vom þeir liðlega
200 - svipaður fjöldi og tveimur ái'atugum áður. í ágúst 1964 er
bókað:
Framkvæmdir svo miklar að fjárhagur er vægast sagt
bágborinn. Samþykkt að taka lán til greiðslu skulda og
svo unnt sé að halda áfram framkvæmdum sem nú eru í
gangi.
Þrátt fyrir mótbyr létu menn ekki árar í bát og gáfu hugarflug-
inu lausan tauminn uni úrlausnir. Tillaga kom fram um að reisa
söluskála í anda Nestis og leita samstaifs við olíufélögin. Af því
varð ekki og mönnum miðaði áleiðis þrátt fyrir andstreymið.
Framkvæmdir hófust við skálann. Árið 1965 var landsmót hald-
ið á Grafarholti og leikið á 12 holurn. Menn vildu athygli fjöl-
miðla en nutu lítillar. Þannig var vonast að hinn þjóðkunni
útvarpsmaður, Sigurður Sigurðsson, mætti á svæðið til þess að
lýsa frá mótinu, en tekið fram í fundargerð að hann þyrfti að æfa
sig fyrirfram við að lýsa golfi. íþróttin var mörgum framandi.
7H KYLFINGUR