Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 81
Þrírfyrrv. formenn Golfklúbbs
Reykjavíkur og starfsmenn Olís
um áratuga skeið.
Frá vinstri: Olafur Bjarki
Ragnarsson, Svan Friðgeirsson
og Karl Jóhannsson.
Fyrsta högg niður fyrir veg!
í mars 1965 varð Önundur Ásgeirsson, forstjóri BP, félagi í
Golfklúbbi Reykjavíkur og um haustið var Svan Friðgeirsson,
stöðvarstjóri BP í Laugamesi, samþykktur í klúbbinn. Tilviljun
réð að Svan átti leið upp í Grafarholt haustið 1965. „Ég var í
vandræðum með rússneskan skipstjóra og þurfti að ná tali af Ön-
undi. Hann var þá á fyrsta teig í Grafarholti með Emi Guð-
mundssyni skrifstofustjóra BP. Þeir höfðu slegið, en satt best að
segja ekki langt, svo ég sagði: Látið mig fá kylfu, sló bylmings-
högg niður fyrir veg - mun lengra en þeir félagar sem litu for-
viða á mig,“ segir Svan. Hann var þó ekki alveg ókunnur golf-
íþróttinni því drengur á Akureyri hafði hann þjónað sem „kaddí“
en aldrei spilað þó augljóslega fengið tilfmningu fyrir sveiflunni.
Höggið tendraði golfbakteríu í Svan og hann var skráður félagi
í september 1965. „Golfið tók mig heljartökum,“ segir hann og
þeir sem þekkja Svan vita að þar fer eldhugi. I olíustöð BP í
Laugamesi leið ekki á löngu uns Svan var farinn að „tía“ bolta
sem fóru í tignarlegum sveig í átt að olíutönkunum. Bakterían
var komin á kreik og BP-menn í öllum deildum smituðust. Og
jafnvel þeir sem ekki slógu bolta af mikilli list, tóku þátt í félags-
starfi GR. Sveiflan var Svan í blóð borin. Hann vann nýliða-
keppni að hausti.
Óli Kr. Sigurðsson, eigandi og forstjóri Olís, að afhenda verðlaun á
árum áður. Björgúlfur Lúðvíksson, fyrrv. framkvœmdastjóri GR, honum
til aðstoðar.
„Aðaldriffjöður klúbbsins“
Þegar á unga aldri hafði Ólafur Bjarki, sem er jafngamall
klúbbnum og hafði verið sendill hjá Héðni Valdimarssyni í BP,
komist í snertingu við golf á vellinum við Bústaðaveg. Fjórtán
ára hóf hann að sveifla kylfu og árið 1950 fékk hann undanþágu
til þess að verða félagi. Tveimur árið síðar tók hann þátt í lands-
móti. Um tvítugt var hann prímus mótor í stjóm klúbbsins, for-
maður kappleikjanefndar og í janúar 1956 er bókað í fundargerð
að hann sé „aðaldriffjöður klúbbsins“.
Framkvæmdir í Grafarholti höfðu gengið nærri klúbbnum. GR
naut ekki sömu fyrirgreiðslu og önnur íþróttafélög í Reykjavík.
Olísmennimir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson á góðri stund í
Grafarholti. Til hœgri er Júlíus heitinn Júlíusson.
Aðalfundur í apríl 1967 fór í umræður um „afleita fjárhagsstöðu
sem flutningar í Grafarholti“ höfðu leitt af sér og erfiðlega gekk
að koma saman stjóm. Nefnd var skipuð til þess að fara í gegn
um fjármál klúbbsins. í henni vom Vilhjálmur Ámason, Jóhann
Eyjólfsson, Sveinn Snorrason, Erlendur Einarsson og Ólafur
Bjarki.
Nefndin kom saman til nokkuma funda og á framhaldsaðal-
fundi 13. apríl 1967 var Ólafur Bjarki kosinn formaður GR.
„Starf okkar fólst í því að komast til botns í fjármálum klúbbs-
ins. Það fólst mikil vinna í að koma bókhaldi í lag en áfram var
unnið að uppbyggingu vallarins og klúbbhússins,“ segir Ólafur
Bjarki. í fundargerð 13. desember 1967 kemur fram að „almenn
KYLFINGUIi 79