Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 83

Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 83
Slíkt var þakklætið til herforingjans úr Laugarnesi að hann var sæmdur guiimerki með lárviðarsveig. Svan er eini maðurinn sem ber slíkt merki. Auðvitað var stöðug glíma við erfiða fjárhagsstöðu. Dýrtíðin - verðbólgudraugurinn gerði illilega vart við sig eftir Viðreisn. Skálinn var auglýstur á uppboð, en greiðslubyrði lána þung og heimtur á félagsgjöldum lélegar. Svan vísaði frá sér öllum hug- myndum um gjaldþrot eða stofnun hlutafélags um skálann. Það kom ekki til greina. Landnám á Korpúlfsstöðum á þessum árum átti eftir að marka þáttaskil í sögu GR. Svan Friðgeirsson fór með Ólafi Þorsteins- syni og Guðmundi Ófeigssyni strandlengjuna frá Kollafirði inn í Leirvoginn. Þeir skoðuðu Korpúlfsstaðaland og Gufunes, Viðey og raunar suður fyrir Reykjavík alla leið á Alftanesið. Ári síðar voru brautir slegnar í landi Korpúlfsstaða. Níu holur til æfinga. „Brautimar voru ekki á sama stað frá ári til árs og við glímdum við hestamenn sem töldu gengið á sinn rétt enda afnot óljós. En mjór er mikils vísir og það átti eftir að sannast,“ segir Svan um landnámið, en tekur þó fram að hann hafi verið hrifnastur af Við- ey og sé enn! Norðurlandamót og silungur í tjörn Athygli vakti nýjung á 17. braut, en á stjómarfundi 20. ágúst 1973 var bókað: Feðgarnir á Laxalóni, Ólafur Skúlason og Skúli Pálsson, gefa regnbogasilung ítjörnina við 17. braut. 1 tonni sleppt — veiðileyfi til sölu. Fram kom að landbúnaðarráðuneytið mótmælti bjargræðinu, en Skúli heitinn hafði átt í harðri glímu við ráðuneytið sem hafði bannað að silungi yrði sleppt í ár og vötn. í október '73 var Skúla veitt heiðursmerki GR fyrir hina höfðinglegu gjöf en tekjur af veiðileyfum námu 100 þúsund krónum. Ári síðar vom uppi áform að sleppa silungi í vatnið, en fallið frá því vegna vatns- leysis, en silungi var sleppt í nokkur ár. Árið 1974 var Norðurlandamót haldið í Grafarholti. Það voru að sönnu tímamót og því mátti þakka: Stórafrek hafi verið unnin [á velli og skála] og hægt að bjóða upp á góðan 18 holu golfvöll. Á aðalfundi í árslok 1972 lét Svan af formennsku, en stjómaði vallamefnd nánast samfellt í 20 ár. I fundargerð frá 15. desember 1974 kemur fram að unnin hafi verið „kraftaverk á húsi og velli“. Vallarframkvæmdir mjög miklar, uppbyggðir nýir teigar og flatir, brautir hreinsaðar og lagfærðar - sjálfboða- vinna mjög mikil. Skáli mætti teljast fullkláraður en ugg- vænlegt hve félögum hefði fækkað. Á skömmum tíma hafði orðið bylting á vellinum í Grafarholti og samdóma áht er að Svan Friðgeirsson hafi verið maðurinn á bak við „stórafrek og kraftaverk". Félagslega var klúbburinn við- kvæmur þó hægt og sígandi miðaði upp á við. Árið 1973 borg- uðu 298 félagsgjöld, en 99 vom strokaðir út af skrá enda í van- skilum. Nýir félagar vom 44, svo þeim hafði fækkað um 55. Gullmerki með lárviðarsveig Slíkt var þakklætið til herforingjans úr Laugamesi að hann var sæmdur gullmerki með lárviðarsveig. Slík viðurkenning hafði einstaklingi aldrei verið veitt. Árið 1976 tók Svan á ný við for- mennsku í eitt ár og sat Ólafur Bjarki með honum í stjóm. Árið 1974 vom þeir Svan og Ólafur Bjarki sæmdir gullmerki Golf- sambands Islands. Þau stórmerki gerðust árið 1980 að Svan var ekki kjörinn í vallamefnd en ekki leið á löngu uns stjóm ræddi að „mörg brýn verkefni væm óunnin á völlunum." Leitaði stjóm- in til Svans um að snúa aftur sem hann gerði og bókað að „enda hafi hann óskorað vald í þeim efnum“. Svan tók við formennsku á ný árið 1981 þegar kosið var milli hans og sitjandi formanns, Magnúsar Jónssonar. Karl Jóhanns- son settist í stjóm með félaga sínum í Olís svo og þeir Ragnar Ólafsson - Bjarka Ragnarssonar og Geir Svansson Friðgeirsson- ar. Enn sannaðist að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni - báðir kylfingar í fremstu röð og dyggir Olís-menn. Svan gengdi emb- ættinu til ársloka 1982 og var drifíjöður vallamefndar framundir 1990 og starfsmaður GR í tvö ár. Korpúlfsstöðum úthlutað til GR Landnámið á Korpúlfsstöðum reyndist mikið gæfuspor og þann 6. júní 1981 var samþykkt í stjóm GR að sækja um „afnota- rétt að Korpúlfsstöðum fyrir 9 holu völl, a.m.k. til næstu ára“ og að ári fékk klúbburinn svæðinu úthlutað. Nú er þar einn glæsi- legasti völlur landsins. Sama ár fór Evrópumeistaramót unglinga fram í Grafarholti. Enn einn vitnisburðurinn um að Golfklúbbur Reykjavíkur var „kominn á kortið“. Þann 28. nóvember 1982 tók Karl Jóhannsson við formennsku af félaga sínum hjá Olís. Kalli Jóh var þjóðþekktur handknatt- leiksmaður í KR og landsliðsmaður - íþróttamaður af guðs náð. Trésmiðurinn komst fyrst í kynni við golfið seint á sjötta ára- tugnum. „Eg vann við að reisa raðhús í Hvassaleiti og golfvöll- urinn var vestan við hina nýju byggð. Mér fannst kostulegt að sjá menn sveifla kylfu og slá bolta um víðan völl. Hafði í nógu að snúast að koma þaki yfir höfuðið og kasta bolta. En forvitnin var vakin,“ segir Kalli í samtali við söguritara. Hann fiktaði við að slá hvíta boltann og baktenan blossaði upp ekki löngu síðar. Kalli er liðtækur kylfingur - eins og þeir félagar Ólafur Bjarki og KYLFINGUli HI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.