Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 87
Það er æði algengt að menn missi út úr
sér heimskulegar athugasemdir úti á golf-
vellinum rétt eins og á öðrum keppnisvöll-
um lífsins. Fræg eru til dæmis orð íþrótta-
fréttamannsins sem sagði í þann mund
þegar úrslitaleikur í beinni útsendingu
sjónvarps var að hefjast; jæja, þá er ekki
eftir neinu að byrja ... Starfsfélagi
mannsins bætti reyndar um bemr og sagði
af sama tilefni; þá er klukkan orðin
fimmtán mínútur yfir og aðeins tíma-
spursmál hvenær hún verður meira ...
Ummælin sem falla á golfvellinum
eru af öllu tagi. Kunn er sagan af mannin-
um sem stóð ásamt félaga sínum á teign-
um og sagði spekingslega; vá, þetta hefði
verið flottur bolti ef ég hefði séð hann ...
Boltmn rullar
veí an pess að
stoppa
- af misgáfulegum
ummælum í hita og
þunga leiksins
I beinum lýsingum frá keppnismótum
heima og erlendis hafa líka vaxið málblóm
sem eru alla vega að sköpulaginu. Má þar
nefna eftirfarandi setningu; þetta er feiki-
Iega góður bolti hjá honum, en höggið
Iendir illa...
Stundum er við hæfi að viðhafa
meiri nákvæmni í lýsingum en alla jafna,
svo sem sjá má af eftirfarandi ummælum:
hér sést Emie Els taka púttið, með pútt-
ernum sínum...
• •
Ollu meiri nákvæmni í beinni lýsingu
frá lokadegi stórmóts úti í heimi verður
vart fundin, eða hvað? Hér kemur ein af
þessum tímamóta yfirlýsingum - og það er
ekki laust við að lesendur geti heyrt hvíslið
í þulnum; mér sýnist hann nota sjöuna ...
já, sem er jám númer sjö ...
Beinar lýsingar frá stórmótum ytra
eru himnasending í lífi golfáhugamanna
hér á landi - og það er ekki laust við að
ánægjuhrollur hríslist um menn þegar enn
eitt mótið hefst á iðjagrænum völlunum
austan hafs og vestan. Ekki saka svo setn-
ingar á borð við þessa þegar út á völlinn er
komið; þetta er óskabyrjun hjá
Montgomery, enda þótt höggið hafi mis-
tekist...
Veðurlýsingar í golfinu eru
mikilsverðar, enda leikur veðrið stórt hlut-
verk í þessari heillandi íþrótt sem tengist
náttúmnni sterkari böndum en mörg önnur
keppnisgreinin. Hér kemur dæmi úr veður-
lýsingu sem heyrðist sögð í beinni útsend-
ingu frá einu Landsmótanna fyrir nokkrum
ámm; það er mikill hliðarvindur á
brautinni, en annars er logn ...
Og gaman hefði verið að horfa á lýsand-
ann sem lét eftirfarandi veðurlýsingu út úr
sér þegar leikar vom nokkuð famir að æs-
ast; þetta er sko mót í lagi, sól í heiði og
keppendur sömuleiðis...
Oft fara lýsendur nokkuð langt fram úr
sér þegar þeir ætla að leiða áhorfendur inn
í leikinn. Dæmi um það er eftirfarandi um-
sögn; það heyrist vel hvað áhorfendur
halda niðri í sér andanum ...
Af sama toga em eftirfarandi ummæli,
sem em í eðli sínu svo falleg að hlustendur
og áhorfendur hafa efalítið komist við;
þvílík þögn á vellinum, hér mætti finna
saumnál detta...
Eitt af einkennum allra góðra golfara er
að fylgjast með sveiflu meðleikara sinna,
að ekki sé talað um sveiflu bestu kylfinga
heims sem sjást iðulega á skjánum heima í
stofu. Þá er ekki ónýtt að hafa sérfræðinga
í hljóðstofu sem láta eitthvað á þessa leið
út úr sér; þetta er sérstök sveifla, sjáðu -
hann vindur alveg upp á sig ... og svo úr
sér...
Svo em kylfingar náttúrlega misjafn-
lega stemmdir úti á vellinum eins og allir
þekkja, jafnvel sjálfir snillingamir sem
stundum detta í einhverja vitleysu og geta
ekki undið ofan af henni. Um svoleiðis
menn er hægt að segja eftirfarandi; þessi
maður á ekki að spila golf, ekki í dag að
minnsta kosti...
Mikilvægt er fyrir menn að lýsa
staðháttum úti á vellinum og velta vöngum
yfir því hvar best er að setja boltann. Hér
kemur nauðsynleg athugasemd sem menn
geta lært nokkuð af; þetta er erfið glom-
pa, ein sú erfiðasta á vellinum, en samt
ekki á vondum stað ...
Þar höfum við það. Ekki ónýtt að vera
með svona jákvæðum spilara í holli.
Sum ummæli eru einhvemveginn svo und-
arleg í eðli sínu að hægt er að skilja þau á
alla vegu. Hér kemur gott dæmi; boltinn
rúllar vel án þess að stoppa...
Af þessum misgáfulegu athugasemdum
má ljóst vera að menn em oft með hugann
við eitthvað allt annað en orðfæri sitt þegar
þeir hugsa um golf, hvað þá þegar þeir
leika það. Og er hér við hæfi í lokin að
minna á algengustu ummæli kylfinga að
loknu teighöggi; djöööööööfullinn ...
KYLFINGUR 85