Kylfingur - 01.05.2004, Page 89
Þorsteinn Suörfuður Stefánsson
landsdómari og einn af helstu
sérfræðingum landsins í golfreglum
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, lækn-
ir og félagi í GR, hefur verið áberandi
dómari í golfmótum í rúm tuttugu ár.
Hann er með alþjóðleg dómararéttindi og
er yfirleitt fenginn til að dæma í öllum
stærri mótum sem haldin eru hér á landi.
Hann er sérfræðingur í golfreglum og hefur
kynnt sér þær niður í kjölinn og er aldrei komið
að tómum kofanum hjá honum varðandi reglur
og dóma. I mörg ár hefur hann verið með fastan
dálk í Kylfingi þar sem hann kynnir þær breytingar
sem orðið hafa á golfreglum og tiltekur einnig
nýjungar. Þorsteinn er með sinn þátt á vísum stað í
þessu blaði, en nú er kominn tími til að kynnast
manninum á bak við reglumar.
„Kylfingar
eiga alltaf að
muna að golf
er leikur“
Þorsteinn, mér skilst að þegar þú kemur heim með fjölskyldu
þína frá Svíþjóð þar sem þú starfaðir þá varstu kominn með
dómararéttindi og hafðir verið að dæma í Svíþjóð?
„Það er rétt, ég kynntist golfinu fyrst í Gautaborg árið 1974, en
þar bjó ég ásamt fjölskyldu minni. Ég sá auglýsingu þar sem
verið var að óska eftir fólki í golfklúbb, sem var rétt utan við
Gautaborg. Ég fór og kynnti mér málið og sá strax að þetta var
tilvalin íþrótt fyrir fjölskylduna. íþrótt sem ekki útheimtir hraða,
átök eða skyndiákvarðanir, heldur íþrótt sem byggist á undirbún-
ingi og skipulagningu og ekki síst, íþrótt fyrir alla á öllum aldri.
Það varð úr að fjölskyldan gekk í þennan klúbb og vorum við þar
í átta ár og vomm þar mikið á sumrin eftir að við fluttum heim.
Það æxlaðist svo að ég var fljótt fenginn til að starfa að unglinga-
staifi innan klúbbsins og um tíma var ég einnig í stjóm klúbbs-
ins, sem hét Stannum GK, en heitir nú Stora Lundby GK
Þegar við svo komum heim þá var ekki um annað að ræða að
halda áfram og gengum við fyrst í Keili, aðallega vegna þess að
eini kylfingurinn sem ég þekkti var Knútur Bjömsson læknir.
Viðveran var stutt þar. Þar sem við bjuggum í Breiðholtinu kom
það að sjálfu sér að við sóttum um inngöngu í Golfklúbb Reykja-
víkur.
Fljótt eftir að ég gekk í GR falaðist Magnús Jónsson, sem var
fonnaður 1979, eftir því að ég gengi í stjóm klúbbsins. Ég sam-
þykkti það og starfaði í stjóm í sex ár. Auk Magnúsar voru Svan
Friðgeirsson og Karl Jóhannsson formenn meðan ég var í stjóm.
I Svíþjóð fékk ég strax mikinn áhuga á reglum í golfi og tók
þar dómarapróf. Þegar ég kem svo heim er ég fljótt fenginn til að
vera dómari eftir að ég gekk í Golfklúbb Reykjavíkur. Ég var síð-
an að dæma í mörgum mótum á vegum GR auk þess sem ég var
beðinn að halda dómaranámskeið, ásamt Kristjáni Einarssyni, á
KYLFINGUR 87