Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 92

Kylfingur - 01.05.2004, Qupperneq 92
eða ekki. Refsingin getur falið í sér að tiltekinn leikmaður sé settur leikbann í einhvem tiltekinn fjölda kappleikja. Þyngsta refsingin er sú að ef um alvarlegt brot á siðareglum er að ræða þá má nefndin vísa leikmanninum frá keppni. Ef á að framfylgja refsingu á siðareglum þá verður að vera starfandi mótanefnd við hvert mót. Það er ekki á valdi eins dómara að ákveða refsingu fyrir brot á siðareglum.“ Hreyfmgarlaust golf Þorsteinn hefur veríð einn harðasti fylgismaður þess að golf skuli leika hreyfingaríaust. Ekki hafa allir veríð á eitt sáttir með afstöðu þína íþessum málum. Oftar en ekki hefég heyrt nafn þitt nefrit þegar meðspilarar eru að bölsóttast um að völlurinn þoli ekki að leikið sé á honum hreyfingarlaust? „Jú mikið rétt. Ég hef orðið var við þessa umræðu svo ekki sé sagt meira. Staðreyndin er sú að það á að leika golf hreyfingar- laust. Ég hef skrifað um að golf eigi að vera hreyfingarlaust. Ég hef talað um það og hef alltaf verið tilbúinn að skýra mál mitt þegar þess er óskað, vegna þess að reglumar segja að leika eigi golf hreyfmgarlaust. Þegar ég fyrst fór að leggja mig fram um að láta leika golf hreyfingarlaust þá hafði verið stöðugt kvabb og leiðindi í mótum vegna þess að alltaf var verið að kalla í dómara og hann spurður: Er ég á braut? Það var ekki alltaf augljóst. Og að kalla til dómara til að dæma um það hvort bolti er á braut eða ekki er algjör vitleysa eins og allir hljóta að sjá. Þetta gerðu leik- menn eingöngu vegna þess að á braut mátti færa boltann en ekki utan brautar. Þegar ég hóf áróður fyrir hreyfingarlausu golfi fékk ég að Þorsteinn Svörfuður fór til Orlando í vor til að leika golfog er mynd þessi tekinn afhonum að hita uppfyrir hringinn. heyra ýmsar athugasemdir, en þær athugasemdir heyrast ekki mikið í dag. Það var minn klúbbur, Golfklúbbur Reykjavíkur, sem var með þeim fyrstu sem ákvað að stíga þetta skref og það á Grafarholtsvelli, þar sem brautir eru ekki þær sléttustu. Aðrir klúbbar fylgdu svo í kjölfarið. Þegar leikið er hreyfingarlaust golf þá þarf að merkja gmnd á þá staði á brautunum þar sem boltinn getur fengið óréttláta legu. Þetta kostaði og kostar enn mikla undirbúningsvinnu fyrir hvert mót. Ég er samt sannfærður um að þarna var breytt rétt og ég er viss um að þessi regla hefur gert það að verkum að klúbbamir setja meiri metnað í að hægt sé að leika brautirnai' hreyfingarlausai- svo öllum líki. Ef leika á hreyfmgarlaust golf þá er það krafa klúbbfélagans að brautimir séu í lagi. Aður fyrr var kannski ekki litið alvarleg- um augum á kvörtun um að holur væru á brautum hér og þar. Kylfingar gátu fært boltann. Nú þegar ekki má færa boltann á braut ber klúbbstjómum eða vallamefndum að taka slíka kröfu alvarlega. Það er mjög áberandi í Grafai'holtinu hvað rnikið hef- ur verið lagt í undanfarin ár að laga og bláu hringjunum fækkai' stöðugt." Fákunnátta og kœruleysi Núfer hluti aftíma þínum í golfinu í dómarastörf á sumrin. Er ekki þreytandi að vera alltafað hlusta á kylfinga, sem sjálf- sagt þekkja reglumar vel, vera samt að kalla á dómara til aðfá úrlausn? „Það er ekkert eðlilegra en að kalla til dómara komi upp vafa- mál og að sjálfsögu reyna kylfingar að ganga eins langt og þeir mögulega geta þegar reglur em annarsvegar. f hita leiksins koma upp ýmis vandamál sem menn em ekki sammála um. Ég mæti á staðinn og passa mig að vera ekki að rökræða við keppendur, heldur ákveð eins fljótt og ég get hvað eigi að gera samkvæmt reglum. Svo er það staðreynd að stundum er farið of langt í að fá lausn án vítis. Það sést í Grafarholtinu hvað varðar grjótið. Það er til regla um færslu grjóts og dómar í slíkum málum. Hefur áhersla verið lögð á að kynna félögum í GR þessa reglu. Það má færa gijót hversu stórt sem það er svo fremi það sé ekki niður- grafið og færslan tefji ekki leik. Sé grjótið niðurgrafið þá má ekki færa það, nema hægt sé að lyfta því létt og auðveldlega. í Graf- arholtinu er alltof mikið af sárum eftir grjót sem hefur verið rifið upp og fært. Það versta sem dómari getur lent í er að þurfa að vísa keppend- um frá keppni vegna fákunnáttu. Það kemur iðulega fyrir. Ég er ekki að tala um kæruleysi sem meðal annars felst í að gleyma að skrifa undir kort, þeir hinir sömu eiga ekkert annað skilið en að vera vísað úr keppni. Ég er að tala um heiðailegt fólk sem hefur ekki kynnt sér reglumar nógu vel, spyr kannski næsta mann ráða, fær ranga ráðleggingu sem í versta falli getur kostað það að vísa verður viðkomandi frá keppni. Þetta er aðeins hægt að forðast með því að kunna reglumar. Eftirminnileg atvik Eru ekki einhver eftirminnileg at\’ik sem þú hefur lent í á löng- um dómaraferli? „Það em alltaf að koma upp óvænt atvik. Sum em eftirminni- leg, önnur ekki. Ég man sérstaklega eftir tveimur atvikum í alþjóðlegum mótum sem haldin voru á Grafarholtsvelli. í bæði skiptin vom það Dani og Frakki sem vom í holukeppni. Annað tilfellið var í leik þessarra þjóða í Evrópukeppni unglinga og var þetta síðasta hollið og ljóst að úrslit myndu ráðast í þessum leik milli þjóðanna. Þegar komið var á 18. braut þá slær Daninn sitt annað högg og boltinn lendir alveg við stöngina. Eftir höggið kallar Frakkinn til Danans og segist hafa átt að slá fyrst. Hann 90 KYLFINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.