Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 98

Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 98
Kappleikjasumarið 2004 Agœtu kylfingar. Framundan er spennandi keppnissumar, mörg spennandi og fjölbreytt mót í öllum stærðum og gerðum. Undanfarin tvö ár höfum við reynt að stilla mótin þannig af að ræst sé út af öllum teigum, var þessi tilraun gerð til að spara mannskap og einnig að takmarka keppnispil á viðkomandi velli, t.d. allir ræstir út kl. 9 þannig að leik ljúki um kl. 13.30 og völlurinn þá laus fyrir alla þá sem ekki vilja fara í mót, gafst þetta form einstaklega vel fyr- ir starfsmenn og klúbbinn, en því miður þá eru kylfingar vanafastir og vilja byija á 1. teig og enda á 18. flöt. Nokkuð hef- ur borið á kvörtunum vegna þessa og sjáum við okkur því ekki annað fært en að draga úr notkun á þessu sérstaka leikformi. Það sem hefur breyst í áranna rás er að nú hefjast opnu mótin miklu fyrr en vanalega, t.d. eru 3 opin mót í maí og er það nýlunda en vonandi taka kylfingar vel í þessa nýbreytni. Fjöldi móta er svipaður og síðustu ár, en því er ekki að leyna að ásókn fyrirtækja í svokölluð boðsmót hefur aukist og er mik- il pressa á klúbbnum að fækka opnum mótum og taka upp þessi boðsmót, gefa þau oft á tíðum meira af sér í kassann heldur en venjuleg opin mót, einnig er meiri veitingasala þeim fylgjandi, því allt gengur þetta út á að afla fjár til reksturs klúbbsins án þessa að hækka árgjöld sem að neinu nemur. Vonandi styðja kylfmgar okkur í að halda venjulegum golfmótum áfram með aukinni þátttöku í opnum mótum sem og innanfélagsmótum. Eins og allir vita þá er forgjöf eitt allra viðkvæmasta mál kylfinga, sú regla verður tekin upp í sumar, að allir sem vinna til verðlauna verða að sýna og sanna sína forgjöf áður enn verð- launaafhending fer fram. Einnig verða kylfingar að virða það að verðlaunafhending fer vanalega ekki fram að loknu móti, t.d. í opnum mótum, bæði á eftir að sannreyna allar forgjafir verð- launahafa, komið kannski langt fram á kvöld, og allir famir heim, enn að sjálfsögðu verður reynt að hafa afhendingu þar sem hægt er að koma henni við, t.d. í Opna GR. Meistaramót GR er orðið líklega stærsta einstaka mót í Evrópu vegna fjölda þátttakenda og verður jafnvel brugðið á það ráð að takmarka þátttöku ef fer fram sem horfir. í fyrra tóku um 440 manns þátt í mótinu, reynt verður að sjálfsögðu að koma öllum meðlimum GR fyrir sem vilja leika í þessu móti, en það em tak- mörk á öllu. Með ósk urn gott keppnissumar. F.h. kappleikjanefndar, Jón P. Jónsson Lexus Cup golfmótið hefur verið haldið á Grafar- holtsvelli undanfarin Ijögur ár. Mótið hefur skipað sér sess sem glæsilegasta opna mótið sem haldið er á landinu ár hvert. Ræst er út af öllum teigum á föstudagsmorgni kl. 9:00. Lexus býður öllum þátttakendum uppá glæsilegar teiggjafir og svo veitingar meðan á móti stendur og eftir mót. Sigurvegumm síðastliðins árs var boðið á lokað golfmót á hinu stórglæsilega Tumberry hóteli í Skotlandi. Leikið var á tveimur glæsilegum völlum við hótelið, Ailsa, þar sem British Open var haldið árin 1977,1986 og 1994, og Kintyre vellinum, sem er nýr glæsilegur völllur, hannaður af Donald Steel. Kintyre völlurinn, er einn af úrtökumótavöllunum fyrir British Open í ár, en það verður leikið á Troon vellinum. Á stærri myndinni em f.v.: Hans Henttinen, framkæmdastjóri Nevada Bob, Reynir Vignir, endur- skoðandi R Samúelssonar, Jóhann Friðbjömsson, einn af eigend- um Nevada Bob og Bjöm Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs P. Samúelssonar. Á minni myndinni em f.v.: Klemenz Sæmundsson, Láms Blöndal, Jónas Ólafsson ásamt Bimi, sem ber veg og vanda að skipulagningu þessara glæsilegu golfmóta Lexus. 96 KYLFINGUIi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.