Kylfingur - 01.05.2004, Síða 100

Kylfingur - 01.05.2004, Síða 100
VELDU retta| BOLTANN Þú ferð í golfverslun og við blasa ótal tegundir golfbolta. Allir eru þeir eins í laginu, hvítir og kúlulaga. En hvernig veistu hvaða golfbolti hentar þér best? Þú getur valið bolta sem fer langt, bolta sem snarstoppar á flötunum, bolta sem er ódýr eða einfaldlega bolta sem er bara flottur. En ertu að velja bolta sem er réttur fyrir þig og ef ekki, hvernig myndi sá bolti hjálpa þér út á velli? 1: Tveggja-hluta harðir lengdarboltar (e. Two-piece distance) Dæmi: Top-Flíte XL, Plnnacle Gold KOSTIR: Þeir mynda mjög lítinn snúning svo að slæmu höggin sem snúast til hægri eða vinstri verða ekki jafn slæm og þau hefðu verið með boltum sem snúast meira. Ysta lagið er mjög hart sem þýðir að þeir fljúga með hærra ferli og hentar það aðallega byrjendum. Þar sem ysta lagið er hart þá er það sterkara og boltinn endist því lengur (nema þú týnir honum!). Þeir eiga að fara lengra vegna þess að þeir rúlla meira. Yfirleitt ódýrir. GALLAR: Minni snúningur þýðir að þú hefur minna vald í kringum flatirnar. Kylfingar með hæga sveiflu geta átt í erfiðleikum með að slá hátt, því að þeir snúast minna og snúningurinn hjálpar slíkum kylfingum að hækka boltaflugið. Tilfinningin með þessum boltum er yfirleitt hörð sem er ekki ákjósanlegt þegar púttað er. Erfitt er að stjórna lengdum á stuttum vippum í kringum flatirnar. ( HENTA: ■ Háforgjafarkylfingum sem eiga það til að sveifla hratt og slá skakkt og óstöðugt. ■ Kylfingum sem leita að góðum kaupum og bolta sem endist lengi. ■ Á haustin og vorin þegar flatirnar eru hægar. ■ Kyifingum sem telja sig hagnast á því að fórna mýkt fyrir meiri högglengd. V_________________________________________________________________J Það eru til hundruðir golfbolta á markaðnum og það er mjög erfitt að velja þann rétta. Til þess að auðvelda þér lítillega valið ákváðum við að brjóta golfboltamarkaðinn niður I fjóra flokka og fjalla um kosti og galla hvers flokks. 2: Tveggja-hluta lágpressuholtar (e. Two-piece low compression) Dæmi: Dunlop LoCo, Maxfli Noodle, Titleist PTS SoLo KOSTIR: Lág pressa getur lengt högg frá þeim sem sveifla á eða undir meðalhraða. Þeir mynda lítinn snúning sem líkt og með boltana hér á undan, gerir höggin nákvæmari (minni snúningurtil hægri og vinstri). Aðeins mýkri tilfinning en með hörðu lengdarboltunum sem er þægilegt á og í kringum flatirnar. GALLAR: Þrátt fyrir að þessir boltar virki mýkri en lengdarboltarnir þá mynda þeir ekki meiri spuna þar sem innri kjarninn er álíka harður. Því er jafn erfitt að láta þá stoppa snögglega á flötunum. HiNTA: ■ Mið- og háforgjafarkylfingum sem vilja slá lengra en ekki fórna mýkt í kringum flatirnar og góðri tilfinningu með pútternum. ■ Kylfingum sem tíma ekki að eyða miklu í golfbolta en vilja samt ágætis gæði. V____________________________________________________________) 98 KYLFINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.