Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 105
Bragi Halldórsson, Porsteinn S. Steingrímsson, Ríkarður Pálsson.
Magnús Ingi Magnússon, Stefán Már Stefánsson, Alfreð Brynjar Kristinsson.
Hjördís Ingvadóttir, Sigríður Th. Mathiesen, Ragnhildur Sigurðardóttir en hún tók við
verðlaunum fyrir Kolbrúnu Stefánsdóttur.
Hrafnhildur Einarsdóttir, Kristín Rós Kristjánsdóttir, Guðbjörg Kristín Gunnarsdóttir.
Ragnar Einarsson, Sigurður Pétur Oddsson, Snorri Páll Ólafsson.
Gunnvör Porkelsdóttir, Sandra Júlía Bemburg, Hanna Lilja Sigurðardóttir.
Gleypti 28 golfbolta
Breskur dýralæknir varð heldur betur undr-
andi er hann fann 28 golfbolta í maga
þýsks 18 mánaða gamals shepherd-
hunds. Eigandi hundsins hafði haft miklar
áhyggjur af því að hundurinn var hættur
að éta og því var farið með hann til dýra-
læknis í Manchester og þá kom meinið í
Ijós.
Hundaeigandinn Mike Wardrop fór dag-
lega út að ganga með hundinn nærri Dids-
bury golfvellinum, sem er norðvestur af
Manchester. Hundurinn var vanur að gera sér
að leik að sækja golfbolta út á völlinn og færa eig-
anda sínum. Hundurinn átti það til að koma með nokkra
golfbolta í kjaftinum í einu og lék sér að þeim. „Ég hafði ekki nokkra hugmynd um að
hann gleypti boltana líka," sagði Wardrop, sem starfar sem barþjónn í Manchest-
er. Þegar hundurinn var hættur að vilja éta og blóð kom upp úr honum ákvað War-
drop að fara með hann til dýralæknis. Ekki þurfti að taka röntgenmynd því dýra-
læknirinn sá strax og heyrði að einhverjar harðar kúlur væru í maga hundsins. Fljót-
lega uppgötvaðist að þetta væru golfboltar. „Við veðjuðum um hve margir boltar
væru í maga hundsins, og taldi ég að 11 boltar væru þar. Við vorum því mjög undr-
andi þegar 28 golfboltar komu úr maga hans," sagði Wardrop.
Golfboltarnir 28 vega samtals 6 pund, eða 2,7 kg.
Hola í höggi af 360 m færi
Enskur áhugakylfingur komst í metabækurnar í fyrrasumar er hann fór holu í höggi
á 360 metra langri par-4 holu og er þetta lengsta höggið á Bretlandseyjum sem
ratað hefur rétta leið. Grænmetissalinn Paul Neilson sló draumahöggið á fimmtu
braut í keppni sem fram fór á South Winchester-vellinum í Hampshire.
„Ég skalf eins og lauf í vindi þegar ég fékk fréttirnar að boltinn hefði farið ofaní
holuna af þessu færi. Hins vegar var þetta dýrkeypt þar sem ég þurfti að greiða fyr-
ir drykkina í klúbbhúsinu eftir mótið," segir hinn 34 ára gamli Neilson við Daily
Mirror eftir að hafa bætt 23 ára gamalt breskt met um tæplega einn metra.
Robert Mitera á hinsvegar enn heimsmetið en hann er nú 65 ára gamall og
sló boltann beint ofaní holuna á par-4 braut í New England í Bandaríkjunum árið
1965, þá 27 ára gamall. Vegalengdin sem Mitera sló boltann var 408 metrar og
af því færi fór boltinn beint ofaní holuna.
KYLFINGUIi 103