Kylfingur - 01.05.2004, Page 106

Kylfingur - 01.05.2004, Page 106
Dómarahornið 2004 Þorsteinn Sv. Stefánsson Ágœtu kylfingar Eins og flestir vita eru golfreglumar end- urskoðaðar á fjögurra ára fresti. Þann 1. janúar s.l. kom út ný og endur- skoðuð útgáfa af golfreglunum sem gilda mun til 31. desember 2007. Undirritaður mun nú fara yfir helstu breytingarnar sem orðið hafa á reglunum í sambandi við þessa endurskoðun. Almennt Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á golfreglunum að þessu sinni, m.a. hefur málfari verið breytt og enskan sem þær em skrifaðar á verið færð til nútímahorfs og gerð einfaldari og auðskiljanlegri. Einnig hafa verið gerðar góðar málfarsbreytingar á íslensku þýðingunni þannig að þær em skýrari og auðskildari. Meðal orðalagsbreytinga er nú notað orðalagið „verður“ eða „verður að“ í staðinn fyrir „skal“ í fyrri útgáfum, þegar um fyrir- mæli er að ræða. Nauðsynlegt er að lesendur skilji hvað orðin, sem notuð eru, merkja og muninn á notkun t.d. eftirfarandi orða: Má = valkostur Ætti = mælt er með Verður = fyrirmæli (og víti sé þeim ekki fyigt) Bolta = þú mátt láta annan bolta í staðinn Boltann = þú mátt ekki láta annan bolta í staðinn I reglubókinni á bls 8 er kafli um hvemig hana skuli nota og vil ég benda kylfingum á að lesa vel þennan kafla, því að það mun auðvelda þeim notkun bókarinnar og túlkun golfreglnanna. Viðurlög við broti á siðareglum - Frávísun fyrir alvarlegt brot Fyrsti kafli reglubókarinnar: Golfsiðir. Hegðun á vellinum hefur verið umskrifaður og vemlega aukinn. Líkist hann nú meira því sem ritið Golf með skynsemi fjallar um. Þar er í fyrsta skipti skilgreindur andi golfíþróttarinnar þannig: „Olíkt mörgum íþróttum er golf að mest- um hluta leikið án umsjónar dómara til úr- skurðar eða eftirlits. Iþróttin byggist á rétt- sýni einstaklingsins að taka tillit til annarra og hlíta reglunum. Allir leikmenn œttu alltaf að sýna yfirvegaða framkomu dæmigerða fyrir kurteisi og íþróttaanda, án tillits til hve keppnisinnaðir þeir eru. Þetta er andi golfi'- þróttarinnar. “ í þessum kafla er auk þess sérstakir kafl- ar um öryggi, um tillitssemi við aðra leik- menn, um leikhraða, um forgangsrétt á vell- inum, um umgengni á vellinum og loks em Lokaorð: refsingar fyrir brot. Hér er í fyrsta sinn talað um refsingar fyrir brot á siðaregl- um og em þar nefndar sem tilhlýðilegar refsingar: leikbann í ákveðinn tíma eða í ákveðnum fjölda kappleikja. Einnig getur nefndin nú í fyrsta skipti beitt frávísunarvíti fyrir alvarlegt brot á golfsiðum eða hegðun á vellinum: „Sé um alvarlegt brot á siðareglum að rœða má nefndin beita leibnann frávísun samkvæmt reglu 33-7. “ I úrskurðabókinni (Decisions on the Rules of Golf) er tilgreint hvað er alvarlegt brot á siðareglum, sem er m.a. mikið virð- ingarleysi íyrir siðareglunum eins og t.d. að tmfla annan leikmann viljandi, eða viljandi viðhafa móðgandi ummæli við einhvem annan. Enda þótt nefndinni sé heimilt að beita þessu víti fyrir eitt brot er þó ráðlagt að veita fyrst viðvömn. Þrátt fyrir það er nefndinni gefið víðtækt vald til að meta hvað sé svo alvarlegt brot á siðareglum að það varði frávísun. Þess ber þó að geta að það er aðeins nefndin sem getur vísað hin- um brotlega úr keppni. Dómari getur ekki beitt frávísunarvíti samkvæmt þessu broti á siðareglum. I þessu sambandi vil ég undirstrika það að í öllum golfmótum verður að vera nefnd ísiá skilgreiningu á hennil og einn maður getur aldrei verið nefnd, Þannig getur mótsstjóri ekki verið „nefnd“ í þessum skilningi. Hins vegar má ekki gleyma heimildar- ákvæðum Dóms- og refsiákvæða ISI sem golfdómarar geta beitt líkt og dómarar í öðr- um íþróttagreinum. Skilgeiningar Tveimur nýjum skilgreiningum hefur nú verið bætt við. Nú er bolti sem kemur í stað annars (skiptibolti) skilgreindur sérstaklega þ.e. „bolti sem settur er í leik í stað hins upphaflega bolta, sem var annað hvort í leik, týndur, útafeða honum lyft. “ Einnig er tí nú skilgreint í fyrsta sinn: „ Tí er búnaður hannaður til þess að hœkka bolt- ann frá jörðu. Það má ekki vera lengra en 4 þumlungar (101,6 mm) og má ekki vera hannað eðaframleittþannig að það gœti sýnt leiklínu eða haft áhrifá hreyfingu boltans. “ Athugið að skilgreiningu á glompu hefur verið breytt þannig: „grasi vaxið svœði á mörkum glompunnar eða innan hennar, þar með talinn hlaðinn torfveggur (hvort sem hann er grasi vaxinn eða graslaus) er ekki hluti hennar. Gróðurlaus veggur eða barm- ur glompunnar er hluti hennar. “ Þetta þýð- ir að bolti er eins og áður, ekki í glompu ef hann er á grasi vöxnu svæði í glompunni. Boltinn er það ekki heldur þótt hann sé fast- ur í hlöðnum vegg á/í glompunni hvort sem hann er grasi vaxinn eða ekki. Hins vegar er hann í glompunni ef hann er fastur í mold- arvegg glompunnar sem ekki er hlaðinn. Auk þess hefur skilgreining á bolta í leik verið aukin til að útskýra betur stöðu bolta sem leikið er utan teigs; skilgreiningu á næsta stað fyrir lausn hefur verið breytt og aukin til skýringar; skilgreining á reglu eða reglum hefur verið aukin til að ná til keppn- isskilmála og loks segir að stikur eða línur sem afmarka hliðarvatnstorfærur verði að vera rauðar og ef um vatnstorfæru er að ræða verða þær að vera gular. Hins vegar er ekki nefnt hvemig Iínur og stikur sem af- marka grund í aðgerð verða að vera, en hjá okkur em þær venjulega bláar. Leikreglur Margar reglur hafa verið endurskoðaðar og orðalagi þeirra breytt til skýringar. Meginbreytingar hafa þó verið gerðar á nokkram reglum: Regla 3-3. Vafi um hvað gera skal. Aður þurfti leikmaður, sem lék öðram bolta sam- kvæmt reglu 3-3, ekki að tilkynna nefndinni málsatvik ef skorin var hin sama með báð- um boltum, en nú verður hann. að viðlagðri frávfsun. að tilkynna nefndinni, og greina henni frá málsatvikum, alltaf þegar hann leikur öðram bolta samkvæmt þessari reglu. Regla 6-4. Kylfuberi. Áður varðaði það frávísun að hafa fleiri en einn kylfubera í einu, en nú hefúr þessu verið breytt þannig að leikmaður fær holutap í holukeppni að hámarki tvær holur á hring og tvö högg í víti í höggleik mest fiögur högg. Síðan segir: „Kylfingur sem hefur fleiri en einn kylfu- bera í trássi við þessa reglu verðut; strax og í Ijós kemur að brot hafi verið framið, að tiyggja að hann hafi ekki fleiri en einn kylfubera í einu það sem eftir er hinnarfyr- irskipuðu umferðar. Að öðrum kosti sœtir leikmaðurinn frávísun. “ Hér er trúlega verið að koma í veg fyrir frávísun leikmanns þegar sú staða kemur upp að hann getur verið dæmdur að hafa 104 KYLFINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.