Kylfingur - 01.05.2004, Page 107

Kylfingur - 01.05.2004, Page 107
fleiri en einn kylfubera í einu án þess að hann fái sjálfur neinu um það ráðið, eins og getur gerst t.d. í sveitakeppni, þegar mikil spenna er í leiknum og aðrir leikmenn liðs- ins em komnir á staðinn og geta ekki stillt sig að skipta sér af. Þannig atvik hafa kom- ið upp hér á landi. Regla 6-8d. Aðferð þegar leikur hefst aft- ur (þ.e. eftir að nefndin hefur áður stöðvað leik). Hér hefur verið bætt in Athugasemd sem segir að „sé ekki unnt að ákvarða stað- inn þar sem leggja á boltann (eftir að nefnd- in hefur stöðvað leik) verður að áœtla hann °g leggja boltann á hinn áœtlaða stað. “ Hér gilda því ekki ákvæði reglu 20-3c (sem segir að sé staður ekki ákvarðanlegur eigi að láta boltann falla eins nálægt og mögulegt er á þeim stað þar sem hann lá, á leið og í tor- færu en leggja hann ef um er að ræða stað á flötinni). Regla 20-3c gildir því ekki ef bolt- anum hefur verið lyft að boði nefndarinnar vegna þess að hún hefur fyrirskipað að leik skuli hætt, en það gildir einungis í því tilfelli (sjá reglu 20-3c hér á eftir) Regla 9-2. Upplýsingar um höggafjölda í holukeppni hefur verið breytt þannig að henni hefur verið skipt í tvo þætti, a. Upp- lýsingar um höggafjölda og b. Rangar upp- lýsingar. Regla 10. Leikröð. Hér hefur athugasemd verið bætt við í 10-lb og 10-2b til skýring- ar á leikröð þegar bolta skal ekki leika þar sem hann liggur. Þetta atriði var áður útskýrt í dómum 10/1, 10/2 og 10/3. Dæmi: Boltar leikmanna liggja báðir í grund í aðgerð (eða hliðarvatnstorfæru) og báðir ætla að taka lausn, hvor á þá að slá fyrst? Svarið er nú komið inn í Reglu 10-lb og 10-2b. Regla 11-1. Tíun er breytt til skýringar og til að taka upp frávísunarvíti fvrir að nota ólevfilegt tí. Regla 13-4b. Bolti í torfœru; Bannaðar gjörðir. Breytt til að takmarka ástæður til vítis við það að snerta jörð í torfærunni eða vatn í vatnstorfærunni með hendi eða kvlfu. Regla 13-4. Bolti í torfœru; bannaðar gjörðir. Undantekning 2: áður var kylfubera leikmanns heimilt að slétta sand eða jarðveg í torfærunni, hvenær sem var án leyfis leik- manns, ef hann gerði ekkert sem bætti legu boltans ef hann var í torfærunni eða aðstoð- aði leikmanninn. Nú hefur þessi heimild verið afnumin og slík gjörð kylfusveinsins gefur leikmanninum tvö högg í víti. iafnvel þótt hann viti ekki um það. Regla 16-la. Snerting púttlínu. Aður stóð í Reglu 16-la (i) að leikmaðurinn mætti færa til sand og lausa mold á flötinni og aðra lausung með því að taka hana upp eða með því að sópa henni til hliðar, með hendi eða kylfu, án þess að þrýsta neinu niður. Nú stendur aðeins: „leikmaðurinn má fjarlœgja lausung svo fremi að hann þrýsti engu niður". Aðferðin við þetta er því ekki lengur ákveðin í reglunni. Regla 18-2c. Bolti hreyfist eftir að laus- ung er snert hefur verið felld niður og reglu 23-1 verið breytt til að taka fram að víti leik- manns fyrir að valda hreyfingu bolta síns, hvar sem er utan flatar, með því að hreyfa eða ijarlægja lausung, skuli ákvarðast af reglu 18-2a (sjá Reglu 23-1 hér á eftir). Regla 18-6. Bolti hreyfður við mœlingu er ný regla sem tekin hefur verið upp hér í stað reglu 10-4 sem felld hefur verið niður en hún fjallaði um sama efni, þó hin nýja regla 18-6 sé nokkru ýtarlegri. Regla 20-3c. (Að leggja og leggja aftur). Staður ekki ákvarðanlegur. Hér hefur und- antekningunni sem fram kemur í Aths við reglu 6-8d (sjá áður) verið bætt við regluna og þar með tekinn af allur vafi. Regla 23-1. Lausung; lausn. Þessari reglu hefur verið breytt og regla 18-2c verið felld niður. Reglan hljóðar nú þannig: „Að því undanskildu þegar bœði lausungin og bolt- inn liggja í eða snerta sömu torfœruna má fjarlœgja sérhverja lausung, vítalaust. Liggi boltinn hvar sem er annars staðar en áflöt, og það að leikmaðurinn fjarlægir lausung veldur því að boltinn hreyfist, gildir regla 18-2a. Aflötinni, efbolti eða boltamerki hreyfast við að leikmaður fjarlœgir einhverja laus- ung, verður að leggja boltann eða bolta- merkið aftur. Þetta er vítalaust að því til- skyldu að hreyfing boltans eða boltamerkis- ins sé bein afleiðing þess að fjarlægja laus- ungina. Að öðrum kosti, valdi leikmaðurinn því að boltinn hreyfist, hlýtur hann eitt víta- högg samkvœmt reglu 18-2a. “ Þannig er það nú ekki lengur sjálfgefið víti þótt boltinn hreyfist eftir að lausung inn- an einnar kylfulengdar frá honum er snert (áður var það sjálfgefið víti, því að leikmað- urinn var talinn valdur að hreyfingunni ef lausungin var innan einnar kylfulengdar frá boltanum). Regla 18-2a segir ekkert um kylfulengdina sem hin niðurfellda regla 18- 2c talaði um í þessu sambandi. Regla 24-2b. Ohreyfanleg hindrun; lausn. Reglunni er breytt til skýringar en jafnframt er sett inn í lið (ii) I glompu nýr liður b. þar sem leikmanni er, undir þessum kringum- stæðum (þ.e. við að taka lausn vegna óhreyfanlegrar hindrunar, utan vatns- eða hliðarvatnstorfæru) gefin sá viðbótar val- kostur að „láta bolta falla gegn einu víta- höggi utan glompunnar, þannig að staður- inn þar sem boltinn lá sé beint milli holunn- ar og staðarins, þar sem boltinn er látinn falla, án takmarkana á því hve langt aftan glompunnarþað er“. Þannig getur leikmað- urinn nú keypt sig úr þessu ástandi og þar með glompunni gegn víti, án þess að þurfa að fara aftur til baka og slá höggið uppá nýtt gegn víti, sem er oft lakari kostur. Hins veg- ar má hann auðvitað taka lausn í glompunni vítalaust ef það er hægt (sjá 24-2b (ii a). Regla 24-3. Bolti týndur í hindrun er ný og sett til að fjalla um það þegar bolti er týndur í a. hreyfanlegri eða b. óhreyfanlegri hindrun. Reglan er til verulegra bóta og skýrir sig sjálf. Regla 34-3. Urskurður nefndarinnar. Aður var vísað til ritara en nú til „ tilnefnds fulltrúa nejhdarinnar“. Viðauki I Sýnishom af staðarreglu breytt til skýr- ingar og þannig að merkja verði leeu bolt- ans þegar honum er lyft til bættrar legu (þ.e. ef hreyfiregla er í gildi). Góðir kylfingar. Ég vil að lokum ráðleggja ykkur að bera saman gömlu reglumar og þessar nýju til að þið áttið ykkur auðveldar á breytingunum. Eins og áður segir em þær allar til þess fallnar að gera reglurnar skýrari og auð- skildari en sömuleiðis er nú í fyrsta skipti tekið á brotum á siðareglum og nefndinni gefið vald til að beita viðurlögum fyrir brot á þeim. Það er af hinu góða fyrir golfíþrótt- ina og iðkendur hennar. Gleðilegt sumar. 9 9 soam^ Fór tuisvar holu í höggi í sama mótinu Chen Chung-cheng, kylfingur frá Taívan náði merkum áfanga á at- vinnumannamóti sem fram fór í heimalandi hans í janúar 2004. Hinn 27 ára gamli Chung-cheng fór holu í höggi á fyrsta keppnis- deginum á fjórðu holu vallarins sem er um 170 metra löng. Og viti menn Chung-cheng endurtók leikinn á á þriðja hring er hann setti hvítu kúluna beint ofaní í fyrsta höggi og það merkilega er að hann var staddur á fjórðu holu á ný. Það merkilega er að Chung-cheng fékk engin verðlaun þar sem aðeins voru veitt verðlaun fyrir holu í höggi á hinum par þrjú brautum vallarins, sem eru tvær. En í boði var ný bifreið á þeirri fyrri og um 4 millj. kr. í reiðufé á þeirri síðari. Engin verðlaun voru í boði á þeirri fjórðu. KYLFINGUR 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.