Kylfingur - 01.05.2004, Síða 120

Kylfingur - 01.05.2004, Síða 120
EVROPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA í GOLFI Kemer Golf Club Istanbul, Tyrklandi í nóuember 2003 Eins og venjulega þá unnu GRingar sveitakeppnina sem haldin var á Leirunni. Verðlaun voru þátttaka í Evrópu- keppni klúbbliða, sem haldin var í Tyrklandi, nánar tiltekið á Kemers Golf & Country Club, sem er í um það bil 40-50 mín. keyrslu frá Istanbul. Til fararinnar voru valdir þeir Pét- ur Oskar Sigurðsson, Birgir Már Vigfússon og Stefán Már Stefánsson, allir kornungir og efnilegir kylfingar, þeim til halds og trausts voru Stefán Breiðfjörð Gunnarsson (kafteinn), Derrick Moore kennari og fararstjóri var Jón Pétur Jónsson. Lagt var af stað í býtið þann 27. október, flogið til London og síðan til Istanbul þá um kvöldið, gekk ferðin vel í alla staði og lent um kl. 10 um kvöldið. Aáður enn við flugum frá London, þótti fararstjóranum rétt að hafa smá sjóð í þarlend- um gjaldeyri, fór í banka og spurði hvað ca. 300 pund væru mikið í tyrk- neskum gjaldeyri, kom þá í ljós að umrædd upphæð væri 700 milljónir líra, aldrei áður og ólíklega seinna hefur undirrituð- um liðið eins og mílljóna- mæringi, reyndist bunk- inn vera um 15 cm á þykkt og fór mjög illa í veski, eins gott að vera með tösku, til skýringar, þá er um 75% verðbólga í Tyrklandi, eins og var hér um árið hjá okkur en þá fór verðbólgan upp í allt að 120%. Skipulagið á keppninni sjálfri var í ágætu lagi, nerna þessar eilífu rútuferðir á golfvöllinn, tóku um 40 mín til 60 mín. og hafa keppendur sem og fararstjórar aldrei vaknað áður kl 5 á morgn- ana til að fara í golf, þá meina ég nokkra daga í röð, en þetta var reyndin, einnig þótti okkur tímamörkin hálfundai'leg, ræst út með 12 mín. millibili, reyndar stytt í 10 mín í síðustu tveimur umferðunum. Golfvöllurinn var erfiður, skógarvöllur, þröngur og brautir lágu yfírhöfuð í hundslöpp. Par 3 brautimar voru annað hvort niður í móti, bara flötin og vatnstorfæra báðum megin, eða þá upp í móti og jafnvel blindar að stórum hluta. Völlurinn sjálfur var c.a. 6.400 m langur og par 5 brautirnar ekki mjög erfiðar, enda lágu fuglar þar í bunkum. Þessi völlur er einhver erfiðasti golfvöllur sem undinitaður hef- ur gengið, langt á milli teiga, hæðóttur og hlaðinn torfærum, enda par 73. A fyrsta keppnishring lék enginn keppandi undir pari vallarins. Keppendur lærðu þó fljótt á völlinn og kom þá betra skor í ljós. Að þessu sinni þá mættu 27 sveitir, allstaðar úr Evrópu, marg- ar hverjar skrautlegar, þó bar af sveitin frá Golfklúbbnum í Moskvu, meðalaldur 53 ára og höggaíjöldi á keppanda frá 86 höggum upp í 109, kom í ljós að þetta voru Bretar sem em með- limir í klúbb þessum, átti þetta að vera skemmtiferð hin mesta, komust þeir fljótt að raunum að skemmtun og golf fer ekki alltaf saman. Undir lokin þá kom loksins skor undir 90 hjá þeim. Nokkrar sveitir báru af, báðar frönsku sveitimar (máttu senda tvær því þeir unnu í fyrra), spánska sveitin, kom rnjög sterk til leiks, einnig stóðu vinir okkar Danir sig mjög vel. Flestar vom sveitimar skipaðar leikmönnum sem eru með +1 og niður í +3 í forgjöf, tveimur ungum og einum leikreyndum, því alltaf telja tvö bestu skorin dag hvem, en leiknar em 4 umferðir í höggleik. Okkar strákar stóðu sig ágætlega, en alltaf vantaði herslumun- inn að ná betra skori, því tveir kylfingar verða að skora vel sama dag, þannig vantaði okkur skor 76 og lægra til að komast í mið- eða jafnvel efsta hópinn, eða topp tíu eins og stefnan var sett á. Okkar kylfingar slá alveg jafnlangt eða lengra í teighöggum, em með ágætis millihögg, en síðan byrjar ballið, segjum síðustu 10- 20 metrana og em þá púttin innifalin. Þetta er veikleiki sem hægt er að laga, bara að fækka púttum um 3 til á 5 hring, þá kemur skor sem allir geta verið hreyknir af, en að öllu öðm leyti þá stóðu þessir ungu menn sig frábærlega. Vonandi fer svona keppnisferð í leikreynslusarpinn margfræga sem nýtist þeim í erfiðum keppnum í framtíðinni. Vegna stöðugra rútuferða þá gafst nú ekki mikill tími til skoð- unar, þó bmgðum við okkur einu sinni í bæinn, skoðuðum bláu moskuna og fleiri áhugaverða staði, niður við Bosporossund, sem tengir saman Svartahafið og Miðjarðarhaf, einnig Asíu og Evrópu, með því að fara yfir eina brú þá kemur maður í aðra heimsálfu, nokkuð skondið. Þegar við vomm að gera upp leigu- bílinn (c.a.12 millj.) þá er verið að kalla til bæna, prestur að kalla á sóknarböm. Tók þá kafteininn okkai- sig til og fór að herma eft- ir bænakallinu og tókst mjög vel upp svo viðstaddir tóku ekki eftir neinum mun. Vomm við nokkuð fljótir að þagga niður í honum, því ekki hefði ég vilja standa fyrir útskýringu á uppátæki þessu gagnvart heimamönnum sem eru heittrúaðir mjög, annars kom mér það mikið að óvart, hvað allt er orðið vestrænt, allir í gallabuxum, leðurjökkum og yfirhöfuð snyrtilegir til fara. Ekki bar mikið á konum með slæður, virðist þetta vera á miklu und- anhaldi, einnig sá maður í kringum golfvöllinn stórkostlegar vill- ur, sem vom fullbúnar eða í smíðum, líklega kostað nokkra billj- arða. Til gamans koma hér dæmi um verð á nokkrum vömm: Vatnsflaska 1 milljón. Bjór 2,5 milljónir. Brauðsneið 1,5 milljón. Út að borða fyrir 6 á tyrkneskum veitingastað 140 milljónir. 1 milljón er 50 kr ísl. Með þökk fyrír góða ferð Jón P. Jónsson. 118 KYLFINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.