Barnablaðið - 01.12.1989, Side 5

Barnablaðið - 01.12.1989, Side 5
BARNABLAÐIÐ 5 feimninni yfirsterkari svo hún fór út og gekk til stelpnanna. Önnur stelpan var ókurteis og sagði: Hvað ert þú að koma til okkar? Við viljum ekkert vera með þér. Farðu og leiktu við einhverja aðra krakka! Lóa var næstum því farin að gráta. Hin stelpan sagði: Jesús vill ekki að við séum svona leiðinlegar við aðra. Ég ætla að vera góð við nýju stelpuna. Síðan sneri hún sér að Lóu og sagði við hana: Komdu bara. Mig langar að leika við þig. Þá sá leiðinlega stelpan eftir því að hafa verið svona leiðinleg við Lóu og bað hana að fyrirgefa sér. Upp frá því voru þær alltaf vinkon- ur. Sögunni er lokið. Krakkarnir í kirkjuskólanum sitja grafkyrr. — Þið vitið að Jesú vill að við séum vinir allra, hélt konan áfram. Ef það er einhver í húsinu hjá þér eða í skólanum þínum sem allir eru að hrekkja, þá sendir Jesús ykkur til þess að vera góð við hann. Minnisversið Nú gengur maður upp á sviðið. Hann lítur glaðlega á krakkana og spyr hvort þau séu búin að læra minnisversið. í þessum kirkjuskóla læra krakkarnir eitt minnisvers á mán- uði. Öll börnin segja minnisversið hátt og snjallt í einum kór: „Gætið þess vandlega, líf yðar liggur við, að elska Drottin Guð yðar.“ Á hverjum sunnudegi er verð- launaafhending. Stilltustu börnin fá verðlaun. Einn strákur og ein stelpa. Þegar kirkjuskólanum er lokið, hittum við nokkra krakka og spjöll- um við þau. Krakkarnir heita Rak- el, Tómas, Bernharð, Stefanía, Sara og Silvía. Hvað eruð þiö búin aö vera lengi í kirkjuskóianum? — Við höfum öll verið í kirkju- skólanum síðan við vorum pínulít- il, sagði Bernharð. Brúðuleikhús um týnda kisu. Hvað finnst ykkur skemmtilegast aö gera íklrkjuskólanum? — Syngja! Svara krakkarnir öll í kór. Líka þegar Malli kemur, sagði Tómas. Malli er dúkka sem er látinn koma í heimsókn. Hann getur hreyft munninn, bætir Stef- anía við. — Svo æfum við leikrit á laug- ardögum sem við sýnum svo í sunnudagaskólanum, segir Rak- el. Hvaö læriö þiö helst? — ViðlærumýmisversúrBiblí- unni og að vera góð við aðra, svar- aði Sara. Svo lærum við ýmislegt um Guð. Við höfum lært að hann er kærleiksríkur og góður, sagði Silvía. Nú þurfa krakkarnir að fara, en þau ætla öll að koma aftur næsta sunnudag. Viðtal: Elín Jóhannsdóttir Myndir: Guðni Einarsson Kátir krakkar í kirkjuskólanum.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.