Barnablaðið - 01.12.1989, Side 54

Barnablaðið - 01.12.1989, Side 54
54 BARNABLAÐID Petri stökk upp. — Hanski, sjáöu! Hrópaði hann spenntur. — Lestu þetta! — Hvaö er það. Fannstu eitthvað? Hanski starði á krumpaðan miðann og reyndi að lesa textann. — Skil ekkert í þessu! Hvað þýðir þetta? — Lestu textann í speglinum! — Ég er fangi... Saku — Saku, þú ert frábær! Hér er lausnin á ráðgátunni. Þrír menn í smyglaraleiðangri. — Flýttu þér! Við verðum að leita að slóð. Við megum engan tíma missa! Petri var þegar á leið út um dyrnar. Hanski skrifaði skilaboð til Pena á bréfmiða. Nú verðum við að hafa augun hjá okkur og rannsaka allt grunsamlegt. Drengirnir leituðu bæði upp og nið- ur með ánni, þeir skoðuðu hvern ein- asta slóða. Ekkert sérstakt vakti at- hygli þeirra. — Vísbendingarnar hljóta að vera lítið áberandi. En hverjar gætu þær verið? — Örugglega litlir kvistar og grein- ar, það liggur í augum uppi! Að við skyldum ekki sjá það fyrr. Það er auð- velt að brjóta kvisti, án þess að mikið beri á því, sagði Hanski. Nú grandskoðuðu þeir hvert tré og runna í nágrenni við fossinn. — Það eru ekki svo mörg tré hér. En sjáið þið! Petri benti á lítinn kvist, sem hékk og bærðist í andvaranum. — Þessi hefurekki brotnaðaf sjálf- um sér. Einhver hefur brotið hann! Vonandi hefur það ekki verið björn eða hreindýr. Drengirnir fikruðu sig inn í birki- skóginn. Þeir fylgdu þröngum og hlykkjóttum stíg, en fundu ekki fleiri brotna kvisti á þeirri slóð. Einnig urðu þeir að gæta þess að villast ekki. Þá sá Petri skófar, líkt því sem þeir höfðu séð við ána. Unski varð kvíðinn og reiður, þegar hann komst að því sem kom fyrir Saku. Hann grunaði að Saku hefði villst eða dottið í fossinn. Á vissan hátt var Unski ábyrgur fyrir strákunum. Sirrku og Unski hugsuðu svo stíft að það brakaði í höfðum þeirra. Hvað átti nú til bragðs að taka? Mennirnir voru á sjó og kæmu ekki fyrr en síð- degis. Þau töluðu saman um stund og svo ákváðu þau að tala við lögregl- una. Lögreglan kom fljótlega og Pena varð að segja söguna allt frá upphafi. Lögreglan skildi ekki finnsku, svo Sirrku varð að túlka mál hans jafnóð- um. — Ó, já, andvarpaði lögreglu- þjónninn. — Það eru endalaus vanda- mál með þessa ferðamenn. Hvaða erindi eiga þeir upp í fjöll, þegar þeir geta ekki einu sinni ratað á réttan stað? Sirrku lét sem hún heyrði ekki þessa athugasemd. Þess í stað reyndi hún að útskýra fyrir lögreglu- þjóninum. — Jæja, jæja, við gefum skýrslu á stöðinni og látum skoða fjallið fyrir kvöldið. Ef ekkert finnst, setjum við leit af stað í fyrramálið. Sirrku sagði að leit þyrfti að hefjast þá þegar, en lögreglunni lá ekki eins á. Fyrst færu Unski og Pena upp að fossinum með lögreglunni. Þar höfðu þeir síðast séð Saku. — Komið þið, við skulum fara upp í kofann, sagði Pena. Strákarnir eru ábyggilega þar. Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli og fylgdu á eftir. I kofanum fundu þeir skilaboðin. Þegar lögregluþjónarnir skildu hvað var á seyði, urðu þeir mjög spenntir og böðuðu út höndunum. — Stórveiði! Ha, ha! Hættulegir af- brotamenn... var allt sem Pena skildi í því sem þeir sögðu. Norskan var nú býsna lík sænskunni. Nú lá lögregluþjónunum lífið á að komast aftur niður til Vestari Jakobs- ár. Framhald í næsta blaði. Morgunbæn Nú er ég klæddur og kominn á ról Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líki þér. Kvöldbæn Vertu Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.