Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 45

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 45
BARNABLAÐIÐ 45 — Faröu ekki of langt frá landi, hrópaöi Rakel. — ísinn erveikast- ur í miðjunni, bætti hún svo viö, þótt hún væri ekki viss um það. — Það er mest gaman að fara eins hratt og maður getur í stóra hringi, kallaði Stína. — Þá er eins og maður fljúgi. Og nú brunaði hún í stórum sveig út á miðja tjörn- ina og breiddi út hendurnar. — Varaðu þig, kallaði Rakel. Þessi glannaskapur gat hæglega endað illa. Og einmitt þá gerðist það sem hlaut að gerast. Allt í einu brast ísinn og Stína var skyndilega kom- in upp undir hendur í ískalt vatnið, ofan í vök á ísnum. Rakel starði á vinkonu sína brjótast um, bjargar- lausa í ísköldu vatninu. — Ég er að drukkna, kveinaði Stína. — Rakel, hjálpaðu mér, kall- aði hún grátandi. — Ég vil ekki deyja núna Rakel. Rakel hugsaði málið. Var eitt- hvað hægt að gera? Hún braut heilann, ringluð af hættunni sem Stína var í. Allt í einu datt henni nokkuð í hug sem hún hafði æft á hverjum morgni alveg frá því að hún var lítil hnáta og það var að leggja öll mál, smá og stór, í hendur Jesú. — Þér verður bjargað! kallaði hún af öryggi til Stínu. Rakel stóð þráðbein á ísnum, teygði hendurnar og skíðastafina til himins. í gegnum huga hennar þaut það sem hún hafði verið hvött til að gera, það að trúa heilshugar, hvað sem á dyndi. Ef ekki núna þá aldrei, hugsaði hún. — Jesús! hrópaði hún upp í himininn. —Viltu hjálpa vinkonu minni? Elsku Jesús, án þín getum við ekkert gert. Hjálpaðu okkur kæri Jesús minn! Rakel hrópaði þessa bæn upp til Jesú, horfði á skýin, bláan him- ininn og skíðastafina sem hún teygði upp í loftið,, Skíðastafirnir! Já, einmitt, þeir gætu hjálpað." Þessu var hvíslað í eyra hennar. Stína var að missa máttinn. Hreyfingar hennar voru allar hæg- ari og köllin veikari. Rakel tókskíð- astafina í skyndi. — Stína, gríptu, kallaði hún ák- öf. —Taktu stafina, leggðu þá þvert á vökina og haltu þér í þá, svo að molni ekki meira úr vökinni. Rakel renndi skíðastöfunum eftir ísnum til Stínu sem greip þá í örvæntingu og lagði til sitt hvorrar handar yfir vökina, sem nú moln- aði ekki lengur úr. Nú vissi Rakel hvað hún átti að gera. — Stína! kallaði hún. — Hreyfðu þig sem minnst á meðan ég sæki hjálp. Ég verð eins fljót og ég get. Vertu róleg og örugg, bætti hún við í flýti. Stína sagði ekki neitt. Hennar eina von var að Rakel tækist að ná í hjálp. Sjálf gat hún aðeins beðið. Stínu fannst hver mínúta eins og klukkutími. Tárin runnu niður kinn- ar hennar. — Elsku Rakel, finndu eitthvert ráð, bað hún. Rakel tók nú af sér skautana í flýti, fór í skóna sína og hljóp af stað eins hratt og hún gat. Hún leit í kringum sig í þeirri von að sjá einhvern sem gæti hjálpað. Jú, þarna var einhver á gangi! Hún hljóp að manninum og kallaði: — Heyrðu manni, Stína datt niður um ísinn. Maðurinn snéri sér við og horfði á litlu stúlkuna sem kom á harða- spretti í fangið á honum. Svo horfði hann út á ísinn. Síðan tók hann viðbragð og spurði: — Er pabbi þinn er heima? — Já, já, ég veit að hann er heima, sagði Rakel grátandi. — Flýttu þér heim og segðu honum hvað komið hefurfyrir. Ég hjálpa stúlkunni á meðan. Síðan tók hann á rás í átt til tjarnarinnar, en kallaði um leið: — Segðu pabba þínum að láta lögregluna vita. Aftur hljóp Rakel af stað sem fætur togaði. Þegar hún kom að útidyrunum heima, henti hún þeim upp á gátt og kallaði: — Pabbi, Stína datt niður um ísinn, það er maður að hjálpa henni sem biður þig að hringja á lögregluna. Pabbi Rakelar leit snöggt upp. Svo sagði hann: — Reyndu að vera róleg, Rakel. Hvaða ís ertu að tala um? — Á tjörninni, stundi Rakel, yfirkomin af mæði. Pabbi Rakelar stóð nú snarlega á fætur, gekk að símanum, hringdi og lét lögregluna vita. Síðan greip hann stakkinn sinn og þaut á dyr, en Rakel lét sig falla í næsta stól. Nokkrum dögum síðar fékk Rakel að fara í heimsókn á sjúkra- húsið til Stínu. Það hafði tekist að bjarga henni úr vökinni, en þá var hún orðin svo máttvana að óttast var um líf hennar. Allt hafði þó farið vel og Stína var óðum að hress- ast. Vinkonurnar horfðu hvor á aðra, þegjandi í fyrstu, svo sagði Rakel: — Sæl, hvernig líður þér? — Miklu betur, ég máfara heim á morgun, sagði Stína. Svo bætti hún við: — Þakka þér fyrir að bjarga mér Rakel. Ég hefði átt að hlusta á það sem þú sagðir. — Það er ekkert. En það var ekki ég sem bjargaði þér. Stína horfði undrandi á Rakel: — En skíðastafirnir? Ég hefði drukknað hefðir þú ekki komið þeim til mín. — Ég veit, en það var eins og einhver hvíslaði að mér að renna til þín stöfunum, sagði Rakel. — Og ég veit að það var Jesús, bætti hún við. — Já, ég man að þú kallaðir á Jesú og baðst hann að hjálpa okk- ur. Hvernig getum við þakkað honum? — Við skulum biðjast fyrir og þakka Jesú fyrir lífgjöfina, sagði Rakel. — Það er það besta sem við getum gefið honum. — Já, það held ég líka, sagði Stína. Rakel og Stína héldu saman litlu höndunum sínum, hneigðu höfuðin og þökkuðu Jesú fyrir að fá áfram að lifa og leika sér sam- an. Og tár þakklætis streymdu nið- ur litlu kinnarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.