Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 49

Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 49
Lambi skrifar Jólagjöf handa afa Kæru lesendur, Nú nálgast jólin að. Ég hef verið að leita að jólagjöfum handa fjöl- skyldu minni og vinum. Fyrir nokkrum dögum fór ég í bæinn. Þar var margt fólk. Allir voru að flýta sér. Sumir voru búnir að versla heilmikið. Aðrir höfðu greinilega ekki ennþá fundið neitt, sem þá langaði að kaupa. Ég ákvað að byrja á því að leita að gjöf handa afa mínum. Afi minn er einn stærsti hrúturinn í sveitinni. Hvað skyldi hann langa til að fá í jól- gjöf, hugsaði ég með mér. Ég gekk um bæinn og skoðaði í búðargluggana. Gluggi einnar verslunarinnar var mjög falleg- ur og jólalegur. Ég stóð lengi fyrir framan hann og horfði á allar fallegu jólaskreytingarnar. Ég ákvað að fara inn í búðina. þar fékkst margt fallegt. — Það hlýtur að vera eitthvað til sem afa langar í — hugsaði ég. Ég gekk til afgreiðslukon- unnar og sagði henni að ég væri að leita að jólagjöf handa gömlum hrút. Afgreiðslukonan var mjög undrandi á svipinn. — HRÚT! Hrópaði hún upp yfir sig. — Já það er afi minn, sagði ég til útskýringar. Afgreiðslukonan var svo undrandi að hún gleymdi að sýna mér hvað væri til í búðinni. — HRÚTUR! sagði hún aftur. Fá hrútar jóla- gjafir? — Afi minn er nú ekkert venjulegur hrútur, sagði ég móðgaður. Hann er stærsti hrúturinn í sveitinni! Afgreiðslukonan var nú aðeins farin að jafna sig. — Jólagjöf handa gömlum hrút, sagði hún hugsandi og leit í kringum sig. — Heldur þú að hann vilji rakspíra ? Eða rakvél? — Nei, svaraði ég hugsandi. Afi rakar sig aldrei. Afgreiðslukonan gramsaði í hillunum og sneri sér að búðarborðinu með stóran stafla af vörum. — Hér getur þú öruglega fundið eitthvað sem afa þínum líkar. í staflanum voru bindi, skyrt- uhnappar, vasaklútar af ýmsum gerðum, hattar BARNABLAÐIÐ 49 og húfur, skyrtur, nærföt, seðlaveski, vasatölvur og margt fleira. Ég skoðaði hvern hlut og reyndi að ímynda mér afa minn með vasatölvu, seðlaveski eða með hatt. — Nei, ég held að afa langi ekkert í þetta. Áttu ekki til gott hey, eða laufblöð, spurði ég í einfeldni minni. Það langar hann sennilega mest í. Afgreiðslukonan hristi höfuðið. — Við eigum ekkert hey. Þú verður að fara í einhverja aðra verslun. Ég fór í allar búðirnar í bænum, en engin búð hafði hey til sölu. Vandræði mín voru mikil. Ég átti líka eftir að finna gjafir handa öllum hinum í fjölskyldunni. Meðan ég gekk um götur bæjarins, fékk ég góða hugmynd. Ég ætti að fara upp í sveit og athuga hvort einhver bóndinn gæti ekki selt mér hey. í gær fór ég svo upp í sveit og keypti heilmikið hey af góðhjörtuðum bónda. Nú er ég að reyna að pakka því inn í gjafapappír. Þið eruð eflaust líka að velta því fyrir ykkur hvað þið getið gefið foreldrum ykkar í jólagjöf. Þeim finnst sennilega skemmtilegast að fá eitt- hvað sem þið hafið sjálf búið til. Nú má ég ekki vera að þessu spjalli lengur. Verið þið sæl og gleðileg jól, ykkar vinur Lambi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.