Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 19

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 19
BARNABLAÐIÐ 19 Nú var spurningin, hver hafði verið verkfæri Guðs og sent okkur kassann? Það var ekkert nafn í honum sem gæti vísað til þess. Nokkrum árum seinna sá mamma bréf með rithönd sem hún þekkti aftur. Hún var sú sama og á kassanum. Mamma spurði bréfritarann hvort hann hefði sent okkur jólasending- una. „Já, það var ég,“ sagði mað- urinn, „en þakkið mér ekki, heldur Guði.“ Síðan sagði mað- urinn frá því að hann hefði lagt sig á legubekk til að hvíla sig, einu sinni eftir miðdegisverð- inn. Þá sá hann sýn. Hann sá foreldra mína og stóra barna- hópinn í þeim kringumstæðum sem við vorum í. Síðan heyrði hann rödd sem sagði: „Stattu á fætur og gefðu þeim það, sem þau þarfnast!" „Það skal ég gera,“ svaraði hann. Síðan stóð hann upp og gekk langan veg til að komast í versl- un, keypti vörurnar og sendi þær til okkar með áætlunarbíln- um. Það undursamlegasta var, að hann hafði ekki hugmynd um hvernig kringumstæður okkar voru, því hann bjó tugi kílómetra frá heimil okkar. Guð opinberaði þetta fyrir honum. Þegar mamma spurði hann hvaða dag og stund hann hefði fengið þessa opinberun, þá var það nákvæmlega á sömu stund og faðir minn og bræður báðu Guð um hjálp. Þessi atburður markaði djúp spor í huga okkar barnanna. Við höfðum séð Guðs hönd út- rétta okkur til hjálpar. Hver jólahátíð minnir okkur á þessi jól, þegar Guð sendi blessuðu jólasendinguna. Sagan hefur áður birst í Jólablaði Barnablaðsins árið 1955.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.