Barnablaðið - 01.12.1989, Page 35

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 35
BARNABLAÐIÐ 35 Þad var laugardagsmorg- unn og fáir á ferli þegar við lögðum leið okkar upp í sj ónvarp shús. Erindið var að ná tali af hinum landsþekktu grínistum, Spaugstofumönn- um, en það eru •• / þeir Orn Arnason, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og síðast en ekki síst / Karl Agúst Ulfsson. SPAUGSTOFAN Þeir hafa séö um skemmtiþáttinn „Stööin 89“ sem hefur notið mikilla vinsælda allt þetta ár. Þegar okkur bar að garði voru þeir allir staddir í svokölluðu „sminkherbergi", en þar eru þeir farðaðir og fara í ýmis gervi. Upp- tökurnar voru rétt að hefjast. Þeir voru allir í dökkum buxum og rönd- óttum skyrtum með bindi sem á var prentað merki stöðvarinnar. Það var greinilega mjög mikið að gera allt þurfti að vera klárt fyrir upptökuna. Örn gaf sér tíma til að setjast niður örstutta stund, því það átti ekki að taka hans atriði upp strax. — Hvernig stóð á því að þið tókuð að ykkur að gera grínþætti fyrir Sjónvarpið? — Við erum búnir að vinna lengi saman og höfum gert ýmis- legt í gegnum tíðina. Fyrir nokkr- um árum gerðum við fjóra þætti, sem við kölluðum „Spaugstof- una“, fyrir Sjónvarpið. Svo kom sú hugmynd að gera þátt sem tengd- ist því sem er að gerast í þjóðlífinu hverju sinni og við fórum á fund Hrafns Gunnlaugssonar, sem þá var dagskrárstjóri Sjónvarpsins og hann samþykkti að leyfa okkur að prófa. Við gerðum fjóra þætti til að byrja með. Það gekk svo vel að fljótt var ákveðið að endurnýja þann samning. Þátturinn gekk því í sextán vikur sl. vetur. Nú er aftur á móti ráðgert að við verðum fram að áramótum, ef til vill verðum við fram á vor.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.