Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 52
52 BARNABLAÐID
— Úff, en hvaö þetta er þungt!
Þetta er þriðja sendingin. Hvaö er
mikið eftir nú, spurði Rollo og blés
mæðinni.
— Við verðum að fara tvær ferðir
enn, svaraði litli maðurinn. — En ferð-
irnar borga sig! Við fáum ríflega fyrir
hverja ferð!
— Hvað eigum við svo að gera,
spurði Hárski.
— Við tökum því rólega og slöpp-
um af í nokkra daga. Þá fer þetta fyrst
að verða hættulegt. Það kemur ein-
hver sem á að sækja vöruna og borga
í beinhörðum peningum. Þegar allt er
um garð gengið þurfum við ekki að
vinna það sem eftir er ævinnar! Bara
ef allt gengur upp!
Saku skildi að þetta var dulbúin við-
vörun.
— Hvar skyldu pokarnir lenda á
endanum, spurði Rollo.
— Það er ekki gott að segja. Eitt-
hvað fer til Finnlands og eitthvað til
Svíþjóðar og Noregs. Einhver sagði
að þeir seldu út um allan heim.
Þeir höfðu gengið lengi þegar þeir
komu að litlum kofa. Hann var að
hluta falinn af brekkunni og að hluta í
skugga runna og trjáa.
Rollo opnaði dyrnar og kveikti á
olíulampa. Kofinn var hlýlegur og
hreinn.
— Flott hús, sagði Saku og leit á
Hárski. Hann brosti á móti.
Litli maðurinn leit illilega á Hárski
og svo spunnust heitar deilur.
— Nú verðum við að fara að losa
okkur við litla snuðrarann, sagði litli
maðurinn fúll.
Saku horfði beint í augun á honum.
Hann var ekki lengur hræddur. Þetta
var skrýtin reynsla. Lengi stóð hann
og starði á manninn án þess að depla
auga.
— Jæja, svo þú ert lítill harðjaxl. Þú
verður ábyggilega góður burðarkarl.
Auðvitað færðu svolitla vasapeninga,
sagði litli maðurinn. Hann virtist vin-
gjarnlegri og rólegri.
— Aldrei í lífinu! Hrópaði Saku
ákveðinn. — Þið skulið ekki reikna
með minni hjálp. Sjálfir getið þið unnið
ykkar óþverraverk! Ég veit vel að þið
smyglið og dreifið eiturlyfjum og þið
skulið ekki blanda mér í það.
Hann hafði ekki tapað kjarkinum.
Þvert á móti! Hann fann hvernig hann
jókst allur að afli hið innra.
— Bull, sagði Hárski nöldrandi. —
Þetta er vinnan okkar!
— Jæja, svo þú hefur áttað þið á
aðstæðum, sagði litli maðurinn róleg-
ur. — En hugsaðu þig vel um áður en
þú fremur einhver heimskupör. Þú
færð þinn hlut, já, þú sjálfur, ef þú
hjálpar okkur. Það er býsna erfitt að
bera pokana alla leið frá ströndinni og
upp í þennan kofa.
Hann lét sem hann hefði ekki heyrt
hvað Saku sagði. Svo rétti hann fram
vindlinga, en Saku hristi höfuðið.
— Einmitt, ég veit að það er óhollt
að reykja. Maður fær lungnakrabba
og svoleiðis af því. En þegar maður er
búinn að venja sig á sígarettuna, þá er
ekki auðvelt að hætta, sagði litli mað-
urinn og kveikti í vindlingi.
Þeir kveiktu eld í ofninum og lögðu
á borðið.
— Ef þú neitar að starfa með okk-
ur, þá neyðumst við til að grípa til ann-
arra aðgerða, sagði litli maðurinn
ógnandi röddu. — Og ég held að það
verði verra fyrir þig.
— Ég neita samt, sagði Saku
harðákveðinn. — Ég kæri mig ekki
um að vinna sem handlangari hjá
smyglaraflokki. Hafið þið aldrei hugs-
að um hvað eiturlyf gera fólki? Hafið
þið gert það, spurði Saku.
— Það er ekki okkar vandamál!
— Jú, svo sannarlega! Þið eigið
sökina á því að fólk reikar um göturnar
í bæjunum og þráir meiri eiturlyf. Það
fremur innbrot og morð, bara til að
eignast meiri peninga fyrir eiturlyfjum.
Fólkinu líður illa og það er ekki ykkar
mál, sagði Saku æstur.
— Við stundum bara okkar starf...
reyndi Hárski að segja.
— Þið skuluð fá að standa ábyrgir
fyrir því sem þið hafið gert, sagði Saku
djarflega. — Ef ekki frammi fyrir lög-
reglunni, þá frammi fyrir Guði almátt-
ugum. Þá verður ykkur vorkunn!
— Fyrir Guði! Ertu nú líka trúaður
ofan á allt annað, sagði litli maðurinn
hæðnislega.
Rollo og Hárski hlógu ekki. Þeir
störðu á Saku líkt og hann væri aftur-
genginn. Orðin sem hann sagði hittu í
mark.
Litli maðurinn stóð upp og fór inn í
hitt herbergið. Nú var hann reiður.
Hann vildi ekki láta strákhvolp á við
þennan koma sér í klandur.
Það varð hrópandi kyrrð í kofanum.
Það eina sem heyrðist var snarkið í
eldinum og vindurinn á kofagluggan-
um. Saku hugsaði til hinna strákanna
og andvarpaði. Hvað skyldu þeirvera
að hugsa? Ef til vill halda þeir að ég
hafi dottið í fossinn og drukknað?
Hræðsla varekki lengurtil íhonum,
svo furðulegt sem það var. Hann var
viss um að Guð hefði ekki gleymt hon-
um. Hljóðlega fór hann að raula fyrir
munni sér gamlan sunnudagaskóla-
söng: „Enginn þarf að óttast síður, en
Guðs barna skarinn fríður..." Þegar
hann hugsaði um þennan söng fann
hann fyrir nýjum krafti og öryggi í
hjarta sínu.
— Þakka þér kæri Jesús, hvíslaði
hann og raulaði áfram.
Hárski hlustaði á. Hugsanir hans
reikuðu aftur til æskuáranna og
mömmu hans sem oft hafði sungið
þennan söng. Aftur og aftur reyndi
hann að kyngja stórum kekki, sem
hafði komist í hálsinn á honum. Það
sáust tár í augunum.
— Þetta er fallegt lag. Mamma var
vön að syngja það, sagði Hárski
snortinn.
— Égeraðhugsaumhvaðfélagar
mínir halda nú, sagði Saku.
— Félagar?
— Já, við erum í fríi. Þrír félagar
mínir eru í kofa við fossinn, þar sem
þið funduð mig.
— Þeir fara örugglega niður að
Vestari-Jakobsá og sækja hjálp. Þá
fær lögreglan örugglega pata af mál-
inu.
— Það má reikna með því!
— Þáerum viðbúniraðvera, hvísl-
aði Hárski. Ég hef alltaf óttast þetta.
Saku vorkenndi honum. Lífið hafði
örugglega verið honum erfitt. Saku
skildi að Hárski var einmana, vonsvik-
inn og lífsleiður maður.
— TrúirþúáGuð,dattútúrHárski.
— Já og líka því að til sé Himinn.
Það kemur einmitt fram í söngnum.
— En hvernig getur þú vitað það,
spurði Hárski.
— Maður verður að trúa því. Vera
viss um það hér inni.
Saku benti á hjartastað og brosti.
Hárski kinkaði kolli.
— Mamma bað oft fyrir mér... en
ég lét mér fátt um finnast. Fór mína
eigin leið og olli mömmu oft vonbrigð-
um. Mamma var góð.
Saku hélt áfram að syngja: Svo er