Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 17
BARNABLAÐIÐ 17 Það borgar sig að biðja Grát þú eigi Bóas hafði verið lengi veikur. Móðir hans hafði hjúkrað honum margar vikur. Nú sá hún að hon- um myndi ekki batna. Hún óttaðist að hann dæi. Hún bað til Guðs. — Góði Guð, bjargaðu syni mínum. Hann er að dauða kom- inn. Þetta er eina barnið mitt og ég hef misst manninn minn. Ef Bóas deyr líka, á ég engan að í þessum heimi. Hún bað dag og nótt en alltaf varð Bóas máttfarnari og veikari. Eina nóttina sá hún að Bóas var veikari en nokkur sinni fyrr. Hún bað til Guðs í neyð sinni. Þrátt fyrir allar bænirnar dó Bóas þessa nótt. Móðir hans varð frávita af sorg. Hún grét og grét. — Hvað áég nú að gera, hugs- aði hún með sér. Ég á engan að. Hún hljóp út í næsta hús til að fá aðstoð nágranna sinna við að bera lík Bóasar út fyrir borgarmúr- ana og jarða það. í dögun var Bóas lagður á lík- börurnar og borinn út. Móðirin fylgdi líki sonar síns að borgarhlið- inu. Hún vissi ekki að þrátt fyrir allt hafði Guð bænheyrt hana. Þegar móðir Bóasarog líkfylgdin kom að borgarhliðinu var Jesús einmitt að ganga inn um borgarhiiðið. Hann kom auga á Bóas og móður hans. Jesús vissi að hún hafði beðið fyrir syni sínum og nú var hún aðfram- komin af sorg. Jesús vorkenndi henni. Hann gekk að líkbörunum þar sem Bóas lá, leit á móðurina og sagði: Grát þú eigi! Hún leit undrandi á hann. En Jesús leit á Bóas. — Ungi maður, ég segi þér: Rís upp! Bóas settist upp og var aftur kominn til lífsins. Móðir hans varð mjög glöð og þakklát. Nú hafði hún aftur eitthvað til að lifa fyrir. Hún þakkaði Jesú fyrir að hafa bænheyrt sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.