Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 53

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 53
BARNABLAÐIÐ 53 endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallarheim til hallar, himna Guð er lúður gjallar. Hárski leit á Saku. Logarnir í ofnin- um spegluöust í társtokknum augum hans. 9. kafli Bréfmiðinn Daginn eftir var súld og fjöllin vafin í gráar þokuslæður. Petri vaknaði fyrstur. Hann skreið hljóðlega úr svefnpokanum og lædd- ist út. Svo leit hann á gráan himininn og andvarpaði. Þessi dagur yrði annasamur. Hann fór aftur inn og vakti hina. — Ræs, á lappir með ykkur! Við verðum að koma okkur af stað og bjarga Saku! Strákarnir voru þögulir og alvarleg- ir. — Mérfinnstaðviðættumaðbiðja fyrst. Svo getum við skipulagt aðgerð- ir, lagði Petri til málanna. Hinir tóku undir það. Drengirnir spenntu greipar og báðu hljóðlega. Hver og einn úthellti kvíða sínum og áhyggjum fyrir Guði. Svo bað Hanski upphátt: — Drottinn, við þökkum þér fyrir nýjan dag! Þökk fyrir að þú varst með og hjálpaðir mér í gær. Nú sérðu okk- ur og kringumstæður okkar. Hjálpaðu okkur að finna Saku. Ef hann er enn lifandi, viltu þá vera hjá honum og hjálpa honum. Amen. Því næst fengu þeir sér morgunmat og skiptu með sér verkum. Pena átti að fara niður til Vestari Jakobsár og segja frá því sem gerst hafði. Hanski og Petri áttu að fara aftur að fossinum og reyna að komast á slóðina. Fossinn dundi sem aldrei fyrr og Petri sýndi Hanska fótsporin. — Þessi spor eru ekki eftir neinn okkar. Þau eru mörgum númerum stærri! Svo fóru þeir niður með ánni og grandskoðuðu árbakkann, en fundu hvorki tangur né tetur af Saku. Þeir voru við það að gefa upp vonina. — Stundum er eins og Guði sé alveg sama um erfiðleika okkar, and- varpaði Petri. — Skiptir það Guð nokkru máli hvort strákar týnist í fjöll- um Norður-Noregs? Það er svo mikið um að vera í heiminum: Milljónir manna að deyja úr hungri, svo eru stríð og alls kyns vandamál. Guð er víst alveg upptekin við að leysa stóru málin. — Ég er nú ekki sammála, sagði Hanski. — Guð skiptir sér líka af litlu mál- unum — og af Saku. Þú hefur víst ekki gleymt því, sem kom fyrir mig í gær, þegar ég bjargaðist úr fossinum? Hugsaðu þér, að Guð skyldi skipta sér af Hanski Hirvonen. — Jæja, kannski hefur þú rétt fyrir þér, sagði Petri hugsi. Eigum við að fara aftur upp á ásinn og leita að spor- um þar? Þeir gengu upp brekkuna, en ákváðu á miðri leið að fara aftur í kof- ann. Þar fengu þeir sér að borða. Allt í einu mundi Petri eftir miðanum, sem hann fann deginum áður. Hann leitaði í vösunum. Hann slétti úr miðanum og reyndi aftur að lesa það sem á honum stóð. Hann stóð fyrir framan spegilinn og uppgötvaði allt í einu að skilaboðin voru með spegilskrift: Ég er fangi þrír menn tala um hluti etv. eiturlyf Skil eftir slóð ef ég get. Saku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.