Barnablaðið - 01.12.1989, Page 41
Það var glampandi sólskin og
nýfallinn snjór þakti skólalóðina
þegar nemendur 5.JÓ þustu út í
frímínútur. Þegar hringt var inn
komu þau öll rjóð og sælleg inn úr
frímínútunum.
Krakkarnir tóku af sér blautar
yfirhafnirnar og ekki var laust við
að það væri nokkur galsi í þeim
eftir margvíslega leiki í snjónum.
Við snerum okkur að tveimur
hressum stelpum, Árnýju og Ingi-
björgu, og fengum þær til að segja
okkur frá því hvað bekkurinn hefði
verið að gera í málræktarvikunni.
Okkar eigið bókasafn
— Þaðmásegjaaðþaðséallt-
af málræktarátak í Flataskóla,
sagði Ingibjörg.
— Alvegfráþvííbyrjunskólans
höfum við gert ýmislegt skemmti-
legt. Við byrjuðum á því að safna
bókum. Allir krakkarnir í bekknum
komu með bækur að heiman og
við röðuðum þeim í stóran skáp
sem við erum með í stofunni okk-
ar, bætti Árný við.
— Svo kom Ari í heimsókn í
bekkinn okkar. Hann sér um bóka-
safn skólans, sagði Ingibjörg.
Hann kenndi okkur að flokka bæk-
urnar okkar og búa til alvöru bóka-
safn, hélt hún áfram.
— Við flokkum bækurnar eftir
stafrófsröð og hver býr til lista yfir
sínar bækur, sagði Árný til nánari
útskýringar.
— Síðan bjuggum við til „bóka-
orm“. Hann hefur höfuð og langan
hala sem búinn er til úr mörgum
kringlóttum spjöldum.
Ormurinn lengist eftir því sem
við lesum fleiri bækur því við skrif-
um alltaf á nýtt og nýtt spjald
hvaða bók við lásum og merkjum
svo í reiti á spjaldinu hvernig okkur
fannst bókin: Skemmtileg, leiðin-
leg, sæmileg og límum aftan við
halann.
Rithöfundur í heimsókn
— Við vorum svo heppin að fá
Kristínu Loftsdóttur, rithöfund, í
BARNABLAÐIÐ 41
Árný og Ingibjörg við bókasafnið.
heimsókn. Hún skrifaði bókina
Fugl íbúri, sagði Ingibjörg.
— Það var mjög gaman að fá
hana í heimsókn, sagði Árný. Hún
fræddi okkur um það hvernig rit-
höfundur vinnur.
í fyrsta lagi þarf rithöfundurinn
að velja sér efni til að skrifa um.
Síðan þarf hann að finna nöfn á
persónur sögunnar.
— Þegar hún var búin að segja
okkur það helsta um það hvernig
sögur verða til, máttum við spyrja
hana, skaut Ingibjörg inní. Okkur
langaði að vita ýmislegt, eins og til
dæmis hvort hún hefði einhvern
ákveðinn stað til vera á þegar hún
er að skrifa. Við höfðum nefnilega
heyrt að Agata Cristie væri alltaf
ofaní baði og borðaði epli þegar
hún skrifaði. En Kristín sagði okk-
ur að hún hefði engan svona fast-
an vana. Hún skrifaði hvar sem
væri og notaði hverja stund sem
gæfist til að skrifa bókina.
— Hún skrifaði í frímínútum, í
skólanum og í bílnum á leiðinni í
skólann, sagði Árný. Hún varalltaf
með bókina í huga. Við vorum dá-
lítið undrandi þegar hún sagði
okkur að henni hefði þótt svo gam-
an að skrifa bókina að hún gaf sér
ekki einu sinni tíma til að fara í bíó
með vinum sínum. Hún var alltaf
að skrifa!
Heimsókn í prentsmiðju
— Daginn eftir að Kristín heim-
sótti okkur fengum við að skoða
hvernig bækur eru búnar til. Krist-
ín sagði okkur frá því hvernig rit-
höfundurinn vinnur bókina áður
en hún fer í prentun, síðan fengum