Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 21
BARNABLAÐIÐ 21
|_|
Ijörðin lá og hvíldist. Litlu
lömbin lágu þétt saman í hnapp.
Friður og kyrrð næturinnar breiddi
sig eins og dúnmjúk ábreiða yfir
jörðina. Jafnvel hirðarnir sem
vöktu yfir hjörð sinni, til þess að
gæta hennar fyrir árás villidýr-
anna, gátu varla haldið augunum
opnum. Allt var svo hljótt og kyrrt.
— Hvaða Ijós er þetta? sagði
Aser allt í einu. Aser var yngsti
hirðirinn. Hirðarnir litu allir upp í
himinhvolfið, sem Ijómaði allt af
yfirnátturulegri dýrð.
— Hvaðeraðgerast? Þeirvoru
allir slegnir undrun og ótta í senn.
Slíkt höfðu þeir aldrei áður séð, og
það um hánótt. Þá stóð engill
Drottins frammi fyrir þeim í skín-
andi Ijósklæðum og rödd hans
hljómaði mild sem róandi hvísl
móður við óttaslegið barn sitt, og
um leið djúp sem niður margra
vatna:
„Verið óhræddir, því að sjá ég
boða yður mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllum lýðnum, því að
yður er í dag Frelsari fæddur, sem
er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“
Hirðarnir voru allt í einu svo
glaðir. Allur ótti við hina miklu sýn
var horfinn eins og dögg fyrir sólu.
Nú skildu þeir boðskapinn. Hann
var kominn hinn langþráði lausn-
ari þjóðar þeirra. Hann, er hinir
heilögu spámenn höfðu sagt fyrir
að myndi koma í fyllingu tímans.
— Messías Drottinn Kristur í Dav-
íðs borg.
En þeir fengu ekki tíma eða tóm
til eigin hugleiðinga. Því „í sömu
Vér
skulum
fara
rakleiðis
til
Betlehem
(Lúk 2:15)
svipan var með englinum fjöldi
himneskra hersveita sem lofuðu
Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upp-
hæðum og friður á jörðu með þeim
mönnum sem hann hefur vel-
þóknun á.“
Dýrð sé Guði! Endurtóku hirð-
arnir hljótt og hátíðlega. Og um
leið og söngurinn þagnaði og hinir
himnesku sendiboðar hurfu aftur
sjónum þeirra, var ásetningur
þeirra allra í senn tekinn. Aser og
Símon og allir hinir sögðu hver við
annan: „Við skulum fara rakleiðis
til Betlehem og sjá þennan atburð,
sem orðin er og Drottinn hefur
kunngert oss.“
Og þeirfóru með skyndi. Fóru til
að sjá undrið í Betlehem. Fóru til
að mæta Frelsaranum, sínum
fyrirheitna Messíasi.
Vér skulum fara!
Á þessari jólahátíð. Fara. Ekki
þarsem heimurinn laðarog býður
fram fánýtt glys og ginningar.
Hvað er slíkt í samanburði við him-
insins dýrð, og Hann sem kominn
er til að vera þinn og minn Jesús,
sem þýðir Frelsari.
Vér skulum fara — til Hans.
K.S.
Sagan birtist áður í Jólablaði Barna-
blaðsins árið 1954.