Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 15
BARNABLADID 15 Miskunnsami Samverjinn (Lúkas 10:25-26) J Einu sinni kom maður nokkur til Jesú og spurði: — Meistari, hvað þarf maður að gera til að eignast eilíft líf? Jesús svaraði manninum og sagði: Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og af öll- um huga þínum og meðbróður þinn eins og sjálfan þig. — En hver er þá meðbróðir minn, spurði maðurinn. Jesús svaraði því með því að segja sögu: — Maður var á leið frá Jerúsa- lem til Jeríkó og lenti í höndum ræningja. Þeir rændu fötum hans og peningum og börðu hann. Síð- an skildu þeir hann eftir hálfdauð- an við vegarbrúnina. Af tilviljun fór prestur þarna um. Þegar hann sá manninn leit hann undan og hélt áfram. Skömmu síðar kom musterisþjónn þar að, en er hann sá hinn slasaða þá flýtti hann sér framhjá. En svo kom þar að lítilsmetinn útlendingur, Samverji. Hann sá manninn og kenndi í brjósti um hann. Og hann gekk til hans, hreinsaði sárin og batt um þau. Að því loknu setti hann særða mann- inn upp á asnann sinn og studdi hann að næsta gistihúsi þar sem hann veitti honum aðhlynningu um nóttina. Morguninn eftir rétti hann gestgjafanum ríflega upp- hæð og bað hann að annast manninn. „Ef reikningurinn fer fram úr þessari upphæð“, sagði hann, „þá borga ég mismuninn næst þegar ég kem“. Hver finnst þér nú hafa verið sannur meðbróðir mannsins sem lenti í höndum ræningjanna? draslið í herberginu eiga sig í nokkra daga. Þegar draslið væri orðið svo mikið að strákurinn kæmist ekki út átti hún að tala aft- urvið hana. Nokkrum dögum síð- ar var draslið orðið svo mikið að strákurinn komst hvergi. Það sá ekki einu sinni í rúmið hans fyrir drasli. Hann var orðinn mjög svangur. Allt í einu var bankað á gluggann hjá honum. Hann ruddi sér leið að glugganum. Mamma hans stóð fyrir utan. Hún var með garðhrífuna í höndunum og sneri henni upp í loftið. Á hverjum tindi var matur. Það var kjötbolla á ein- um, kartafla á öðrum, brauðsneið á hinum og svo lengi má telja. Strákurinn opnaði gluggann og tíndi matinn af hrífunni. Síðan hélt hann áfram að leika sér í dótinu. Svona liðu dagarnir þangað til hann heyrði skrúðgöngu fara framhjá. Það var Sigga Vigga og öll börnin í bænum. Sigga Vigga kallaði á hann að koma en hann komst ekki út. Hann var fastur. Þetta varð til þess að hann flýtti sér að taka til. Eftir þetta gætti hann þess vel að taka til hjá sér. í bókinni eru margar aðrar sög- ur um börn sem Sigga Vigga hjálpaði. Bókin fæst í öllum bóka- búðum og á flestum bókasöfnum. Góða skemmtun, Lambi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.