Barnablaðið - 01.12.1989, Page 24

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 24
24 BARNABLAÐIÐ Vitringarnir Jesús fæddist í bænum Betl- ehem í Júdeu á valdatímum Heródesar konungs. Um það leyti komu vitringar til Jerúsalem frá Austurlöndum og spurðu Heród- es: „Hvar er hinn nýfæddi Gyðinga- konungur? Við höfum séð stjörnu hans austur í löndum og nú erum við komnir til þess að hylla hann.“ Heródes konungur varð skelf- ingu lostinn er hann heyrði þetta, og alls kyns sögusagnir komust á kreik í Jerúsalem. Heródes kallaði því saman trúarleiðtoga Gyðinganna og spurði: „Hafa spámennirnir sagt hvar Kristur eigi að fæðast?“ „Já, í Betlehem, því að þannig skrifaði Míka spámaður: „Þú Betlehem litla, þú ert ekki þýðingarlaus smábær í Júdeu, því frá þér mun koma höfðingi sem annast mun þjóð mína, ísrael,““ svöruðu leiðtogarnir. Heródes sendi þá vitringunum leynileg boð um að finna sig, og á þeim fundi fékk hann að vita hve- nær þeir hefðu fyrst séð stjörnuna. Síðan sagði hann: „Farið til Betlehem og leitið að barninu, og þegar þið hafið fundið það, skuluð þið koma aftur og láta mig vita hvar það er, svo ég geti einnig veitt því lotningu!" Að þessum viðræðum loknum héldu stjörnuspekingarnir aftur af stað. Og sjá! Stjarnan birtist þeim á ný og fór fyrir þeim og stað- næmdist loks yfir Betlehem. Gleði þeirra var takmarkalaus! Þeir gengu inn í húsið þar sem María og barnið voru, krupu á kné frammi fyrir því og tilbáðu það. Síðan tóku þeir upp farangur sinn og gáfu barninu gull, reykelsi og myrru. Á heimleiðinni komu þeir ekki við í Jerúsalem til þess að hitta Heródes, því að Guð hafði sagt þeim í draumi að fara aðra leið heim til sín. Lestu textann hér fyrir ofan og finndu svörin og sendu okkur þau. Utanáskriftin er: Barnablaðið. Jólaspurningaleikur Pósthólf 5135 125 Reykjavík. 1) HvaðaerindiáttuvitringarnirviðHeródes? 2) Afhverju varð Heródes skelfingu lostinn þegar hann heyrði um fæðingu Jesús? 3) Hvernig vissu leiðtogar Gyðinga hvar Kristur ætti að fæðast? 4) Hvernig fundu vitringarnir Jesúbarnið? 5) Af hverju vildi Heródes vita hvar barnið væri? 6) Hvað gáfu vitringarnir barninu? 7) Af hverju fóru vitringarnir ekki til Heródesar á heimleiðinni?

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.