Barnablaðið - 01.12.1989, Page 14

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 14
14 BARNABLADID F ullo r ðinsþ áttur inn Heilir og sælir fullorðnir góðir! Nú skulum við velta fyrir okkur uppeldisaðferðum for- eldra. Þær eru að sjálfsögðu eins margar og foreldrarnir eru margir. Algengustu uppeldisaðferðirnareru þó einhvern veg- inn svona: a) Mikil stjórnun, „strangir" foreldrar. b) Lítil stjórnun, „ eftirlátir" foreldrar. c) Lýðræðislegir foreldrar; börnin og foreldrarnir taka ákvarðanirnar í sameiningu eftir því sem kostur er. Nú skulum við líta á hvern flokk fyrir sig: a) Sumir foreldrar eru mjög strangir og stjórnsamir. Þeir ætlast til þess að við hlýðum þeim skilyrðislaust. Ef foreldrarnir banna eitthvað og við skiljum ekki hvers vegna, finnst okkur það vera ógnarstjórn og við fyllumst mótþróa og reiði. Ef það er útskýrt hvers vegna eittvað er bannað, er mun auðveldara að hlýða reglunum. Það veitir okkur öryggi að finna að ykkur er ekki sama um hvað við gerum eða segjum. Það veitir okkur líka örygg- iskennd að vita hvað við megum og hvað við megum ekki gera. Ef reglurnar sem þið setjið eru nógu einfaldar og skýrar, verður minna um árekstra. Munið að svolítil und- anlátsemi er holl og nauðsynleg. b) Sumir foreldrar eru mjög eftirlátir við börnin. Þeir banna nánast ekki neitt. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að þeir vilja ekki standa í veginum fyrir löngunum barn- anna. En þessi uppeldisaðferð getur verið mjög vara- söm. Við erum flest þannig að við reynum að finna hvar mörkin liggja. Ef við vitum það ekki verðum við óörugg. Auk þess virðist það vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar uppeldisaðferðar, þegar við höfum gengið gjörsamlega fram af foreldrunum í leit okkar að “hegðun- ar landamærunum" verða þeir öskureiðir og grípa til harðra refsinga. Það kemur okkur þannig fyrir sjónir að það sem mátti í gær, má ekki í dag. Þetta gerir okkur óörugg og jafnvel árásgjörn. c) Sumum finnst gott að nota lýðræðislega uppeldis- aðferð. Sumir foreldrar eru hræddir við að taka þá að- ferð upp, því þeir telja að það sé ekki alltaf tími til samn- ingaviðræðna. Þessi aðferði býður þó upp á ákveðinn sveigjanleika. Hún er þannig að foreldrarnir og börnin ákveða í sameiningu hvað er bannað og hvað er leyft. Þetta krefst þess að fjöskyldan gefi sér tíma til að ræða málin og komast að sameiginlegum niðurstöðum. Það tekur ekki völdin af foreldrunum en ætti að opna umræður á heimilinu og auka samskipti barna og ful- lorðinna. Allir geta komið með sín sjónarmið og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Niðurstöður: Gefið okkur skýrar línur um það hvað má og hvað má ekki. Hjálpið okkur að skilja hvers vegna sumt er bannað. Okkur finnst gaman að láta taka mark á okkur. Leyfið okkur að taka þátt í því að ákveða reglurnar. Þá erum við sáttari við að fara eftir þeim. Við viljum ekki of mikla eftirlátsemi það gerir okkur óörugg. Samt er svolítil eftirlátsemi holl. Kær kve-e-e-eðja, Lambi. Lambi les Betty MacDonald: Sigga Vigga og börnin í bænum ísafoldarprentsmiðja h.f. 1987 Fyrir mörgum árum las ég skemmtilega bók sem hefur verið mér mjög minnisstæð. Bókin er bæði fyrir stelpur og stráka. Hún heitir Sigga Vigga og börnin í bænum. Þessi bók er um konu sem heitir Sigga Vigga. Hún býr í mjög skrítnu húsi. Þaö snýr á hvolfi: Loftið er þar sem gólfið á að vera og gólfið þar sem loftið á að vera. Sigga Vigga er vinur allra barn- anna í bænum. Þau koma og fela hjá henni fjársjóði og fara í alls konar leiki. Foreldrar barnanna eru líka mjög hrifnir af Siggu Viggu. Ef börnin þeirra eru eitthvað óþekk, vilja t.d. ekki laga til, leita þeir til Siggu Viggu sem kemur alltaf með góð ráð. Einu sinni var strákur sem nennti aldrei að taka til í herberg- inu sínu. Hann átti mjög mikið af leikföngum og mamma hans var orðin þreytt á öllu þessu drasli inni hjá honum. Loks var hún alveg búin að gefast upp á því að segja honum að laga til í herberginu. Henni datt í hug að leita ráða hjá Siggu Viggu. Sigga Vigga ráð- lagði henni að láta strákinn og

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.