Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 12
12 BARNABLAÐID Þaö er ekkert gaman aö vera nýr í bekknum og þekkja engan. Lilja haföi byrjað í nýja skólanum strax um haustið en þó nú væri komið langt fram í október haföi hún enn ekki eignast neina vin- konu. Hún sat ein. Allar hinar stelpurnar áttu vinkonu. Lilja staulaðist framúr, klæddi sig í flýti og hljóp út. Hún vissi vel að það var ekki gott að fara í skól- ann með tóman magann en það varð að hafa það í þetta sinn, því hún var að verða allt of sein. Lilja var ekki fyrr sest í sætið sinn en strákarnir á borðinu fyrir aftan fóru að toga í flétturnar á henni og kalla hana ýmsum Ijótum nöfnum. Þetta þoldi hún ekki. Henni hafði verið stöðuglega strítt síðan hún byrjaði í þessum nýja skóla. Bara að hún gæti farið aftur í gamla skólann. Kennarinn skammaði strákana og þeir hættu að toga í flétturnar. Eftir frímínúturnar var handa- væri inn. Þeim var orðið býsna kalt. Þau voru öll með handa- vinnupokana sem þau höfðu saumað í 9 ára bekk. Lilja stóð þarna og lét fara sem minnst fyrir sér. Það var kominn galsi í krakkana. Allt í einu mundi einn hrekkjalómurinn eftir Lilju. Hann gat ekki stillt sig um að stríða henni svolítið. Hann reyndi að ná af henni handavinnupokanum, en þegar það tókst ekki reif hann af henni húfuna. Liljavissi ekki hvað hún átti til bragðs að taka. Hún varð reið og sár. Af hverju var alltaf verið að stríða henni? Hún reyndi að láta sem henni væri alveg sama. Þá æstist strákurinn enn meir og togaði í hárið á henni. Nú gat Lilja ekki stillt sig lengur og sló til hans með handavinnupok- anum. Strákurinn öskraði af bræði. — Ætlarðu að drepa mig! Lilja sá sér til mikillar skelfingar að blóð rann úr handleggnum á honum. — Veistu ekki að þú hefðir get- að skorið hann á púls, hrópaði ein stelpan með ásökunartón í rödd- inni. Lilja gat ekkert sagt. Hún var miður sín yfir að hafa meitt strák- inn. Þetta var líka alveg óvart. Hún hafði ekkert munað eftir nálinni. í þessu var hringt inn. Lilja hugsaði með skelfingu til þess hvað handavinnukennarinn myndi segja. Hún yrði áreiðanlega send til skólastjórans. Þegar handavinnukennarinn kom, fór strákurinn grenjandi til hennar og klagaði Lilju. Hún stóð eins og límd við jörðina. Handavinnukennarinn leit á sárið og sendi strákinn til hjúkrun- arkonunnar. Síðan sneri hún sér að Lilju og sagði: Þú verður að gæta að því hvað þú gerir góða mín ! Síðan hleypti hún krökkun- um inn og handavinnutíminn hófst. Lilju fannst ósanngjarnt að kennarinn skyldi skamma hana. Hún átti ekki upptökin að þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.