Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 13
BARNABLADIÐ 13 slagsmálum og haföi þar að auki alls ekki ætlað að meiða strákinn. Henni þótti erfitt að einbeita sér að púðanum sem hún var að sauma. Hana langaði til að kom- ast heim til mömmu sem allra fyrst og segja henni hvað hafði gerst. En hún varð að gjöra svo vel að sitja í tímanum. Svo komu frímín- úturnar. Krakkarnir sátu um hana í frím- ínútunum. — Morðingi! Sagði strákurinn og hinir krakkarnir tóku í sama streng. Lilja reyndi að verja sig en krakkarnir réðust á hana, lömdu hana og börðu. Þá var hringt inn. Krakkarnir hlupu inn í skólann en Lilja lá eftir á skólalóðinni, meidd og hrædd. Hún gat ekki hugsað sér að fara inn í skólastofuna. Hún bara lá þarna, alein og grét. — Góði Guð, hvað á ég að gera? Andvarpaði hún vonlaus. Hún heyrði fótatak. Bara að þetta væri einhver sem vildi tala við hana og hugga hana. Lilja leit upp og sá að þetta var skrifstofu- konan. Þegar skrifstofukonan kom auga á hana flýtti hún sér inn í skólann. Lilja lét höfuðið hníga niður á kalt malbikið. Tárin streymdu niður kinnarnar og hún fann til í öllum kroppnum. — Ég verð að standa upp. Það þýðir ekkert að liggja hérna eins og einhver aumingi, hugsaði hún með sér. En þegar hún reyndi að rísa á fætur svimaði hana svo mik- ið að hún hneig strax niður aftur. Lilja lá þarna góða stund. Henni var illt í maganum og höfðinu og það blæddi úr nefinu. Nú heyrði hún þungt fótatak. Þetta var yfir- kennarinn sem kom gangandi. Hann var með þunga skjalatösku og mátti greinilega ekkert vera að því að sinna vælandi krakka. Hann flýtti sér inn í hlýjan skólann. Lilju var orðið kalt. Hún gerði aðra tilraun til að standa upp en svimaði því meir. Nokkru síðar heyrði hún fótatak. Það nálgaðist óðum. Það var einhver að koma til hennar! Allt í einu fann hún hlýja hönd strjúka yfir hnakkann. Hún leit upp. Þetta var stelpa á hennar aldri. — Hvað kom fyrir þig, spurði hún full samúðar. Lilja sagði henni alla söguna og lýsti því líka fyrir henni hvernig krakkarnir hefðu komið fram við hana allan vetur- inn. Stelpan horfði sorgmædd á Lilju. Síðan sagði hún glaðlega — Veistu að ég á eiginlega enga vinkonu heldur. Ég skal vera vinkona þín. Komdu, við skulum fara upp á kennarastofu og tala við skólastjórann. Hann getur ör- ugglega talað við krakkana og stillt til friðar, en fyrst skulum við fara til hjúkrunarkonunnar. Lilja var bæði glöð og fegin yfir því að hafa eignast vinkonu. — Veistu það, sagði hún við stelpuna, þú minnir mig á misk- unnsama Samverjann. Stelpan hló, hjálpaði henni á fætur og fór með hana til hjúkrunarkonunnar Spurningar Lilja var að byrja í nýjum skóla. Það er oftast gaman og spennandi að byrja í nýjum skóla en stundum er það erfitt. Lilja var mjög óheppin. í hennar bekk voru margir leiðin- legir krakkar sem stríddu henni. 1) Ereinhverjum strítt mikið í þínum bekk? 2) Hvernigerhægtaðhjálpa þeim sem er strítt? 3) Hvað er líkt með sögunni um Lilju og sögunni um miskunnsama Samverj- ann? Sendið svörin til Barnablaðsins Barnablaðið Pósthólf 5135 125 Reykjavík Lesum söguna um miskunn- sama Samverjann á bls 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.