Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 56

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 56
56 BARNABLAÐIÐ AÐVENTU- KRANSINN Fjórum sunnudögum fyrir jól hefst aðventan. Þá kveikir fólk gjarnan á fyrsta kertinu í aðvent- ukransinum, sumir syngja jólalög og borða smákökur. Orðið „aðventa“ þýðir að eiga von á eða vænta einhvers. Þá eru allir að bíða eftir því að jólin gangi í garð. Kertin í aðventukransinum eru fjögur. Þau hafa hvert sína merk- ingu. Fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á einu kerti. Það er kallað spádómakertið vegna þess að mörg hundruð árum áður en Jesús fæddist spáðu menn fyrir um komu hans. Annan sunnudag í aðventu er kveikt á næsta kerti, englakertinu. Fjöldi engla steig niður af himnin- um, þegar Jesús fæddist og söng lofsöngva. Þeir sungu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Hirðarnir sem gættu sauðanna sáu englana, þeir vissu að eitt- hvað stórkostlegt hafði gerst þessa fallegu nótt. Þess vegna heitir þriðja kertið hirðakerti. Síðasta kertið heitir Betlehem- kertið. Hirðarnir flýttu sér niður til Betlehem. Þar fundu þeir Jesú, liggjandi í jötu. Þeir vissu að alda- gamlir spádómar höfðu nú ræst, frelsarinn var í heiminn borinn. BarnablaNð sendir öllum lesendum sínum bestu oq nýdrskve'ójur jur fieim ___________ blessunar.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.