19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 7
var einn eftir með barnið í 6 vik- ur. Gunnar: Það sem virtist koma fólki hvað mest á óvart varðandi börnin, var það að ég annaðist að mestu leyti um kaup á fatnaði handa þeim. Þetta helgaðist af því, að það var þægilegra fyrir mig vegna vinnustaðar að komast í verslanir. Það var allt í lagi meðan ég var að kaupa ytri fatn- að á þau, en því nær sem að líkamanum dró, þeim mun vandræðalegra varð afgreiðslu- fólkið. Teljið þið að það sé erfiðara fyrir karlinn að hugsa um heim- ilið og börnin? Ella Kolbrún: Það held ég alls ekki og hef aldrei fengið séð að Gunnari færist þetta verr úr hendi en konum. Gunnar: Ég verð nú að viður- kenna það, að það er að sumu leyti erfiðara fyrir karlinn og á- stæðan er einfaldlega sú, að hon- um er gert erfiðara fyrir, fordóm- arnir eru svo miklir. 1975 flytjið þið heim, var þetta ekki stór ákvörðun? Gunnar: Það má segja það, en börnin voru að komast á skóla- aldur og Ella Kolbrún var beðin um að koma heim og skipuleggja kennslu í sjúkraþjálfun hér við Háskólann. Ella Kolbrún: Það var búið að skrifa mér margoft og það var lagt töluvert að mér með það að koma heim og við stóðum eigin- lega frammi fyrir því, að ef við drifum okkur ekki, þá væri ekki að vita hvenær það yrði. Voru viðbrigðin ekki mikil? Gunnar: Þau voru óskaplega mikil, en við höfðum unað hag okkar ákaflega vel í Bretlandi. Það sem sló mig þó mest var það hversu alvörugefnir allir voru, fólk hvorki brosti né hló. Og það var líka annað atriði sem mér þótti mjög varhugaverð þróun og það var hversu pólitík gegnsýrði alla þætti þjóðlífs. Fólk virðist taka pólitík miklu alvarlegar en Við teikniborðið heima í stofu. til dæmis í Bretlandi. Ég get bara nefnt sem dæmi að það hefur fólk haldið því fram við mig, að ekki væri hægt að bjóða gestum heim til sín öðru vísi en að vita stjórn- málaskoðanir þess. Þetta er á öll- um sviðum og menn virðast hér ekki geta öðlast verulegan starfs- frama öðru vísi en þeir selji ein- hverjum flokki sál sína. Ella Kolbrún: Það má segja að við höfum fengið hálfgert sjokk. Við höfðum ekki verið heima, sem heitið gat, frá því við vorum hálfgerðir unglingar og allt í einu komum við heim sem fólk á miðjum aldri eftir að hafa lifað „stúdentalífi“ í hálfan annan áratug. Gunnar: Það var eiginlega ekki fyrr en maður fór að rekast á jafnaldra sína á götu, að það varð ljóst fyrir mér að líklega væri aldurinn farinn að færast yfir. En það var eitt sem ég vildi taka fram í sambandi við íslenskt þjóðlíf eins og það kom okkur fyrir sjónir eftir allan þennan tíma og það var hversu meðal- mennskan er áberandi. Ef ein- hver hefur örlítið meiri þekkingu á ákveðnu sviði þá fær hann ekki að vera í friði með að halda áfram að þroska og bæta við sig heldur skal hann dreginn niður á það plan sem ríkir. Þetta held ég að standi orðið framförum fyrir þrifum ásamt pólitíkinni. Um leið og sérfræðingur er búinn að gefa sig út sem fylgismann ákveðins stjórnmálaflokks er hann hættur að geta litið hlut- lægt á viðfangsefni sín. Teljið þið æskilegt að hjón séu lík? Ella Kolbrún: Við Gunnar erum með ólíka skapgerð. Ég er frekar jafnlynd og vil berjast og ekki láta erfiðleika hafa of mikil áhrif á mig. Gunnar: Ég er uppstökkur og ör í skapgerð, en Ella er aftur á móti þrá og vill ekki gefast upp. Mér tekst ekki að fá hana til að rífast við mig. Ég læt erfiðleika oft ná tökum á mér og er að eðlisfari svartsýnn, en hún hefur aftur á móti þann hæfileika að lifa frá degi til dags. Slíkt er ákaflega mikilvægt í landi eins og íslandi þar sem óðaverðbólga geisar. Þurfa hjón að hafa svipað lífs- viðhorf? Gunnar: Vissulega gerir það hlutina ólíkt þægilegri. Við Ella höfum svipuð lífsviðhorf og það hjálpar líka til að við höfum reynt að fá innsýn inn í starf hvors annars. Ella Kolbrún: Fyrsta árið okkar í 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.