19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 8
Bretlandi las ég töluvert af námsbókum Gunnars og ástæðan fyrir því var sú, að ég þarf sífellt að hafa eitthvað til að lesa og fátt var um aðrar bækur. Eftir á er ég ákaflega fegin að hafa gert þetta. Gunnar: Síðan má segja að ég hafi fengið nokkurn skilning á viðfangsefnum þeim sem Ella glímir við í sínu starfi. Þetta gerði ég meðal annars með því að hitta samstarfsmenn hennar og ekki síður með því að lokaverkefni mitt í náminu var það að hanna endurhæfingarstöð. Ella Kolbrún: Störf okkar eru ekki eins ólík og þau kunna að virðast í fljótu bragði. Við erum bæði að hugsa um fólk og þarfir þess. Eigið þið einhver sameiginleg áhugamál? Gunnar: Við höfum aldrei haft neinn tíma til að fá „dellu“ á einhverju sviði. Það má eiginlega segja að börnin séu aðaláhuga- mál okkar og frístundunum vilj- um við verja með þeim. Ella Kolbrún: Segja má að það hafi helgast af aðstæðum úti í Bretlandi að við tókum börnin með okkur jafnvel þótt við vær- um að fara í samkvæmi. Og í dag kemur okkur aldrei til hugar að fara neitt án þess að hafa þau með. Gunnar: Eg hef aldrei skilið þetta fólk sem vill fara í frí og skilja börnin eftir. Styrktu börnin samband ykk- ar? Ella Kolbrún: Um leið og börnin eru komin held ég að hjón hugsi minna um sambandið sín á milli. Þau eru hins vegar ákaflega mikil kjölfesta. Gunnar: Börnin hafa tvímæla- laust styrkt sambandið. Því er hins vegar ekki að neita að heim- urinn er minni fyrir okkur vegna þeirra. Ella Kolbrún: Við höfum bæði áhuga á því að starfa erlendis en börnin þurfa ákveðna festu og það verða foreldrar að hugsa um 6 að skapa þeim á meðan þau eru búin undir lífið. Hvaða skipulag er á fjármál- um ykkar? Ella Kolbrún: Við höfum að vísu hvort sínar tekjur en þetta fer allt í einn sjóð til heimilisins. Það hefur hins vegar aldrei verið talað um mína peninga eða Gunnars peninga. Þegar við ætlum að taka einhverjar stórar ákvarðanir ræðum við málin og ákveðum hvaða stefnu eigi að taka. Cunnar: Þrátt fyrir það má eig- inlega segja að það sé oftar ég sem kem með tillögur í upphafi, það kann að stafa af því að skapgerð mín er örari og ég er fljótari til. Hvað er helsta ágreiningsefnið í hjónabandinu? Gunnar: YfirleLtt tekst okkur að ná samkomulagi um þau vanda- mál sem liggja fyrir. Það má e.t.v. segja að ágreiningur spretti oft af því, hversu svartsýnn ég er en Ella vill ekki gefa sig og neitar að hverfa frá fyrirætlan sinni. Það er líklega aðalásteitingssteinninn hvort við eigum að láta undan þótt á móti blási. Varðandi ein- stök atriði má segja að í dag stöndum við frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvort við dveljum áfram hér á landi eða ekki. Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þá möguleika sem arkitektar hafa hér á landi. Ella Kolbrún: Ég hef mínum skyldum að gegna í sjúkraþjálf- unardeildinni og á ekki gott með að yfirgefa hana, enda þótt Gunnar telji að hann myndi njóta sín betur erlendis. Gunnar: Þetta er vandamál sem við getum líklega seint orðið sammála um. Álítið þið að kjarnafjölskyldan muni verða hið ríkjandi sambýl- isform í framtíðinni? Ella Kolbrún: Ég á von á því að hún verði það, en hins vegar býst ég við að tengslin milli kynslóð- anna aukist á nýjan leik, en hins vegar ekki að afar og ömmur, foreldrar og börn fari að búa saman aftur. Gunnar: Ég held að við búum hér í húsinu í því formi sem næst kemst stórfjölskyldu nú til dags. Foreldrar mínir búa hér á neðri hæðinni og börnin geta flakkað á milli. Ég ólst sjálfur upp við það að amma mín var á heimilinu og við Ella fundum það með börnin að þau söknuðu þess mikið úti að hafa ekki afa og ömmu eða eitt- hvað fólk sem þau gátu treyst fyrir utan foreldra sína. Börn verða tvímælalaust sjálfstæðari við það að hafa ekki alla sína þekkingu frá foreldrunum. Þau börn sem þannig alast upp taka ekki allt trúanlegt sem þeim er sagt heldur spyrja og draga sínar ályktanir. Hvað er gott hjónaband? Gunnar: Aðalatriðið held ég að sé það, að hjónin séu góðir vinir, ef svo er ekki held ég að tilvist hjónabands sé ákaflega hæpin. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að við Ella séum jafngóðir vinir og þegar við vorum 15 ára. Ella Kolbrún: Mér finnst traust hjóna hvort á öðru mikilvægast. Þau verða að treysta hinu full- komlega. Þykir ykkur óeðlilegt að hjón fari og skemmti sér sitt í hvoru lagi? Gunnar: Við förum yfirleitt saman út að skemmta okkur. Þó eru ákveðnir hlutir sem Ella hefur gaman að, eins og til dæmis ballett sem ég hef ekki áhuga á að fylgjast með, og þá fer hún ein. Ég get hins vegar tæplega hugsað mér að sækja hér skemmtistaði án þess að hún fari með mér. Ella Kolbrún: Eg fór nýlega í fyrsta skipti ein á dansstað og verð að segja að ég kunni því heldur illa. Það var hálfömurlegt að híma ein upp við bar. Bindur hjónabandið konuna meira en karlinn? Ella Kolbrún: Það held ég vegna þess að það eru svo margir hlutir sem karlar geta gert sem myndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.