19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 13
makans. Um vissar tegundir hjú- skapareigna gildir sú regla, að maki, sem eignirnar á, verður að fá samþykki hins makans til að ráðstafa þeim. Ef um er að ræða fasteign, sem fjölskyldan býr á eða er notuð við atvinnurekstur beggja hjóna eða atvinnurekstur þess hjóna, sem ekki á fasteign- ina, þá má sá, sem fasteignina á, ekki selja hana, leigja eða veð- setja, án samþykkis hins makans. Sama gildir um afhendingu og veðsetningu á lausafé, ef það telst til húsgagna á sameiginlegu heimili, eða til vinnutækja hins eða er notað til þarfa barna. Ef slíkum eignum er ráðstafað, án samþykkis maka, er unnt með vissum skilyrðum að fá samningi hrundið með dómi. Þessar reglur taka aðeins til hjúskapareigna en ekki til séreigna. Þessar reglur eru settar til verndar fjölskyldunni. Þær fjalla um eignir, sem varða hverja fjöl- skyldu miklu, og er því rétt að samráð séu milli hjóna um ráð- stafanir þeirra. Þótt ekki sé um að ræða þessar afmörkuðu eignir, sem varða hverja fjölskyldu miklu, þá á maki ætíð að fara vel með hjú- skapareignir sínar, þannig að ekki verði hinum maka til tjóns. Ef misbrestur verður á því, þá getur það orðið tilefni til endurgjald- kröfu við skipti. Aðalreglan um fjárábyrgð hjóna er sú, að hvort hjóna ber ábyrgð á eigin skuldbindingum en ekki á skuldbindingum hins makans. Bæði hjónin ábyrgjast þó samninga, sem annað þeirra gerir og eru nauðsynlegir vegna heimilisþarfa eða sérþarfa barn- anna, t.d. úttekt í reikning á matvöru eða föt á börnin, og enn er sú regla í lögum, að bóndi ábyrgist samning, sem húsfreyja gerir vegna sérþarfa sinna. Við skilnað skiptist hrein hjú- skapareign hvors hjóna um sig að jöfnu milli þeirra samkvæmt helmingaskiptareglu Islenzks réttar, en séreignir koma ekki til skipta. Skiptaréttur hefur þó heimild til að víkja frá helminga- skiptareglunni, að fullnægðum vissum skilyrðum. Við skilnað verður einnig að taka ákvörðun um forræði yfir sameiginlegum börnum hjón- anna, og er það annaðhvort gert með samkomulagi hjónanna eða úrskurði Dómsmálaráðuneytis- ins. Það hjóna, sem ekki fær for- ræði yfir börnunum, á að jafnaði rétt á umgengni við þau. Hér að framan hef ég aðeins minnzt á nokkrar reglur, sem gilda í hjúskap, en hef sleppt ákaflega miklu. Þegar hjón þekkja réttindi þau og skyldur, sem hjúskapnum er samfara, er síður hætta á deilum um atriði, sem skýrt er kveðið á um í lögunum. Vil ég því benda fólki á að kynna sér íslenzka hjú- skaparlöggjöf (lög nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar og lög nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna) svo og erfðalögin nr. 8/1962. Vióhorf kennimanns til hjúskapar Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ef ég reyni að segja í fáum orðum hug minn um hjónabandið verður það að vera í hálfgerðum sím- skeytastíl. Títt er nú að fólk vantreysti, og sniðgangi því, ýmsar gamlar stofnanir, leiti nýrra leiða. En oft án þess að vita gjörla hverju það hafnar og hvaö það velur. Svo er um hjónabandið. Vissulega hafa margir fyrr og síðar valið hjónaband sem sambúðarform af hefðinni einni saman. En það sama er að segja um marga þá, sem nú hafna hjónabandi og hefja óvígða sambúð, þeir gera það án persónulegrar yfirvegunar, af því það er í tízku í bili. Ég tel að ákvörðun um sambúð sé mjög alvarleg ákvörðun og eigi ekki að taka hana í fljótfærni. Það er ákvörðun um stofnun fyrirtækis, um gagnkvæm áhrif á tilfinningar og framkvæmdir í daglegu lífi. Því lízt mér rétt að festa fylgi þeirri ákvörðun. Og ég tel að öryggi og hamingja barna sé bezt tryggð með hjónabandi foreldra þeirra. Um leið veitég að reyndin hefur oft orðið önnur. Rökin, sem færð eru gegn hjónabandi eru einmitt þau hversu oft þau mistakist, hve óhamingjusöm hjónabönd hafi slæm áhrif á börnin, hvernig fólk hafi með öllum kynslóðum búið í tvöföldu hjónabandsskiðgæði, hversu einstæðar mæður og börn þeirra hafi verið litnar hornauga og for- dæmdar af skinhelgu samfélagi, hversu hjónabönd geti kúgaö fólk og hversu ómögulegt sé að gefa loforð um lífstíðarást. Þessi rök og önnur er nauðsynlegt að brjóta til mergjar. Þó tel ég ekki að þetta séu í raun rök gegn hjóna- bandinu heldur gegn mannlegum hæfileikum. Því tel ég ekki að óhamingja í sambúð hverfi meö breyttu formi tengsla. Ég tel einfaldlega að við veröum að gera okkur grein fyrir því að öll mannleg tengsl eru viðkvæm, alla vináttu og samvinnu verður að rækta. Því þarf að annast Framh. á bls. 15 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.