19. júní


19. júní - 19.06.1978, Side 20

19. júní - 19.06.1978, Side 20
Eg hef sjálf valið þetta líf Dóra Halldórsdóttir er 29 ára einstæð móðir, sem býr ásamt Hildi Fjólu, þriggja ára dóttur sinni, í tveggja herbergja leigu- íbúð í kjallara við Skeiðarvoginn. Heimili þeirra ber þess vitni, að þar situr notagildi hluta í fyr- irrúmi, því að þar er lítið um ó- þarfa útstillingargripi og prjál. Húsmunir eru einfaldir í sniðum, en bækur og blóm gefa heimilinu hlýlegan blæ. Blm. „19. júní“ heimsótti þær mæðgur vordag einn og bað Dóru að segja lítil- lega frá högum sínum og við- horfum, en fyrst þykir rétt að segja nánari deili á henni. Dóra er fædd og uppalin í Reykjavík og eftir gagnfræðapróf lauk hún námi sem teiknikennari frá Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún á ekki langt að sækja myndlistaráhugann, því faðir hennar var Halldór heitinn Pétursson listmálari, sem alþjóð er kunnur. Dóra hefur þó valið nokkuð aðra braut en þá, sem menntun hennar og uppruni virtust benda. Hún starfar nú sem tækniteiknari á arkitekta- stofu og unir þar vel eftir nokk- urra ára starf. „Þetta er yfirleitt róleg og streitulaus vinna og hentar mér þess vegna vel“ segir hún. „Ég hef bæði tima og þrek til að vera með Hildi Fjólu að loknum vinnudegi á þann hátt, sem er okkur báðum til ánægju. Ef starfið væri meira krefjandi og lýjandi, gætum við ekki notið þeirra stunda, sem við eigum saman, jafn rikulega. Ég hef lika fyrirtakslaun núna, um 190 þúsund á mánuði, svo að ég hef yfir engu að kvarta. Reyndar fæ ég ekki barnsmeðlag með dóttur minni, en þetta nægir okkur, og ég get m.a.s. haldið út gömlum bil, sem er til gifurlegra 18 Með Hildi Fjólu að loknum vinnudegl. þæginda og ánægju fyrir okkur mæðgurnar“. „Ég er ánægð“, segir Dóra og hlær, „einfaldlega vegna þess að ég hef sjálf valið mér þetta líf og ég hef alla þá lífsfyllingu, sem ég þarfnast. Þar er auðvitað Hildur Fjóla, sem stærstu veldur, en auk þess hef ég svo mörg áhugamál, að ég hef engan tima til að láta mér leiöast. Ég sagðist hafa valið þetta líf, og þá á ég auðvitað við móðurhlutverkið. Ég gerði mér nefnilega grein fyrir því, svona kringum tvítugt, að það væri eins konar fullkomnun lífsins fyrir mig, eins og púnktur yfir i-ið, að eignast barn, en mér fannst aldrei, aö eiginmaður væri nein nauðsyn til að ná þessu marki. Eg sá í huga mér tvær ólíkar myndir af framtíö minni. Annars vegar var mynd pipakerlingar- innar, skrumskæld eins og hún hefur nú verið, og mér þótti hún ærið fráhrindandi, svo ekki sé meira sagt. Hins vegar var mynd móður, sem hefur öðlast þá reynslu og auknu tilfinningalegu vídd, sem fylgir því að ala upp barn. í þessari mynd var karl- maður nánast aukaatriði, þótt ég hefði ekkert á móti því að giftast, ef til kæmi. Ég gerði mér ljóst, að ég gat valið þetta móðurhlutverk á eigin spýtur, en hjónaband get- ur maður jú ekki ákveðið einn! Akvörðunin kom þannig eins og sjálfkrafa. Að vísu ákvað ég ekki nákvæmlega, hvenær þetta yrði, en í nokkur ár gerði ég ekkert til að hindra, að ég yrði ófrísk. Auövitað var ég að taka vissa áhættu með þessu, en ég hafði ígrundað málið vel frá ýmsum hliöum og taldi hana þess virði. Ég hef heldur aldrei séð eftir því og ég er alltaf að verða betur og betur sannfærð um, hvað ég gerði rétt. Það er líka mikill kostur, finnst mér, að faðir barnsins býr er- lendis. Þá erum við mæðgurnar blessunarlega lausar við hið sorg- lega fyrirbæri, sem eru afmælis- og jólagjafapabbar. Þegar Hildur k’jóla spyr „Á ég ekki pabba?“ hef ég svarað henni „jú, jú, en hann á

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.