19. júní


19. júní - 19.06.1978, Síða 27

19. júní - 19.06.1978, Síða 27
við eru oft mjög viðkvæmir vegna eiginkvenna sinna. Að vera trú og samhent skiptir öllu — sérstaklega að vera sam- hent ef úr litlu er að spila. Hún: Gagnkvæm tillitssemi og reglusemi á öllum sviðum sér- staklega í fjármálum og í meðferð áfengis. Lífið fer í það að sjá sér og fjöl- skyldu sinni farborða. Maður verður hálfgerð aukageta, þegar öll börnin eru farin og orðin sjálfbjarga. Ég hefi alltaf haft nóg að gera — unnið mikla handa- vinnu m.a. fyrir kvenfélag hér í bænum. Kunningjakona min bað mig að koma með sér á fundi og mér fannst skemmtiiegt þar. Það hefur ekki verið fast starf hjá mér að gæta barnabarna — verið í bakhöndinni t.d. í sam- bandi við veikindi, ferðalög og aðrar tímabundnar aðstæöur. Nú á ég 12 barnabörn og þekki þau öll mætavel — var að koma áðan úr 3ja ára afmæli barnabarna- barns míns. Ef aðstæður breyttust? Hann: Ná í hjálp ef maki yrði ófær og ef ég væri orðinn einn mundi ég fá mér aðstoð að hluta eða fara á dvalarheimili. Eg hefi reynt að setja hana inn í fjármálin — vandamálið er við- hald hússins. Gíróseðlar og reikn- ingar koma fyrir öllu sem þarf að borga og tekjur eru aðeins ellilíf- eyrir og leigur. Hún: Ástæður eru svo fljótar að breytast. Ef heilsan leyfir vil ég vera sjálfbjarga og út af fyrir mig — annars fara á dvalarheimili. Hann hefur alltaf séð um fjár- málin og ég er ekki inni í þeim, kannski er það leti í mér að setja mig ekki inn í þau. Við fráfall annars hjóna er gott, ef unnt er að borga börnun- um út þeirra arfahlut, það er réttlætismál. Hins vegar er skyn- samlegt af hjónum að arfleiða hvort annað að vissum hluta eigna. Tilfinningar nú? Hann: Mér er eins annt um hana og í byrjun — væntum- þykja rak okkur í hjúskap. Hún: Nákvæmlega sömu til- finningar og alltaf. Sum hjón venja sig á að rífast og tala þá hluti sem kæla allt. Best er að vera ekki að ónotast dagsdaglega — en ef eitthvað er sagt, að það skiljist þá. Sífrandi rifrildisfram- koma verður að vana og fólk verður ónæmt fyrir því sem sagt er. Ást, kærleikur, vinátta? Hann: Ást er notað svo mikið um ástalíf karls og konu og sam- neyti þeirra. Kærleikur lýsir hjartahlýju og gæsku — vinátta fellur nokkuð undir það. Hún: Ást er margt, lýsir sér sjálf — allir vita hvað það er og kær- leikur er það sama. Vináttu manna er hægt að eiga án þess að elska þá. Vinir? Hann: Mér er óhætt að segja að við séum vinir, en ég veit að ekki öll hjón eru það. Einu sinni fór ég með þremur körlum og konu eins þeirra í sumarbústað og við hresstum okkur á víni og einn nokkuð mikið. Sá sagði — þú mátt eiga kerlinguna mína. Ætli við látum það nú ekki bíða, sagði ég. Hún varð mjög sár og sagði — þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gefur mann. Hún: Vona að við séum vinir, en ég veit að ekki öll hjón eru það. Sem stelpa heyrði ég konu segja — þegar börnin eru fermd skil ég við karlinn. Samlíf hjóna skiptir miklu máli — það getur ver að það skipti konu minna m. .n en karl. En þetta er eins og annað, fólk verður að leggja sig fram og alúð í samlíf sitt. Oft verður að hafa visst lag á svona viðkvæm- um málum. Ávinningur? Hann: Þar sem hjúskapur lukk- ast vel, fólk er samtaka og á hóf- lega mikið af börnum — held ég að lífið sé betra en hjá einhleyp- um. Hún: Allir ættu að giftast — fólk lærir ýmislegt á því. Oft hefi ég sagt við vinkonur mínar að betra sé að vera illa giftur en ó- giftur. Ógiftur karlmaður er nánast þroskaheftur — hann stansar einhvers staðar í þróun. Tímafrekt? Hann: Börnin taka tíma, en það mæðir mest á húsmóðurinni. Eg hefi kannski ekki verið nógu dug- legur að skipta mér af þeim og tala við þau — mér líka ekki pólitískar skoðanir sumra þeirra. Mér finnst að ég hafi alltaf haft minn tíma — raunar tók veiði- skapurinn mikið af tíma mínum og ég komst að því seinna að henni þótti nóg um. Hún: Vel er hægt að vera bundin í hjúskap og samt vera maður sjálfur — það er undir fólki sjálfu komið. Ekki er gott að gera börnin of háð sér eða vera of háður þeim. Margar mæður hafa hálf eyðilagt börnin á því. Karl- menn hugsa ekki eins mikið um börn sín og konur — ég held að undirrótin sé eigingirni. Eitthvað sjálfgefið? Hann: Vera trúr, hafa fjármálin í lagi og sjá fyrir eiginkonu. Ég vil ekki og tel ekki að konan eigi að vera mikið úti við vinnu eftir að hún er gift. Ég gæti ekki sjálfur verið heima og látið konu mína vinna úti. Við skiptum ellilífeyr- inum jafnt á milli okkar. Einu sinni var ég ásakaður um framhjáhald af rógberum . . . 25

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.