19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 31
tvisvar. Ég held að ég mæli með barneignum. Börn eru ákaflega elskulegt fyrirbæri, og fullorðnir geta lært mikið af þeim. Þó tek ég ekki undir þá klisju að ekkert heimili sé án barna, samband fólks getur verið auðugt án þess að eiga börn saman. Það er líka ábyrgðarhluti að mæla með barneignum eins og ég gerði áð- fó..... ....<ir c\ jcHpU.. .Uff/\MJ erufpk'Z'W- ■■ HAfOtV-... hM........isfir Jl KUI . an, því þjóðfélag okkar er fjand- samlegt börnum og barnafólki er gert erfitt fyrir á þúsund vegu. Sp. Er jafnræði með ykkur og jafnrétti á heimilinu? Sv. Já, og hefur alltaf verið. Eg var ákaflega löt stelpa og nennti varla að þrífa í kringum sjálfa mig. Þegar við svo fórum að búa setti ég hnefann í borðið og sagð- ist ekki sjá neina ástæðu til þess að ég væri að þrífa fyrir hann. Hann varð sárhneykslaður, en gat ekki neitað þessu, því við unnum sömu vinnu á daginn. Og þetta var fyrir daga nýju kvenna- hreyfingarinnar. Síðan hafa aldr- ei verið erfiðleikar á að komast að samkomulagi, en auðvitað höfum viö togast á um einstök verk. Nú höfum við komið okkur upp skipulagi, og það hefur stað- ist i aðalatriöum. Við flokkum heimilisstörfin og tökum með störf við barniö, að svæfa það, vakna til þess og með því á morgnana og passa það. Svo skiptum við listanum í tvennt og tökum hálfa viku í senn til skiptis. Þó hnikum við til þannig að ég tek meira af matseld og innkaup- um i minn hlut en hann sér um alla þvotta í staðinn. Ég kann ekki einu sinni á þvottavélina. Allar ákvarðanir tökum við sameiginlega, en hvað varðar ákvarðanir um frístundir þá eig- um við þær engar og sparast því sú áhyggjan. Sp. Hefur þú yfirsýn yfir fjár- hag heimilisins? Sv. Já, heldur betur. Eg geri skattskýrsluna, reikna út úr ávís- anaheftum og sé um þessi mál yfirleitt. Þó hefur hann meiri ábyrgðartilfinningu fyrir fjáröfl- un — að eitthvað sé til handa mér að skipuleggja. Eg er meiri óreiðumanneskja að því leyti. Við bætum hvort annað upp. Við gerum lauslega fjárhags- áætlun, áætlum kostnaðarliði og vinnum eins mikið og til þeirra þarf með dálitlum afgangi. En verðlagið breytist hratt, það þarf að vinna meira og meira til að hafa fyrir því nauðsynlega. Sp. Hefur 50% reglan áhrif á framtíðaráætlanir ykkar? Sv. Nei. Við erum hvorugt í fastri atvinnu, við tökum þá vinnu sem til fellur. Ef við værum í föstu starfi myndi breyting á þessu ákvæði eflaust hafa áhrif á okkur. En eru þessi nýju skatta- lagaákvæði ekki til þess gerð að fá konur inn á heimilin með sál- rænum brögðum? Sp. Hentar hjónaband þér? Sv. Já, auðvitað hentar sam- býli flestum, maður er manns gaman! Hjónaband mitt er far- sælt að mörgu leyti og persónu- lega hefur það verið mér styrkur og hvatning. Hitt er annað mál hvort hjónabandið sem stofnun er sérlega sniðugt fyrirbæri yfir- leitt. Þar kemur ekki bara há skilnaðartala til álita heldur veit hver hugsandi maður að geysi- mörg óhamingjusöm hjónabönd leysast ekki upp. Þá getur hver sjálfan sig spurt hvort það er ekki hjónabandið sem slíkt sem er gallað frekar en að það sé eitt- hvað að öllum þessum einstakl- ingum. Með öðrum orðum: Er það kerfið sem er klikkað eða fólkið sem ekki fellur inn í það? Þegar margir brotna undan því fargi sem hjónabandið er, hlýtur það að vera vegna þess að kerfið sé gallað. Efasemdirnar um gildi hjónabandsins hafa leitt af sér mjög frjóa umræðu og vanga- veltur, og sömuleiðis harða gagn- rýni á fjölskylduna sem stofnun. í beinu framhaldi af því hafa menn talað um önnur sambýlis- form en hjónaband og kjarna- fjölskyldu, og mér finnast þessar umræður mjög spennandi. Þó að ég hafi sagt hér að framan að ég sé í öllum aðalatriðum lukkuleg í mínu hjónabandi, þá segir það ekkert um að ég hefði ekki orðið að minnsta kosti jafn hamingju- söm í einhverju öðru formi af sambýli. S. A. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.