19. júní - 19.06.1978, Síða 39
..Pað er svo mikilvægt að trúa
á sjálfan sig" Svala Sigurleifsdóttir:
Viötal við myndlistarmenn
Guðrún Auðunsdóttir f. 1940
Nám í tauþrykki og taulitun hjá
Ingermarie Ostenfeld, Dan-
mörku 1965—1967. Útskrifaðist
úr textildeild Myndlista- og
Handíðaskóla Islands 1977. Eigið
verkstæði frá september 1977.
Sýndi tauþrykk á sýningunni
„íslenskur listiðnaður“ á Lista-
hátíð 1976.
Ingunn G. Eydal f. 1942
Stúdentspróf 1962. Útskrifaðist
úr grafík-deild MHÍ 1976.
Stundakennari við MHÍ 1977 og
1978. Gjaldkeri félagsins íslensk
grafík. Er að koma sér upp eigin
verkstæði. Hefur tekið þátt í
samsýningum í Reykjavík, Akur-
eyri, Siglufirði, Finnlandi, Nor-
egi, Danmörku og Svíþjóð.
Jónína Lára Einarsdóttir f. 1947
Stúdentspróf 1967. Útskrifaðist
úr grafík-deild MHÍ 1977. Sýn-
ing í Gallerí Sólon íslandus í maí
1977, ásamt þrem öðrum. Eigið
verkstæði frá september 1977.
Hefur tekið þátt í samsýningu í
Svíþjóð.
Sigrún Eldjárn f. 1954
Stúdentspróf 1974. Útskrifaðist
úr grafík-deild MHl 1977. Sýn-
ing í Gallerí Sólon Islandus í maí
1977, ásamt þrem öðrum. Hefur
tekið þátt í samsýningum í Sví-
þjóð og Póllandi. Eigið verkstæði
frá september 1977. Ritari
félagsins íslensk grafík. Hefur
myndskreytt nokkrar bækur.
Svala: Það er svo miklum erfið-
leikum bundið að leggja stund á
frjálsa listsköpun yfirleitt, að
mörgum finnst það einfeldnings-
legt að leggja áherslu á sérstök
vandamál kvenna í því sam-
bandi. Þó er það mjög athyglis-
vert, að aðeins brot þeirra stúlkna
sem nema við MHÍ sýna verk sín
opinberlega að námi loknu, en
Sigrun, Guðrún, Ingunn og Jónína.
angruð þannig að einstakling-
arnir verði fyrir sem minnstu
ónæði. Ef óskað er eftir, er inn-
angengt milli hjóna.
Hjá jafnræðisfjölskyldum taka
allir þátt í matseldinni og að
ganga frá eftir matinn. Eldhúsið
er nátengt borðstofu og stofu
þannig að sá eða þeir sem elda
geta haldið sambandi við fólk
sem er þar.
Góð vifta kemur í veg fyrir
matarlykt. Þegar gestir koma í
mat búast þeir ekki við að þeim sé
þjónað til borðs af ósýnilegum
höndum, heldur smakka þeir á
súpunni í eldhúsinu og leggja á
ráðin um hvernig best sé að
krydda steikina.
í jafnræðisfjölskyldum sjá allir
um fötin sín sjálfir strax og þeir
hafa aldur til. Þangað til hjálpast
foreldrarnir á að hjálpa börnun-
um. Sama máli gegnir einnig
bæði um önnur heimilisstörf og
að þrífa og bóna bílinn. Enginn
fjölskyldumeðlimur fær sjálfkrafa
úthlutað ákveðnu starfi eftir aldri
eða kyni.
Jafnræðisfjölskyldur gefa öll-
um meðlimum sínum bæði
möguleika á að vera einstaklingar
og að þroskast og umgangast aðra
á jafnræðisgrundvelli. Ef að er
gáð í tíma þarf ekki nauðsynlega
dýrari íbúðir fyrir þessa tegund
sambýlis, heldur fyrst og fremst
breytt innra fyrirkomulag. Ef við
viljum veita okkur það einstakl-
ingsfrelsi sem slíkt form á sambúð
gerir kleift þurfum við fyrst og
fremst að gera okkur betri grein
fyrir því hvernig lífi við viljum og
getum lifað áður en við festum úr
sér gengin sambýlisform í stein í
fleiri íbúðum.
37