19. júní


19. júní - 19.06.1978, Page 41

19. júní - 19.06.1978, Page 41
tölur saman við þessar. Þetta gæti nú átt rætur sínar að rekja til framtaksleysis okkar. Sigrún: Samt eru þetta nú grunsamleg hlutföll á lista- mannalaununum. Það er eins og konur þurfi að leggja sig miklu meira fram en karlmenn til þess að vera teknar gildar sem lista- menn. Guðrún: 1 formálanum sem Helga Kress skrifar að bókinni „Draumur um veruleika“ kemur skýrt fram að konur hafa ekki verið pennalatar þótt lítið hafi sést eftir þær á prenti og þær hafi lítt hlotið viðurkenningu fyrir skriftir sínar. Ætli það sama eigi ekki við í myndlist? Jónína: Já, það er gengið að því vísu að konan sé síður hæf til vandasamra verka nema því að- eins að hún skari langt framúr. Sigrún: Það eru þó ljósglætur í þessum málum eins og öðrum. Menntamálaráð og Menningar- sjóður veittu átta dvalarstyrki til listamanna í ár, fjóra til kvenna og fjóra til karla. Svo þeim er ekki alls varnað. Svala: Haldið þið að fjöldi sýn- inga kvenna sé rétti mælikvarð- inn á virkni kvenna i myndlist? Því sýna þær svo sjaldan? Ingunn: Það er nú svo stór þátt- ur í þroska myndlistarfólks að sýna verkin sín opinberlega og taka þeirri gagnrýni sem þau fá almennt. Það verður að athugast að það er stórt stökk, að fara að vinna sjálfstætt frá því að vinna undir stjórn kennara. Stökkið er það stórt að ég held að margir nemendur veigri sér við því að taka það, ekki síst stúlkur. Sigrún: Ef til vill fá þær ekki næga hvatningu frá umhverfinu, en fólk er nú kannski heldur ekki yfirleitt hvatt til að leggja stund á jafn vonlaust lífsviðurværi sem frjáls listsköpun er, hvort sem það eru kven- eða karlkyns verur. Ingunn: Það er svo mikilvægt að trúa á sjálfa sig. Jónína: Konur eru yfirleitt svo litillátar. Þegar athygli beinist að verkum þeirra fara þær hjá sér og gera lítið úr verkunum og fá oft- ast þar með aðra á sömu skoðun. Svala: Að það sé þá sjálfsgagn- rýni sem sé meginástæðan fyrir því hve konur sýni verk sín sjald- an? Guðrún: Eða að við þorum ekki að taka þeirri gagnrýni sem við myndum fá? Það hefur nú viljað brenna við að gagnrýnendur blaðanna skrifuðu á annan hátt um sýningar kvenna en karla. Það er greint frá því hve mörg börn þær eigi en ekki þeir. Svala: Hvað með framhalds- menntun í myndlist? Ingunn: Ég álít að það sé erfið- ara fyrir konur með börn að stunda myndlistarnám en fyrir karla og þá einnig framhaldsnám á hvaða sviði sem er. Hafi hins vegar konurnar verið búnar að læra er þær eignuðust börn þá álít ég þær ekki í erfiðari aðstöðu en karla til að leggja stund á list- sköpun. Ef vinnuaðstaða er fyrir hendi heima þá eru þær oft í betri aðstöðu þar sem karlar eru yfir- leitt bundnari af fyrirvinnukröf- unni. Að sjálfsögðu á þetta ekki við um einstæðar mæður. 39

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.