19. júní - 19.06.1978, Side 44
fellur niður fjárfélag hjóna, enda
er þá gengið frá eignaskiptum. Þá
er ennfremur ákveðið hvernig
skipa skuli til frambúðar forræði
barna og umgengnisrétti (þessum
tveim síðarnefndu atriðum má þó
breyta siðar) og framfærslu hjóna
innbyrðis. Hvað framfærsluna
varðar er þarna mikill munur á,
því að framfærsluskyldan helst
við skilnað að borði og sæng, og er
grundvöllur þess lífeyris, sem
annar makinn (oftast maðurinn)
greiðir með hinum, á meðan á
skilnaði að borði og sæng stendur.
Þessi makalífeyrir, sem margir
kalla meðlag, er almennt ekki
greiddur eftir lögskilnað. Hins
vegar fellur hjúskapur ekki með
öllu niður við skilnað að borði og
sæng, t.d. helst trúnaðarskyldan
meðan skilnaður að borði og
sæng varir, og það telst hjúskap-
arbrot, ef annað hjóna hefur
kynmök við þriðja aðila á þessu
tímabili. Þá er sá mikli munur á,
að leyfi til skilnaðar að borði og
sæng veitir aðilum ekki leyfi til að
ganga í hjónaband að nýju, en
lögskilnaðarleyfi veitir þennan
rétt strax.
Er hægt að snúa aftur, þegar
fólk hefur fengið skilnað að borði
og sæng?
Löggjafinn gerir fólki það mjög
auðvelt að snúa aftur og skipta
um skoðun þótt það hafi fengið
skilnað að borði og sæng. Það er
beinlínis hugsunin á bak við
þetta fyrirkomulag að gefa fólki
þennan umþóttunartíma til þess
að hugsa sitt mál og þess vegna er
það svo, að ef hjón, sem fengið
hafa leyfi til skilnaðar að borði og
sæng taka aftur upp sambúð, þá
falla niður réttaráhrif skilnaðar.
Engar formlegar yfirlýsingar, til-
kynningar eða samninga þarf við
til þess að hjónabandið taki fullt
gildi. Sem dæmi um þetta má t.d.
nefna kaupmála, sem gerður hef-
ur verið í hjónabandi, og fallið
hefur niður með skilnaði að borði
og sæng, réttaráhrif hans rakna
42
við að nýju, þegar fólk byrjar aft-
ur sambúð.
Ef aðeins annað hjóna vill fá
skilnað, en ekki hitt, getur hið
síðarnefnda komið í veg fyrir að
skilnaður sé veittur?
Nei, annað hjóna getur ekki
komið í veg fyrir skilnað, ef allar
forsendur eru fyrir hendi, en það
getur tafið málið.
Ef ástæða skilnaðarkröfu er
framhjáhald/hjúskaparbrot,
skerðir það á e-n hátt rétt þess,
sem gerst hefur sekur um slíkt
atferði t.d. að því er varðar for-
ræði yfir börnum, eignaskipt-
ingu, meðlagsgreiðslur, ef um
skilnað að borði og sæng er að
ræða?
Nei, þetta er mjög útbreiddur
misskilningur meðal fólks. Það er
algengt, að konur spyrji hvort
þær eigi ekki að fá stærstan hluta
eignanna og svo eða svo mikið i
meðlag með sér vegna þess, að
maðurinn sé í sök, hann hafi
framið hjúskaparbrot. Þess eru
jafnvel dæmi, að prestar hafi gef-
ið þessar upplýsingar. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að eftir
íslenskum lögum skiptir sök engu
máli í þessum tilvikum. Hvað
varðar eignaskiptingu við skilnað
er eignum og skuldum skipt til
helminga, ef ekki er um kaup-
mála að ræða. Meðlagsgreiðslur,
þ.e.a.s. greiðslur á lífeyri með
maka, oftast nær konu, meðan á
skilnaði að borði og sæng stendur,
fer eftir efnahag fólks og öðrum
aðstæðum hverju sinni. Hvað
varðar forræði yfir börnum, þá er
það hagur barnsins, sem fyrst og
fremst ræður ferðinni og velferð
þess er látin sitja í fyrirrúmi, en
ekki það hvort annaðhvort for-
eldra þess hefur gerst sekt um eitt
eða annað.
Hvert á fólk að snúa sér, ef það
vill fá skilnað að borði og sæng
eða lögskilnað — hvert er fyrsta
skrefið og síðan gangur málsins í
stuttu máli?
Fyrsta skrefið er að snúa sér til
prests, oftast nær viðkomandi
sóknarprests, sem reynir sættir
með hjónum. Ef það verður
árangurslaust, þá er sótt um
skilnað hjá embætti yfirborgar-
dómara í Reykjavík, en úti á
landi hjá bæjarfógetum og sýslu-
mönnum. Þessi embætti veita
skilnað að borði og sæng, en eigi
að sækja um lögskilnað senda
embættin málið áfram til dóms-
málaráðuneytisins, sem gefur
lögskilnaðarleyfi.
Hvaða sjónarmið eru helst
höfð í huga, þegar tekin er af-
staða til forræðis yfir börnum
hjóna? Margir telja það, sem þeir
kalla móðurrétt ótvíræðan, þ.e.
að börn skuli ávallt fylgja móður.
Já, það er rétt, að margar kon-
ur standa í þeirri trú, að það sé til
eitthvað, sem kallast móðurréttur
í skilningi laganna, þannig að
þær eigi ótvíræðan rétt til for-
ræðis barna sinna, en þetta er
misskilningur. Lögin veita for-
eldrum nákvæmlega sama rétt,
þó að í rauninni sé það í lang-
flestum tilvikum móðirin, sem
hefur börnin. Ef hjón eru sam-
mála um forræði barnanna, t.d.
að skipta börnum á milli sín, þá
segir í áðurgreindum lögum, að
það skuli skipa máli í samræmi
við það, nema í bága komi við
þarfir barnanna. Þegar hins veg-
ar hjón eru ekki ásátt um, hvort
þeirra skuli hafa forræði barns
eða barna er málinu vísað til
dómsmálaráðuneytisins. Dóms-
málaráðuneytið lcitar til barna-
verndarnefndar, sem kannar per-
sónulega hagi foreldra, hve hæfir
þeir séu til að ala upp börn,
hvernig fjárhagur þeirra sé og hve
færir þeir séu um að búa börnum
sínum gott heimili. Yfirleitl er
talið, að móðir hafi bctri aðstæð-
ur til þess að búa börnum sínum
gott heimili og i reyndinni eru
flest börn innan sjö ára aldurs