19. júní - 19.06.1978, Side 45
látin fylgja móðurinni. Það skal
tekið fram, að forræði barns skal
vera óskipt hjá öðru hvoru for-
eldrinu. Það foreldri, sem ekki
fær forræði barns, hefur nú lög-
bundinn umgengnisrétt við það.
Það gildir svipað með það og for-
ræði, að ef foreldrar eru ásáttir
um hvernig skipa skuli um-
gengnisrétti þess foreldris við
barn, sem ekki fær forræði þess,
þá skal dómsmálaráðuneytið
staðfesta þá skipan, nema það
komi í bága við þarfir barnsins.
Ef foreldra greinir á um, hvernig
skipa skuli þessum umgengnis-
rétti, þá sker ráðuneytið einnig úr
og leitar umsagnar barnavernd-
arnefndar, ef þörf þykir. Nú
munu flestir sérfróðir menn sam-
mála um, að börnum sé mikil
þörf á að halda sambandi við
báða foreldra, þótt þau séu skilin,
en því miður er það staðreynd, að
oft reynir það hjóna, sem hefur
forræði barns að torvelda það, að
hitt foreldrið geti umgengist
barnið. Hægt er að knýja það
foreldri, sem torveldar þannig
umgengni hins foreldrisins við
barnið, til að láta af þessum
tálmunum með dagssektum, sem
nema frá 50—500 krónum á dag.
Samningi eða úrskurði um for-
ræði barna má breyta með dómi
eða ákvörðun dómsmálaráðu-
neytisins, ef það telst réttmætt
vegna breyttra aðstæðna og með
tilliti til þarfa barnsins.
Hverjar virðast þér vera helstu
skilnaðarástæður fólks, hvað ber
fólk fyrir sig?
Eftir minni reynslu sýnist mér,
að ástæðurnar séu aðallega þrjár.
I fyrsta lagi ósamlyndi, í öðru lagi
drykkjuskapur og í þriðja lagi
hjúskaparbrot eða framhjáhald.
Þessar þrjár ástæður blandast að
sjálfsögðu oft saman og stundum
er jafnvel öllu þessu um að kenna.
Það, sem komið hefur mér einna
mest á óvart í þessu starfi, er það,
hve algengt það virðist vera, að
konur á miðjum aldri sæki um
skilnað, konur, sem eru kannske
búnar að vera í hjónabandi í
20—30 ár eða lengur. Mér finnst
það athyglisvert, að nokkrar
þessara kvenna hafa sagt sem svo,
að þær hafi látið sig hafa það að
vera í þessu hjónabandi allan
þennan tíma, af því að þær hafi
verið meira eða minna tilneyddar
vegna barnanna og vegna þess, að
þær hafi ekki séð fram á það, að
þær gætu framfleytt þeim einar.
Nú á síðustu árum hafi þær farið
út á vinnumarkaðinn og upp-
götvað það, að þeirra vinna var
lika peninga virði, og séð, að þær
ættu möguleika á því að geta séð
fyrir sér og börnunum sjálfar og
þannig losnað út úr hjónabandi,
sem hafði kannske verið þeim um
langan tíma lítt bærilegt. Eg er
þess fullviss, að það er jafnréttis-
hreyfing síðasta áratugar, sem
hefur ýtt við þessum konum og
fengið þær til þess að fara að
hugsa um stöðu sína.
Telur þú, að fólk skýri að
jafnaði frá hinum raunverulegu
ástæðum eða ber það e-ð annað
fyrir sig?
Já, ég tel, að fólk segi almennt
sannleikann um skilnaðarorsakir,
og það jafnvel svo, að oft þarf
lögfræðingurinn að vera í hlut-
verki félagsráðgjafa eða sálfræð-
ings. Þegar kona er komin til lög-
fræðings og er ákveðin í því að
sækja um skilnað, er það ef til vill
fyrsta tækifærið, sem hún hefur
haft í langan tíma til þess að létta
á hjarta sínu.
Finnst þér, að fólki sé almennt
nægilega kunnugt um réttindi sín
og skyldur í hjúskap og/eða við
slit hans?
Eg hef áður komið inn á þann
misskilning, sem oft ríkir við
hjúskaparslit. Það kom mér mjög
á óvart, þegar ég var að byrja í
þessu starfi hvað konur, og sér-
staklega eldri konur, voru illa að
sér um fjárhagsstöðu búsins. Þær
gerðu sér að vísu grein fyrir eign-
um búsins yfirleitt, en þegar kom
að skuldunum var oft komið að
tómum kofanum. Margar konur
virðast ekki hafa hugmynd um
hve búið skuldar mikið og það,
sem er kannske ennþá verra, að
þær virðast stundum ekki vilja
vita það. Því miður liggur við, að
maður fái þá hugmynd, að
margar þessara kvenna hafi verið
ósköp ánægðar með það að þurfa
ekki að hafa neinar áhyggjur af
skuldum. Þær hafa fengið pen-
inga fyrir daglegum nauðsynjum,
kannske verið rétt smáupphæð á
hverjum morgni til þess að kaupa
í matinn fyrir, eða fyrir úlpu eða
gallabuxum á börnin, en þær hafi
verið ósköp sáttar við það að
þurfa ekki að vita af neinum
skuldum eða fjárfestingum bús-
ins. Þar við bætist, að margar
konur hafa ekki hugmynd um
hvaða tekjur eiginmaðurinn hef-
ur. I lögum um réttindi og skyld-
ur hjóna segir, að hjónum sé skylt
að segja hvort öðru um efnahag
sinn, svo að ákvörðun verði tekin
um framfærsluskyldur þeirra.
Þegar ég hef spurt þessar konur,
hvernig í ósköpunum standi á
því, að þær viti ekki hvaða tekjur
maður þeirra hefur, þá hafa þær
venjulega svarað, „ja, hann segir,
að mér komi það ekkert við“. En
ég vil taka það skýrt fram, að
þetta er miklu sjaldgæfara meðal
yngri kvenna. Þær virðast yfir-
leitt vera mun betur að sér um
fjárhagslega stöðu búsins.
Telurðu að sáttaumleitunum
þeim sem lögin kveða á um sé
framfylgt í raun? Telurðu að þær
séu vænlegar til árangurs?
Lögum samkvæmt skal, áður
en skilnaðarleyfi er veitt, leita
sátta með hjónum, og er það þá
gert, annaðhvort með sáttanefnd
eða þá að prestur, eða löggiltur
forstöðumaður trúfélags, leitar
sátta. Sárasjaldan reynir á sátta-
umleitan fyrir sáttanefnd, lang-
flestir leita til prests í þessum til-
gangi. Eg held, að það sé ákaflega
43