19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 55

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 55
MAL Sérsköttun teknar til greina 40, samþykkt á Alþingi 18. maí 1978 Greinargerð K.R.F.I. um skattalagafrumvarpið 1978 (úrdráttur) skref í rétta átt Með þessari grundvallarbreytingu á skattlagningu einstaklinga í hjúskap er höfðað til ábyrgðartilfinningar hvers og eins. Þeir sem hingað til hafa ekki verið taldir sjálfstæðir einstaklingar — þrátt fyrir hlutdeild sína í verðmæta- sköpuninni — hljóta nú að öðlast nýja sjálfsvitund. BjE - EME. „Samkvæmt þessu frumvarpi (á 99. löggjþ.) er ljóst að dreifing tekjuöflunar innan fjöl- skyldu, þ.e. fleiri en einn aflar teknanna, minnkar skattbyrði heimilanna verulega. Telur stjórn KRFl að í þessu felist hvatning til virkari þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar og jafni ábyrgð innan fjölskyldu“. „Stjórn KRFl lýsir sérstakri ánægju yfir því að niður er fellt ákvæði gildandi laga um helmingsfrádrátt af launatekjum giftrar konu. Það stríðir gegn grundvallarreglu við lagasetningu hér á landi að hafa kynbundið ákvæði í lögum“. Stjórn KRFl hefur kynnt sér frumvarp það til laga um tekjuskatt og eignarskatt, er nú liggur fyrir Alþingi (99. löggjafar- þingi). Verði þetta frumvarp að lögum er markverðum áfanga til jafnrar stöðu karla og kvenna í samfélaginu náð. Samkvæmt j^essu frumvarpi cr ljóst að dreifing tekjuöflunar innan fjölskyldu, þ.e. fleiri en einn aflar teknanna, minnk- ar skattbyrði heimilanna verulega. Telur stjórn KRFÍ að í þessu felist hvatning til virkari þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar og jafni ábyrgð innan fjölskyldu. Stjórn KRFf lýsir sérstakri ánægju yfir þvi að niður er fellt ákvæði gildandi laga um helmingsfrádrátt af launatekjum giftrar konu. Það stríðir gegn grundvall- arreglu viö lagasetningu hér á landi að hafa kynbundið ákvæði í lögum, auk þess sem frádráttarreglan hefur haft slæm félagsleg áhrif. Sú tilhögun á greiðslu barnabóta, sbr. 69. gr. frv., þar sem lagt er til að greiddar verði hærri bætur með börnum undirsjö ára aldri er að vissu marki viðurkenning á sérþörfum þessa aidurshóps og auð- veldar forráðamönnum barna að skipta með sér ábyrgð og öflun tekna. f 67. gr. frv. til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda kemur fram að hjón skuli bera óskipta ábyrgð á greiðslum þinggjalda og sveitarsjóðsgjalda, sem á þau eru lögð. Getur innheimtumaður krafið hvort hjóna um sig um greiðslu gjalda þeirra beggja. f greinargerð um 67. gr. frv. eru engin rök færð fyrir þvi hvers vegna þessari reglu er ætlað að gilda áfram. Ákvæði þetta er i algerri mótsögn við þá stefnu frv. um tekjuskatt og eignaskatt, sem felur í sér sérsköttun einstaklinga í hjúskap. Enn fremur er ákvæðið í beinni andstöðu við lagareglur þær um fjár- ábyrgð hjóna, sem kveðið er á um í fV. kafla 1. nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna. Þar er i 25. gr. mælt fyrir um sjálfstœða og skipta skuldaábyrgð hjóna og ber hvor makinn ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á honum hvila. Stjórn KRFf fær ekki séð að nokkur haldbær rök hnígi að þvi að önnur til- högun sé á um ábyrgð einstaklinga í hjúskap á greiðslu opinberra gjalda en sú meginregla, sem í gildi er samkvæmt áð- urnefndum lögum um réttindi og skyld- ur hjóna. Telur stjórn KRFf einsýnt að þessu verði að breyta. Stjórn KRFf sættir sig að svo stöddu við það fyrirkomulag á skattlagningu á eignum hjóna, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Forsenda þess að unnt sé að sérskatta algerlega eignir hjóna er sú að skilmerkilegar sé kveðið á um hvort hjóna er raunverulegur eigandi viðkom- andi eignar. Með sérsköttun á eignum hjóna, við núverandi tilhögun, er hætta á — sem geri fólki kleift að komast undan skatt- greiðslum — eða kaupmálagerðar — sem getur komið fólki í koll síðar t.d. ef til skilnaðar kæmi. Reykjavík, 25. apríl 1978. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.