19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 59
BROSTNIR HLEKKIR Sigríður J. Magnússon In Memoriam Sigríður J. Magnússon, var fædd í Otradal í Arnarfirði 5. júní 1892, dáin i Reykjavík 21. nóvember 1977. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir og Jón Árnason, prestur í Otradal og á Bíldudal. Sig- ríður var elst átta systkina, en sex þeirra komust til fullorðinsára. Hún ólst upp í glöðum systkinahópi á mannmörgu myndarheimili foreldra sinna. Sigríður hlaut í vöggugjöf ágætar gáfur bæði til munns og handa og óvenjulegan glæsileik. Eftir barna- fræðslu heima var hún einn vetur við nám á ísafirði og síðan við Kvenna- skólann í Reykjavik. Einnig sótti hún eitt vor námskeið við Kennaraskól- ann. Þá liggur leiðin aftur heim á Bíldudal, þar sem hún næstu árin stundaði kennslustörf. Jafnframt tók hún mikinn þátt í ýmsu félagsstarfi, sem þá var með miklum blóma þar á staðnum. Árið 1912 ræðst Sigríður til hjúkr- unarnáms að heilsuhælinu á Vífils- stöðum. En 2. ágúst 1913 giftist hún yfirlækninum þar, prófessor Sigurði Magnússyni. Nú hófst tímabil í ævi Sigríðar, sem hún helgar svo til ein- göngu móður og húsmóðurstarfinu, enda heimilið umfangsmikið og rómað fyrir mikla rausn og myndar- brag. Börn þeirra hjóna voru fjögur, tveir synir og tvær dætur. Þrátt fyrir annasöm heimilisstörf hafði hún ætíð nægan tíma til að taka þátt í námi og leikjum barna sinna og leikfélaga þeirra. Hún las einnig mikið bæði innlendar og erlendar bókmenntir og fylgdist jafnan vel með viðburðum líðandi stundar. Hinn 1. janúar 1939 lét prófessor Sigurður Magnússon af starfi fyrir aldurs sakir og flytja þau þá heimili sitt að Laugavegi 82, þar sem það stóð síðan alla ævi þeirra. Prófessor Sigurður andaðist sumarið 1945, en Sigríður bjó þar áfram og ætíð með einhverju barna sinna. Eftir að Sig- riður fluttist til Reykjavíkur og heimilið krefst minna af tíma henn- ar, fer hún fyrst fyrir alvöru að láta til sín taka á sviði félags- og þjóðmála. Frá því hún var ung kona starfaði hún í Lestrarfélagi kvenna og átti árum saman sæti í stjórn þess og um tíma formaður. Eftir að Félag Sam- einuðu þjóðanna var stofnað hér starfaði hún þar jafnan af miklum áhuga og var þar í stjórn. En merkust eru vafalaust störf hennar innan Kvenréttindafélags Islands. Frá því hún gerist þar félagi árið 1944 má segja að hún væri sjálfkjörin í forystusveit þess sökum ágætra hæfi- leika sinna. Árið 1947 er hún kosin formaður, og gegnir því starfi næstu 17 ár, eða til 1964. Dugnaður og góðar gáfur Sigríðar nutu sín vel i K.R.F.Í. Þar voru og eru verkefnin óþrjótandi. Sigríður var oft fulltrúi félagsins á fundum erlendis, bæði Kvenréttindasamtaka Norðurlanda og Alþjóðasamtaka kvenréttinda- félaga, International Alliance of Women. Hún átti um tíma sæti í stjórn þeirra samtaka. Á þessum mótum, sem haldin eru víðsvegar um heim, kynntist hún konum af ýmsu .þjóðerni og aflaði sér og þjóð sinni vinsælda og virðingar. Þegar ársrit K.R.F.Í., „19. júní“ hóf göngu sína árið 1951, var Sigríð-. ur að sjálfsögðu í fyrstu ritnefndinni og mörgum sinnum síðar og stund- um einnig ritstjóri. Hún skrifaði jafnframt mikið í ritið, svo og í ýms önnur tímarit og blöð, bæði frum- samið og þýtt efni. Sigríður átti sæti í framkvæmdastjórn Hallveigarstaða og í byggingarnefnd hússins seinustu árin, sem það var í smíðum. Sigríður J. Magnússon. I stjórnartíð Sigríðar í K.R.F.I. liafði nokkur liópur kvenna innan félagsins forgöngu um stofnun Félagssamtakanna Verndar. Innan þess félagsskapar vann hún árum saman mikið og fórnfúst líknarstarf og var þar í stjórn til æviloka. Sigríður J. Magnússon var til liinstu stundar ung í anda, þótt lík- amskraftar færu þverrandi, og full áhuga um framgang þeirra mörgu góðu málefna, sem hún hafði helgað krafta sína. Sigríður var heiðursfélagi í K.R.- F.I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.